Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.2021, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 10.11.2021, Qupperneq 12
Á yfirstandandi ári hafa línur skýrst hvað varðar stóriðjuáform í Helguvík. Nú er ljóst að hvorki verður af kísilveri Thorsil né fyrirhuguðu álveri Norðuráls og mikil óvissa ríkir um framtíð kísilverksmiðju Stakksbergs, sem eigandinn, Arion banki, er að reyna selja. Á þessari stundu er ekki vitað hvort kaupandi finnist en öllum má vera ljóst að lítill áhugi er á meðal bæjaryfirvalda og íbúa að hún verði endurræst á núverandi stað. Tækifæri eigandans hljóta því að snúa að sölu verksmiðjunar til niður- rifs og uppsetningar annars staðar, annað hvort hér á landi eða erlendis. Þetta sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2022 til 2025, sem fram fór í síðustu viku. „Á móti kemur að mjög margt já- kvætt er framundan í uppbygg- ingu atvinnulífs á svæðinu. Má þar m.a. nefna miklar framkvæmdir á næstu árum á vegum ISAVIA í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þétt- ingu byggðar á Ásbrú, áframhald- andi uppbyggingu Hlíðarhverfis, áform Samherja um uppbyggingu laxeldis á landi á Reykjanesi, upp- byggingu ferðaþjónustu og hótela, m.a. Marriott og væntanlega fleiri fyrirtækja sem eru eða munu verða innan nærsvæðis Keflavíkurflug- vallar sem til stendur að skipu- leggja og byggja upp undir merkjum þess sem kallað er „Airport City“. Áframhaldandi uppbygging bíla- leiga og annarrar flugtengdrar starfsemi og þjónustu í sérstöku hverfi við Reykjanesbraut efst í bænum, í daglegu tali nefnt Flug- vellir. Þá má nefna áform Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur um nýja og stærri þurrkví og uppbyggingu Reykjaneshafnar í Njarðvíkurhöfn, nýtt hjúkrunarheimili, nýja heilsu- gæslustöð, áform World Class um uppbyggingu á Fitjum og svo mætti áfram lengi telja,“ sagði Kjartan en þessum verkefnum og fleirum verða gerð betri skil á sérstöku framkvæmdaþingi sem ráðgert er að boða til fimmtudaginn 25. nóv- ember næstkomandi á vegum at- vinnuþróunarfélagsins Heklunnar. Um mánaðamótin október, nóvember árið 2014 þurfti Reykjanesbær að biðja fyrirtæki, sem þá voru að kaupa lóðir og stefndu að uppbygg- ingu í sveitarfélaginu, að flýta greiðslum til sveitarfélagsins svo það ætti fyrir launum. Þetta upplýsti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, í ræðu sem hann flutti við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2022–2025 á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. „Til upprifjunar vil ég nefna að vegna gríðarlega erfiðrar fjárhags- og skulda- stöðu sveitarfélagsins, sem birtist m.a. í niðurstöðum úttekta Har- aldar Líndal og KPMG sem kynntar voru á íbúafundi í Stapa þann 29. október 2014, voru á kjörtímabilinu 2014–2018 teknar margar erfiðar en bráðnauðsynlegar ákvarðanir sem meðal annars fólu í sér auknar álögur á bæjarbúa árin 2015, 2016 og 2017 ásamt tiltekt og endurskoðun efnahags Reykjanesbæjar. Það leiddi m.a. til þess að ákveðið var að ráðast í niðurskurð, endurskipulagningu og hagræðingu í þjónustu við hratt fjölgandi íbúa. Þetta var gert undir merkjum áætlunar sem bæjarstjórn á þeim tíma var einhuga um að vinna eftir og fékk nafnið „Sóknin“, sagði Kjartan í ræðunni. Báðu fyrirtæki að flýta greiðslum Erfiðum og flóknum viðræðum við kröfuhafa, sem stóðu yfir í þrjú ár, lauk með samkomulagi í árslok árið 2017 sem varð til þess að hægt var að fella niður sérstakar álögur á útsvar og fasteignaskatt á íbúa árið 2018. „Það sama ár var allt komið á fulla ferð. Ferðaþjónustan blómstraði, umferð um Keflavíkur- flugvöll var í hámarki, atvinnuleysi lítið sem ekkert og íbúum hélt áfram að fjölga langt umfram landsmeð- altal, ekki síst íbúum af erlendu bergi sem nú telja um það bil fjórðung allra íbúa Reykjanesbæjar. Íbúafjölgunin kallaði hins vegar á uppbyggingu inn- viða, s.s. byggingu nýs grunnskóla, fjölgun leikskólaplássa o.fl., sem aftur reyndist snúið fyrir sveitarfélag sem var þegar skuldum vafið og átti fullt í fangi með að greiða niður skuldir og reka sig frá degi til dags. Ég get til dæmis upplýst hér og nú að um mánaðarmótin október, nóvember 2014 þurftum við að biðja fyrir- tæki, sem þá voru að kaupa lóðir og stefndu að uppbyggingu í sveitar- félaginu, að flýta greiðslum til okkar svo við ættum fyrir launum,“ sagði Kjartan. Ytri skilyrði féllu með bænum Hann sagði að sem betur fer var töluvert til af þegar tilbúnum lóðum undir íbúðarhúsnæði í Innri- Njarðvík og Ásahverfi auk þess sem einkaaðilar keyptu og brutu nýtt land undir svokallað Hlíðar- hverfi á svæði sem áður tilheyrði varnarsvæðinu ofan byggðarinnar í Keflavík og Njarðvík. Auk þess var ráðist í að skipuleggja þéttingu byggðar víðsvegar í sveitarfélaginu, m.a. á því svæði sem áður var íbúða- byggð Varnarliðsins og nú heitir Ásbrú. Þar er gert ráð fyrir allt að fimmtán til átján þúsund manna byggð á næstu árum. Gerði Reykjanesbæ kleift að ganga hnarreistum frá samningum „Þessu til viðbótar féllu ytri skil- yrði með okkur. Meðal annars seldi Reykjanesbær hlut sinn í HS Orku á mjög góðu verði eftir að fyrri sala til annarra kaupenda gekk til baka þegar þeir ákváðu að nýta ákvæði í kaupsamningi, falla frá kaupunum og skila hlutabréfunum til baka. Seinni salan gerði Reykjanesbæ kleift að ganga hnarreistum frá samningum við kröfuhafa þar sem allir fengu sitt og enginn þurfti að gefa neitt eftir að öðru leyti en því að vextir voru lækkaðir og lengt í lánum,“ sagði bæjarstjórinn. Þessum hluta endurskipulagn- ingarinnar lauk svo í byrjun þessa árs, 2021, með endurfjármögnun 8,4 milljarða skulda og skuldbindinga Eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem nú er alfarið í eigu Reykjanesbæjar. „Sú endurfjármögnun mun skila sér í verulegri lækkun fjármagnskostn- aðar næstu árin, frá því sem annars hefði orðið,“ sagði Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarstjóri, í ræðunni. reykjanesbær átti ekki fyrir launum tækifæri hljóta að snúa að sölu verksmiðjunnar til niðurrifs – mikil óvissa ríkir um framtíð kísilverksmiðju Stakksbergs Jólahlaðborð og harmonikkuball fyrir eldri borgara verður haldið á Hótel Selfossi, þriðjudaginn 30. nóv. nk. og dvalið eina nótt á hótelinu. Farið verður frá Nesvöllum sama dag kl.14:00 og farið frá hótelinu 1. des. kl. 11:00 Jólahlaðborð, gisting og morgunverður fyrir tvo kr. 28.000, fyrir einn kr. 22.000. Félagið greiðir rútuna og hver og einn greiðir fyrir hótelið og það sem því fylgir. Skráning hjá Ingu s: 8633443 og Guðrúnu s: 8990533. Skráningu lokað 22. nóvember! ORLOFSHÚS Á SPÁNI Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska og sumar 2022 Búið er að opna fyrir tímabilið 1. janúar 2022 – 12. apríl 2022 á orlofshúsi okkar á La Marina á Spáni, einnig er opið frá deginum í dag fyrir umsóknir um páska og sumar 2022, eða frá 12/4 – 26/4 og sumar frá 26/4 til 11/10 2022. Hver úthlutun er tvær vikur sem kostar kr. 80.000. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021. Úthlutað verður 13. desember 2021. Einnig er búið að opna fyrir orlofshúsin okkar hér heima frá áramótum fram að páskum. Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á www.stfs.is Orlofsnefnd STFS FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Óskum að ráða rafvirkja til starfa. Vinnuvélaréttindi og meirapróf er mikill kostur. Góð laun í boði. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 892-2422 eða mundi@bergraf.is Ert þú í stuði? 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.