Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.2021, Síða 13

Víkurfréttir - 10.11.2021, Síða 13
Ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki Reykjanesbær hefur ráðið verkefnastjóra sjálfbærnimála í gegnum eitt af atvinnuúrræðum ríkisins og gert er ráð fyrir að halda því starfi áfram. Þá er einnig gert ráð fyrir nýju stöðugildi lögfræðings til stuðnings í um- hverfis- og skipulagsmálum sem og nýjum verkefnastjóra fræðslu- og vinnuverndar í mannauðsdeild. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku að ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki eins og hægt er og starfsmannavelta notuð til að hagræða í rekstri þar sem því verður við komið. Þá verður óformlegt yfirvinnubann áfram í gangi, þ.e. að starfsmenn geti ekki unnið yfirvinnu nema að næsti yfirmaður óski eftir, og heimili þar með að hún verði unnin, og ráð sé fyrir því gert í fjárheimildum ársins. Fræðsluráð Reykjanresbæjar harmar þá stöðu sem komin er upp í Myllubakkaskóla. Ráðið leggur áherslu á að hagsmunir nemenda og starfsmanna verði í forgangi og að allra leiða verði leitað til þess að hefja sem fyrst notkun á þeim hlutum skólans sem nýtilegir eru. Þetta kom fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Tryggvi Þór Bragason, deildar- stjóri eignaumsýslu, mætti á fundinn og greindi frá stöðu mála varðandi húsnæðismál Myllubakkaskóla. Eins og fram hefur komið þarf að rýma skólahúsnæðið og flytja kennslu í önnur rými í bæjarfélaginu meðan unnið er að endurbótum á Myllu- bakkaskóla þar sem ráðin verður bót á myglu í skólahúsnæðinu. Fræðsluráð telur að tryggja þurfi, samhliða tímabundinni uppskiptingu skólans, að nemendur sem nú þegar njóta samfellds skólastarfs, t.d. með því að tónlistarkennsla fari fram á skólatíma, eigi áfram kost á því. Eins þarf að taka sérstakt tillit til nemenda sem munu þurfa að fara um lengri veg en áður til að sækja skóla. Upp er að renna myrkasti tími ársins og tryggja þarf að jafn af- drifarík breyting eins og þessi komi ekki niður á öryggi nemenda á leið til og frá skóla. Fræðsluráð leggur einnig áherslu á að sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið tíma- bundið skammtímaúrræði. Leita þarf allra leiða til þess að sameina skóla- starf aftur á einum stað, t.d. með því að taka í notkun þá hluta hús- næðis sem hægt er að taka í notkun sem allra fyrst. Óskað er eftir því að tímasett aðgerðaáætlun, sem miði að því að lágmarka þann tíma sem börnum er gert að sækja sitt nám utan skólans eða nærumhverfi hans, liggi fyrir svo fljótt sem verða má. Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin mark- aðsstjóri Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnu- lífs og hefur hún þegar hafið störf. Undir Keili eru starfandi fjórir skólar; Há- skólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú. Alexandra mun leiða markaðsstarf skólanna og stýra þróun vörumerkj- anna til framtíðar. Alexandra hefur starfað sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands síðan í apríl á þessu ári og tekur við stöðu markaðsstjóra Keilis af Arn- birni Ólafssyni sem sinnt hafði starfinu síðustu tólf ár. Alexandra býr yfir mikilli reynslu og menntun á sviði markaðsmála og kom hún til Flugakademíu Íslands frá Private Travel Iceland þar sem hún sinnti stöðu mark- aðsstjóra frá árinu 2016. Hún er með BS í Business Administration með áherslu á markaðsfræði frá Auburn University Montgomery og MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Há- skóla Íslands. „Eftir að hafa unnið innan raða Keilis sem markaðsstjóri Flug- akademíu Íslands hef ég fengið að kynnast því hversu frábært starf á sér stað hérna alla daga. Með okkar fjölbreytta námsframboði, nýstár- legu kennsluháttum, frábæru að- stöðu og öfluga mannauði hlakka ég mikið til að leiða markaðsstarf Keilis og leggja mitt að mörkum í áfram- haldandi uppbyggingu Keilis,“ segir Alexandra. Alexandra ráðin markaðsstjóri Keilis Sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið skammtímaúrræði Staðan í Myllubakkaskóla rædd í fræðsluráði: Grindavíkurbær hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýjan leikskóla í Hlíðar- hverfi við Fálkahlíð 2. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sex deilda leikskóla á fundi þann 21. október 2021. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu sem samþykkti áformin samhljóða á síðasta fundi sínum. Sex deilda leikskóli rís í Grindavík á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli - Deildarstjóri á leikskólastig Stapaskóli - Starfsmann fyrir frístundaakstur Akurskóli - Starfsmaður á frístundaheimili skólans Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Reykjanesbær óskar eftir rekstraraðila fyrir skautasvell Óskað er eftir aðilum til að taka að sér rekstur á tilbúnu skautasvelli sem sett verður upp í tengslum við Aðventugarðinn. Leitað er að ábyrgum aðila með reynslu af rekstri sem hefur brennandi áhuga á verkefninu og hugmyndir að útfærslu þess. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar. Athugið að umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi. www.reykjanesbaer.is Dýnur til endurvinnslu á 0 krónur!! Því ekki að spretta utan af gormadýnum og skila þeim til Kölku án endurgjalds? Gormarnir fara beint í málmagám til endurvinnslu Ekki er tekið gjald fyrir dýnur þegar búið er að aðskilja gorma og textíl www.kalka.is Hlíðarhverfi í Grindavík. Mynd: Jón Steinar Sæmundsson vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM Í 40 ár // 13

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.