Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING
„Hollvinir Sjálfsbjargar"
eru um 2 þúsund og
fjölgar stöðugt
Ánægjuleg þróun
í fjáröflun
- segir Sigurður Einarsson,
framkvœmdastjóri Sjálfsbjargar
Margs konar starfsemi fer fram í Sjálfs-
bjargarhúsinu í Hátúni 12. Sjálfsbjörg,
landssamband fatlaðra, hefur skrifstofu sína
hér. Sjálfsbjörg leigir út 36 íbúðir til fatlaðra,
og þeim íylgir engin aðstoð eða hjúkrun. Hér
er Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar og
skrifstofur þess. Heimilið hýsir fólk sem
þarfnast mikillar umönnunar og ýmiskonar
aðstoðar. Hér er líka svokölluð skammtíma-
vistun, þ.e. möguleiki á að taka inn fólk sem
á í tímabundnum vandræðum vegna skorts á
umönnun. Loks er í húsinu starfsemi
Sjálfsbjargar í Reykjavík, sem er eitt aðildar-
félaga landssambandsins. Félagið hefur hér
skrifstofu sína og samkomusal.
Það er Sigurður Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra,
sem hefur orðið. Við erum að forvitnast um
þá starfsemi sem fram fer í Sjálfs-
bjargarhúsinu og Sigurður heldur áfram að
lýsa henni:
- Gestarými er líka hér í húsinu og það er
mikið nýtt, sérstaklega af fólki utan af landi,
sem kemur t.d. til að leita sér læknishjálpar í
Reykjavík. Við erum með þrjú herbergi og
tvær íbúðir til þessara nota. Fólk getur líka
komið hingað á sumrin og nýtt sér slíka íbúð
í sumarleyfi sínu, en mest er um að fólk sem
er að leita sér lækninga dveljist í þessu hús-
næði.
í tengslum við Vinnu- og dvalarheimilið
er rekin sundlaug, sjúkraþjálfun og dagvist,
þar sem um 60 manns koma vikulega og fást
við ýmislegt, eins og lestur, söng og föndur.
Langur biðlisti
- Er alltafbiðlisti eftir ibúðunum hér í hús-
inu?
- Já, það er alltaf langur listi. Tvær af
þessum 36 íbúðum eru gestaíbúðir og síðan
er endurhæfingaríbúðin, sem hefur nokkra
sérstöðu. Á sínum tíma var safnað fyrir
innréttingum í hana meðal almennings. Þessi
íbúð er ætluð fötluðum, sem þurfa á
endurhæfingu að halda í ákveðinn tíma, e.t.v.
nokkra mánuði í einu. Þá eru eftir 33 íbúðir,
sem leigðar eru til langframa. Sumir hafa
búið hér í yfir 20 ár, eða alveg frá því að húsið
var byggt. Biðlistar eftir þessum íbúðum eru
langir og aldrei skortir fólk í þær. Frekar
hefðum við þurft að hafa helmingi fleiri
íbúðir, ég er viss um að við gætum leigt þær
allar út. Ástæðan er kannski fyrst og fremst
sú, að skortur er á ódýru leiguhúsnæði fyrir
fatlað fólk og þó að Öryrkjabandalagið reki
margar íbúðir hefur það ekki dugað til.
Við leggjum líka sérstaka áherslu á það
hér, að þessar íbúðir séu hentugar fyrir
hreyfihamlaða, þ.e. að öll aðstaða sé fyrir
hendi fyrir fólk sem þarf að nota hjólastóla
eða önnur hjálpartæki. Húsið er að vísu bam
síns tíma. Sem dæmi má nefna, að í
íbúðunum voru yfirleitt baðker, en það hent-
ar yfirleitt ekki fyrir hreyfihamlaða. Við eram
því smám saman að breyta þessu og bæta allt
sem ekki var í lagi í byijun. En fyrst og fremst
er það nú aðgengið, sem hér er verulega gott
og slíkt finnst ekki viða í íbúðum fyrir ör-
yrkja á almennum markaði.
Happdrætti og hollvinir
- Hvemig erfjáröflun háttað?
- Við viljum gjarna útrýma þeim mis-
skilningi, sem maður verður sums staðar var
við, að Sjálfsbjörg hafi hagnað af íslenskri
getspá. Það er Öryrkjabandalagið og íþrótta-
hreyfingin sem skiptir með sér hagnaðinum
af lottóinu og annarri fjáröflun íslenskrar
getspár.
Að vísu fær Sjálfsbjörg, sem eitt af
aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins, árlegan
styrk, sem er ekki stór upphæð, um 600
þúsund krónur. Við dreifum honum síðan að
hluta til út í félögin, sem eru aðilar að
landssambandinu. Þessi styrkur er ætlaður til
ákveðinna verkefna, t.d. námskeiða eða
tækjakaupa. En styrkurinn frá Öryrkja-
bandalaginu er óverulegur, miðað við það fé
sem við þurfum til að reka starfsemi okkar.
Við byggjum fjárhag okkar fyrst og fremst
á happdrætti Sjálfsbjargar, sem er tvisvar á
ári. Síðan fáum við ríkisstyrk til félagsmála-
starfsemi og að auki höfum við staðið fyrir
ýmsum fjáröflunum og reynt að leita leiða til
að afla fjár með öðrum hætti. Happdrættið
dugir ekki til að reka starfsemi Sjálfsbjargar
og þar að auki hafa slík happdrætti verið að
dragast saman. Sífellt færri kaupa þessa
hefðbundnu happdrættismiða, menn vilja fá
vinningana strax í hendur.
Helsta fjáröflunarleiðin eru svokallaðir
„Hollvinir Sjálfsbjargar.“ Þetta styrktar-
mannakerfi var sett á laggimar vorið 1993. Þá
voru send bréf til dyggustu stuðningsmanna
okkar og þeir beðnir að leggja okkur til fé,
ákveðna upphæð einu sinni, tvisvar eða oftar
á ári, allt eftir efnum og aðstæðum. Þetta
kerfi hefur síðan stækkað og er farið að hafa
æ meiri áhrif. Það er nú mun meiri stoð undir
starfsemi Sjálfsbjargar en það var í upphafi og
við stefnum að því að styrkja það enn meir.
Kostnaðurinn við þetta kerfi er lítill. Til
dæmis þarf Sjálfsbjörg ekki að standa í þeim
kostnaði sem fylgir rekstri happdrættis, -
prenta miða, borga út vinninga o.s.frv. Þvi
finnst okkur það afskaplega ánægjuleg
þróun, ef þetta getur orðið stærri hluti af
fjáröfluninni. Fólk leggur með þessu fram fé
til að styrkja starfsemi Sjálfsbjargar án þess að
fá nokkuð á móti nema hlýhug okkar og
þakkir.
- Hve margir eru ,,HoUvinir Sjálfs-
bjargar?"
- Um 2000 manns eru fastir hollvinir, en
við stefnum að þvi á næstu þremur til fjórum
árum að fjölga þeim upp í 5 til 6 þúsund.
Fjárhæðimar eru mjög mismunandi, allt
frá 350 krónum á ári upp 1 3000 kr. eða meira
á mánuði. Öll framlög eru vel þegin, jafnt
stór sem smá.
Árleg klemmusala
Árlega erum við svo með klemmusölu á
hinum gamla fjáröflunardegi Sjálfsbjargar.
Áður fyrr var merkjasala á þessum degi, en
hún datt upp fyrir, var reyndar farin að ganga
illa. í fyrra byrjuðum við svo að selja klemm-
ur á þessum degi, með ápTentuðum
hvatningarorðum. Þetta verður vonandi í
framtíðinni allgóð fjáröflunarleið, fyrir utan
það að minna á starfsemi og baráttumál
Sjálfsbjargar. Salan hefur aukist frá í fyrra og
við vonum að hún eigi eftir að aukast enn
meira og þetta eigi eftir að verða fastur liður
á hverju hausti. Einnig höfum við selt penna
og litlar skrifblokkir með áritun Sjálfsbjargar.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, vill
vekja athygli almennings á aðstæðum
hreyfihamlaðra. Þrátt fyrir margs konar
umbætur í þágu fatlaðra á síðustu árum
er enn langt i land með að jafnrétti sé
náð.
Enn er t.d. verið að hanna byggingar
sem eru óaðgengilegar fyrir hreyfi-
hamlaða, þrátt fyrir byggingarreglugerð
sem kveður á um að allar opinberar bygg-
ingar og þjónustubyggingar skuli vera
öllum færar. Allt of margar eldri bygg-
ingar eru með slæmu aðgengi og erfiðlega
gengur að fá því breytt.
Þegar talað er um slæmt aðgengi er
átt við stiga, tröppur, þröskulda, dyr,
handrið og margt fleira sem hentar ekki
hreyfihömluðu fólki.
Aðgengi - húsnæði
Veist þú hvemig það er að eiga
erfitt með að komast leiðar sinnar?
>■ Örfáar opinberar byggingar eru
aðgengilegar hreyfihömluðu fólki.
>■ Mjög fáir vinnustaðir eru aðgengilegir
öllum.
>- Sund er sú íþrótt sem hreyfihamlaðir
eiga auðveldast með að stunda, en þó eru
aðeins örfáir sundstaðir færir hreyfi-
hömluðu fólki.
>• Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er sá eini
á landinu, þar sem gert er ráð fyrir að
hreyfihamlað fólk komist leiðar sinnar að
nokkru marki.
>■ Flest félagsheimili og guðshús landsins
eru óaðgengileg hreyfihömluðu fólki.
Menntun
Veist þú að samkvæmt lögum
eiga allir rétt á menntun?
Víðast hvar er aðgengi menntastofnana
verulega áfátt.
fr' í mörgum tilvikum geta hreyfihömluð
böm ekki stundað nám í hverfisskóla
sínum.
I lögum um framhaldsmenntun era
Við reynum að hafa allar klær úti til að standa
undir rekstri okkar.
Allur rekstur er dýr. Við erum með fjár-
málafulltrúa og starfsmann sem sinnir félags-
málum og aðstoð við skjólstæðinga okkar. Á
skrifstofunni eru fjórir fastir starfsmenn, en
fleiri eru á launaskrá vegna húsrekstrarins,
svo sem húsvörður og ræstingafólk.
ákvæði sem eiga að tryggja öllum aðgang
að framhaldsskólum.
>■ Vegna óaðgengilegs húsnæðis verður
hreyfihamlað fólk að nota útilokunar-
aðferðina við val á framhaldsmenntun.
Atvinna
Veist þú að það eru sjálfsögð
mannréttindi að hafa atvinnu?
r Menntun er hreyfihömluðu fólki lífs-
nauðsyn, vegna takmörkunar á starfsvali.
y Fjölmargt fólk verður að hætta fyrra
starfi sínu þegar það fatlast.
>■ Margir sem fatlast verða að mennta sig
að nýju til þess að fá atvinnu.
r Atvinnumöguleikar hreyfihamlaðra
takmarkast allt of oft af óaðgengilegum
vinnustöðum.
Margt fatlað fólk kemst aldrei út á vin-
numarkaðinn.
Félagsleg þjónusta
og félagslíf
Veist þú hvort heimili þitt
er öllum aðgengilegt?
Margir fatlaðir verða að flytja úr
heimabyggð sinni vegna skorts á
nauðsynlegri þjónustu.
&■ Heimaþjónusta og heimahjúkrun tak-
markast víðast hvar við virka daga.
> Ferðaþjónusta fyrir hreyfihamlaða
býðst einungis í örfáum sveitarfélögum á
landinu.
Það er erfitt fyrir margt hreyfihamlað
fólk að komast í ferðalög, kvikmyndahús,
leikhús, á dansstaði eða matsölustaði.
>■ í mörgum tilvikum kemst hreyfi-
hamlað fólk ekki í heimsókn til vina
sinna vegna óaðgengilegs húsnæðis.
fr' í nýjasta upplýsingabæklingi frá
Ferðaþjónustu bænda er ekki eitt einasta
hús merkt aðgengilegt hreyfihömluðum.
•■ Þeir sem búa á stofnunum eru nær
útilokaðir frá þátttöku i lífinu því að
tekjur þeirra, svokallaðir vasapeningar,
eru aðeins óveruleg fjárhæð.
Þjódfélag án þröskulda