Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Side 5

Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 E 5 Barátta Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni fyrir bættu aðgengi: Innan fárra ára líti enginn á adgengi fatlaðra sem vandamál Átak Sjálfsbjargar og Reykjavíkurborgar hefur skilað góðum árangri Hvemig sem á því stendur, er eins og fatl- að fólk hafi ekki verið til fyrir nokkrum árum eða áratugum. Ef skoðuð em mann- virki frá fyrri skeiðum aldarinnar sést að yfir- leitt er hvergi hugað að því að fatlaðir komist hjálparlaust inn. Fyrir framan útidyrahurð em yfirleitt háar tröppur og hár þröskuldur í inngangi. Salerni fyrir fatlaða em sjaldnast og svona mætti lengi telja. Það er ekki auðvelt að vera fatlaður og enn erfiðara þegar þeir staðir sem við ætlum á era óaðgengilegir. Ef gangstígar utandyra era skoðaðir sést að yfirleitt er 15 sm kantur frá götu upp á gangstétt og vantar skáa, svo að ef maður í hjólastól kemur akandi kemst hann ekki leiðar sinnar nema vera á götunni eða kalla eftir hjálp í hvert sinn sem hann þarf að fara upp eða niður af gangstéttinni. Þá er vitað að aðrir hópar eru mjög óánægðir með þessa háu kanta, eins og hjólreiðamenn og fólk með bamavagna. Á undanfömum áram hafa gangstéttarkantar vrða verið lagaðir, en yfir- leitt er það ekki nægilega vel gert, svo kanturinn er enn allt of hár og hætt við að hjólastóll velti aftur fyrir sig. Enn byggð óaðgengileg hús Sjálfsbjörg hefur lengi barist fyrir því að aðgengi verði bætt og reynt að knýja stjóm- völd til að láta gera opinberar byggingar aðgengilegar. Með nýjum byggingar- reglugerðum hefur verið leitt í lög ýmislegt um bætt aðgengi fyrir fatlaða. En þótt lög- gjöfin sé fyrir hendi eru enn byggð hús, sem era óaðgengileg fyrir fatlaða. Á vormánuðum 1994 ákvað Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, að ráða Guðmund Jónasson verkfræðing til að ýta við þessum málum. Var ákveðið í fyrstu að snúa sér að gangstígakerfinu í Reykjavík og var það gert í góðri samvinnu við Gatna- málastjóra. Ráðnir voru tveir menn sem fóra með kort um borgina og merktu við alla þá staði sem þurfti að lagfæra. Þessi gögn voru slegin inn í tölvuna hjá Reykjavíkurborg og prentað út kort, þar sem hægt var að sjá alla þessa staði. Alls reyndist þurfa að lagfæra um 2000 staði. Borgin veitti 15 milljónir til lagfæringa í vor ákvað borgarstjóm að veita 10 milljónir króna til lagfæringa á gangstéttar- brúnum að óskum fatlaðra og 5 milljónir samkvæmt óskum hjólreiðamanna, eða alls 15 milljónir króna. Hagsmunir beggja hóp- anna fara vel saman, en óskir um staði og leiðir vora e.t.v. mismunandi. Til að allir yrðu sáttir við lagfæringarnar lét Gatnamálastjóri hanna gangstéttaskáa upp á nýtt. Helsta vandamálið sem við var að glíma var að minnka stall fremst á skáa. Blindir vilja hafa stallinn, svo þeir geti fundið með hvíta stafnum hvar gatan er. Lausn fannst og var hún að nota hellur með ójöfnu yfirborði, þannig að þegar staðið er á þeim finnst í gegnum skóna að maður er á hellunum. Þessar hellur átti svo að setja bæði í skáa og miðeyjar, þar sem farið er yfir götur. Annar kostur við að helluleggja skáann er að auð- velt er að taka hellurnar upp og leggja aftur, t.d. ef verktaki leggur þær ekki rétt eða nýju malbikslagi er bætt á götuna. Áður en farið var út i þessar framkvæmdir var fengin umsögn, bæði blindra og fólks í hjólastólum. Búið að lagfæra víða í sumar var hafist handa og er búið að lagfæra víða. Byrjað var að gera ákveðnar Lagfæringar á gangstéttarbrúnum koma bæði hjólreiðamönnum og fólhi í hjólastólum til góða. leiðir kringum Sléttuveg og Hátún greiðfærar, en þar búa margir fatlaðir. T.d. vora lagaðar leiðir frá Sléttuvegi niður í Fossvog og Kringluna. Frá Hátúni á að vera greið leið fyrir hjólastóla niður á Hlemm, á göngu- stíginn við Sæbraut, inn í Laugardal og Kringluna. Þá voru mörg gatnamót við Suðurlandsbraut og víðar lagfærð. Mikil ánægja er með þessar framkvæmdir. Sjálfs- björg vonast til að framhald verði á þeim og önnur bæjarfélög í landinu taki þessi mál til athugunar. í þessu átaki hjá Reykjavíkurborg var einnig bætt við bekkjum á gönguleiðum. Lyftur í 6 skólum í fyrravetur var stofnuð Ferlinefnd Reykjavíkur og hefur hún látið ýmis mál til sín taka. Fyrir skömmu var send út könnun til allra stofnana á vegum borgarinnar og spurt hvernig aðgengi fyrir fatlaða og sjónskerta væri háttað. Alls nær könnunin til um 160 stofnana. Nú er verið að vinna úr þessum niðurstöðum og kemur margt forvitnilegt í ljós. T.d. bárast svör frá 23 skólum, þar af er 21 á fleiri en einni hæð, en aðeins í 6 skólum er lyfta. Salemi fyrir fatlaða eru í 80 stofnunum af 158. Víða þarf aðeins að gera smávægilegar lagfæringar, sem era jafnvel hluti af reglulegu viðhaldi, en annarsstaðar geta endurbætur kostað vera- legar fjárhæðir. Vonast er til að á næstu áram verði varið ákveðinni fjárhæð á hverju ári til að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Starfsmenn Sjálfsbjargar í Reykjavík hafa heimsótt fjölda heilsugæslustöðva, veitinga- húsa, hótela, banka og fleiri fyrirtækja, talað við forstöðumenn og bent á ýmislegt sem betur mætti fara. Þeim hefur yfirleitt verið vel tekið og menn sjá nauðsyn þess að gera lagfæringar, en stundum vill það dragast og þá er borið við kostnaði eða sagt að þetta verði lagfært við næsta reglubundna eftirlit. Sum hús era þó þannig, að mjög erfitt er að koma við breytingum og getur þá verið betra að huga að öðra húsnæði. Bók með leiðbeiningum um aðgengi Innan Sjálfsbjargar er mikill áhugi á að gefa út bók, þar sem hægt er að fletta upp hvemig aðgengi að hótelum, veitingahúsum, bönkum, opinberum byggingum og fleiri stöðum er háttað. Slíkar bækur hafa verið gefnar út sums staðar á Norðurlöndum og víðar. Svona bók mundi nýtast jafnt fötluðum og þeim sem aðstoða þá. Erlendum ferða- mönnum, sem era fatlaðir, hefur líka fjölgað hér og þvr væri bók sem þessi kærkomin fyrir ferðamálaráð og aðra sem vinna í ferða- þjónustu. Svona bók þyrfti að gefa út árlega, eða með nokkurra ára millibili, því að upplýsingar í henni úreldast - vonandi - fljótt, vegna þess að stöðum sem era aðgengi- legir fjölgar. ,,í framtíðinni verður vonandi alltaf hugað að aðgengi fyrir fatlaða við ný- framkvæmdir," segir Guðmundur Jónasson verkfræðingur, sem stjórnaði átaksverk- efninu af hálfu Sjálfsbjargar í Reykjavik. „Við vonumst til að þetta starf hjá Sjálfsbjörg eigi eftir að skila sér í betra aðgengi fyrir alla. Við sjáum strax árangur og draumur okkar er að innan fárra ára líti enginn á aðgengi fatlaðra sem vandamál og þá getum við snúið kröft- um okkar að öðra.“ 3.-30. vinningur | IWIunid Endurhæfingarhappdrættið okkar! 3. til 30. vinningur: 28 ferðavinningar með Úrval-Útsýn. Verðmæti: kr. 120.000. LRVflt-ÍFTSÝN N- 1.-2. vinningur: VW GOLF GL 1800 skutbíll, sjálfskiptur. ________ Verðmæti: HEKLA Kr. 1.720.000 hvor. -- 31. til 141. vinningur: CD0 Vöruúttekt y v í öllum verslunum *Kringlunnar. Verðmæti hvers vinnings: w Kr. 30.000. igið 24. des. 1995 ilæsilegan • Kristinn Guðjónsson er 29 ára gamall, ættaður frá Hömrum í Haukadal. Pegar hann var 7 ára greindist hann með vöðvasjúkdóm, sem veldur því að vöðvarnir þroskast ekki eðlilega. Síðan hefur hann búið við þverrandi mátt í vöðvum líkamans. •• Kristinn kysi helst að búa í heimahögum sínum, en er knúinn til að dvelja þar sem læknisþjónusta og endurhæfing er fyrir hendi og býr því í Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík. Hann stundar reglulega æfingar í sjúkraþjálfun Sjálfsbjargar og starfar við símavörslu hjá órtækni, vinnustofu Öryrkjabandalagsins. ••• Vegna sjúkdómsins eru mörg störf honum mjög crfið. Til að fá nauðsynlega þjálfun sem gerir honum kleift að lifa áfram sjálfstæðu lífi, stefnir Kristján á það að verða næsti íbúi Endurhœfingarlbúðar Sjálfsbjargar. •••• Kristni finnst mikilvægt að auka skilning og jafnrótti milli fatlaðra og ófatlaðra, sem er einmitt eitt af aðal stefnumálum Sjálfsbjargar. .....Sjálfsbjörg, Kristinn Guðjónsson og þúsundir annarra hreyfihamlaðra íslendinga treysta á þinn stuðning... ...er þú kaupir þennan happdrœttismiða, leggur þú þitt af mörkum til að bœta hag hreyfihamlaðs fólks á íslandi. vim Mundu eftir óseðlinum næst þegar þú ferð í eða pósfSus!

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.