Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Síða 4

Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Síða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992. í hópnum hafa verið 25 til 30 virkir fé- lagar, fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Að vísu var orðið fátt um ófatlað fólk í hópnum nú í haust, segir Jón Eiríksson, formaður Halaleikhópsins. - En þegar við ákváðum að leggja nú til atlögu við Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht, vorum við svo heppin að fá til liðs við okkur hóp af ungu og hressu fólki, sem var að ljúka leiklistamámskeiði hjá Gísla Rúnari og Eddu Björgvins, segir Jón. - Hlutfallið milli fatlaðra ófatlaðra í hópnum er því orðið jafnt. Stærsta sýningin Þetta er stærsta og viðamesta sýning sem Halaleikhópurinn hefur sett á svið. Tuttugu hlutverk eru í verkinu, en þeim er fækkað um tvö eða þrjú í þessari sýningu. Sýnt verður í Halanum, sem er við hliðina á Hjálpartækjabankanum á jarðhæð í Hátúni 12 og frumsýningin er föstudaginn 1. desem- ber nk. Halaleikhópurinn er eitt aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga. Hann er ekki í beinum tengslum við Sjálfsbjörg, þótt hann hafi notið mikils velvilja Sjálfsbjargar og annarra samtaka öryrkja. - Við fáum styrk frá Bandalagi islenskra leikfélaga, segir Jón. - Hann nægir þó varla fyrir launum leikstjóra. En við höfum reynt að vinna fagmannlega og af metnaði að sýningum okkar. Við höfum alltaf notið aðstoðar fagmanna og segja má að leikhópurinn starfi á sama grunni og önnur áhugamannaleikfélög. Jón segir að salurinn í Hátúni 12 hafi verið hálfgerð ruslakompa, þegar Hala- Halaleikhópurinn ræðst í stórvirki: Túskildingsóperan, takk fyrir! leikhópurinn tók við honum. - Við breyttum salnum í leikhús, settum upp áhorfendapalla og gerðum aðrar lagfæringar. Salurinn tekur um 60 manns í sæti. Við höfum verið svo heppin að eiga góða stuðningsaðila. í fyrra áskotnaðist okkur ljósabúnaður og það er fyrst og fremst að þakka heiðursfélaga Halaleikhópsins, Steindóri Hjörleifssyni leikara. Hann gekk í það með oddi og egg að safna fyrir þessum búnaði. - Þegar við ákváðum að setja upp Túskildingsóperuna, tókum við þá stefnu að gera það á eins einfaldan hátt og hægt væri. Leiktjöld eru því sáralítil, nema málning á vegginn. Salurinn er skreyttur með hliðsjón af texta verksins, sem er á köflum svolítið ruddalegur. Þannig mótast umgjörðin af text- anum. Leikstjórinn, Þorsteinn Gunnarsson, ákvað líka að færa verkið fram í tímann. Það á að gerast um síðustu aldamót, en við færðum það til nútímans. Hesthús varð að hjálpartækjabanka Fyrir innan salinn í Hátúni 12 er stór og mikil geymsla og hún kom að miklum notum, þegar farið var að leita að leik- munum. - Eitt atriði í verkinu á að gerast í hest- húsi, en við breyttum því, þannig að nú gerist það í Hjálpartækjabankanum! Svona tökum við okkur smá-skáldaleyfi og nýtum okkur um leið húsið sjálft, segir Jón Eiríksson, for- maður Halaleikhópsins, sem mun leika lausum hala i Hátúni 12 á næstunni. Og þá er bara eftir að hvetja alla sem vett- lingi geta valdið til að mæta. Eitt er víst, að enginn verður svikinn af þeirri skemmtun, sem þarna er í boði. Rætt við Valerie Harris iðjuþjálfa Endurhæfingaríbúð og ný hugmyndafræði Áhugamálin eru margvísleg. Hér er Valerie Harris með fræknum Jlugvélasmiði á Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Endurhæfingaríbúðin í húsi Sjálfsbjargar, Hátúni 12, var tekin í notkun fyrir tveimur og hálfu ári, sumarið 1993. Við gengum á fund Valerie Harris iðjuþjálfa hjá Sjálfsbjörg til að forvitnast um þessa merki- legu íbúð og ýmislegt fleira sem hún fæst við í starfi sínu. Valerie er áströlsk, frá Melboume, og hefur búið hér á landi frá 1990. „Þrjár konur hafa búið i endurhæfingar- íbúðinni fram að þessu,“ segir Valerie. „Ég starfa við þetta ásamt Erlu Jónsdóttur félags- ráðgjafa, og samstarf okkar er mjög gott.“ Nýtt líf „íbúðin er ætluð hreyfihömluðu fólki, sem er á leið út í lífið, ef svo má segja. Þannig er hún hugsuð sem millistig, þar sem fólk getur lært að takast á við dagleg verkefni. Það er metið hverju sinni, hve lengi fólk þarf að búa í íbúðinni. Fyrsta konan sem bjó hér var í eitt ár, en öðram duga kannski sex mánuðir. Sú sem bjó hér fyrst hafði búið á Sjálfsbjargarheimilinu í 20 ár, þannig að margt þurfti að læra upp á nýtt. Og það sem okkur finnst einfalt, eins og að fara út í búð, getur vafist fyrir fólki. Hvaða þvottaefni á að kaupa, þegar 20 tegundir era í boði? Þetta fólk þarf að byggja upp nýtt lífsmynstur frá granni. Þeir sem búa í endurhæfingaríbúðinni hafa möguleika á að fá stuðning og þjálfun, og þetta er mjög spennandi starf. Það er meira en að segja það að geta búið einn. Það er ekki nóg að kunna að elda mat. Menn verða að taka ákvarðanir sjálfir, byggja upp sitt eigið líf og gæta þess að einangrast ekki. Það er mjög gaman að fylgjast með fólki í þessari þróun og sjá hvemig jafnvægi eykst í lífi þess þegar það tekst á við fleiri hluti og lærir að stjóma sjálft lífi sínu.“ Tæknivædd íbúð Endurhæfingaríbúðin er sérstaklega hönnuð og útbúin til að fólk með ýmiskonar hreyfihömlun geti búið þar. T.d. er hægt að hækka og lækka eldhúsinnréttinguna. í svefnherberginu er lyftubraut í loftinu og gengur lyftan frá rúmi inn á baðherbergi, annað hvort í sturtuklefann eða fyrir ofan salemið. Rúmið er rafknúið og fjarstýrt og sjálfvirkur búnaður er til að opna og loka glugga. Öll ljós má kveikja og slökkva með fjarstýringu. Jafnvægi Valerie sinnir að auki dvalarheimilinu, þar sem 45 manns búa. Hún segir að starf iðjuþjálfa felist m.a. í að aðstoða fólk við að halda æskilegu jafnvægi milli vinnu, tóm- stunda og hvíldar. Slíkt jafnvægi þurfi að vera til að fólk haldi heilsu. „Sá sem lendir í slysi eða veikindum, getur ekki gert allt sem hann var vanur að gera áður. Fólk sem flytur inn á dvalarheim- ilið lendir í allt öðrum lifsvenjum, annarri „rútínu“ en áður. Þá er það hlutverk mitt að styðja fólk til að byggja upp nýtt lífsmynstur og finna sér jafnvægi á ný. Það getur reyndar verið erfitt á svo stóra heimili, sem líkist stofnun að mörgu leyti, en við reynum að gera það eins heimilislegt og hægt er.“ segir Valerie. Ný hugsun „Það er ekki bara húsið sem er barn síns tíma, þvi að hugmyndafræðin hefur líka breyst og við reynum að breyta hugsunar- hættinum. Þó að menn geti ekki gert mikið líkamlega, eiga þeir að fá að ráða því sjálfir hvað þeir gera. Það á þvi ekki að gera neitt fyrir fólkið nema það vilji það sjálft. Breytingarnar við að fatlast eru ótrúlega miklar. Menn þurfa að læra að takast á við nýtt hlutverk, nýjar aðstæður og nýtt umhverfi. Og auðvitað er það misjafnt hvernig fólki tekst að læra að búa við þetta.“ Þær Valerie og Erla félagsráðgjafi sjá líka um starfsmannafræðslu. Þá hafa þær staðið fyrir hópefli og fengið fólk til að flytja fyrir- lestra fyrir heimilismenn. Valerie segir að stefnt sé að því að íbúarnir beri meiri ábyrgð, stjómi hvað gert sé og hvemig tíminn sé nýttur. Jafnréttishugsun sé í öndvegi, í stað stjórnunar að ofan. - Iðjuþjálfun er þá ekki bara föndur fyrir fullorðið fólk? „Nei, alls ekki. Ef hingað kæmi einhver sem hefði handavinnu að aðaláhugamáli, myndi ég styðja hann í því. En ef þú kæmir og vildir helst gera eitthvað allt annað, þá styddi ég þig til þess. Þú átt að ráða sjálfur hvað þú fæst við.“ „Þegar fólk flytur hingað inn fer það oft bara í hlutverk sjúklings," segir Valerie. „Við reynum að byggja upp félagslíf þess og tóm- stundir, því að það er auðvelt að einangrast á svona stað. Við leggjum áherslu á að þetta sé heimili fyrir fatlað fólk, en ekki spítali fyrir veikt fólk.“ Eldhúsinnréttinguna í endurhœfingaríbúðinnni má hœkka og lcekka eftir þðrfum.

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.