Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Page 7

Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 E 7 Þetta var landið sem mig hafði dreymt um - og ég ákvað strcoc að hér vildi ég húa, segir Marie Thérése Robin, formaður Sjálfsbjargar á Vopnafirði „Maður verður að hugsa um allt sem maður getur, en ekki það sem maður getur ekki,“ segir Marie Thérése Robin. Með henni á myndinni er eiginmaðurinn, Gunnar Pálsson. Marie Thérése Robin á Refsstað er for- maður fámennasta Sjálfsbjargar- félagsins, en það er félagið á Vopnafirði. Á félagssvæðinu, sem nær líka yfir sveitina í kring og Bakkafjörð, búa um 1200 manns. Þarna er landlægur ættgengur sjúkdómur, einskonar beinþynning, sem veldur því að fólki í þessari ætt er afar hætt við bein- brotum. Flestir félagsmannanna fjórtán eru haldnir þessum sjúkdómi, aðeins for- maðurinn og önnur kona eru í hjólastól, Marie Thérése vegna þess að hún lamaðist við að falla af hestbaki fyrir sex árum, en hin vegna lömunarveiki í bemsku. Fimmtán manns era styrktarfélagar. Bætt aðgengi Marie Thérése segir að erfitt sé að halda uppi félagsstarfi í svo litlu félagi. Helsta baráttumálið er bætt aðgengi. Hún segist telja að frekar sé hlustað á konu í hjólastól heldur en ófatlaðan mann, þegar barist er fyrir þess- um málum. Sjálfsbjörg á Vopnafirði var stofnuð árið 1991. Á þeim tæpu fimm árum, sem liðin eru, hafa verið gerðar endurbætur á aðgengi á nokkrum stöðum í bænum. Þannig eru ýmsar stofnanir orðnar aðgengilegar fötluðum, - kaupfélagið, bankinn, pósthúsið og kirkjan. Enn vantar þó úrbætur viða, svo sem á elliheimilinu, i heilsugæslustöðinni og skólanum. Starfsemi Sjálfsbjargar á Vopnafirði ein- skorðast við hagsmunamálin, en ekki gefst tóm til annars konar félagsstarfs. „Fólk er í svo mörgum félögum að það hefur ekki nógan tíma til alls,“ segir Marie Thérése. „Ég er t.d. í kvenfélaginu, þar er mjög virkt og skemmtilegt starf. Svo er Kiwanis og Lions og hver veit hvað.“ Marie Thérése Robin er frönsk, en fluttist til íslands árið 1984. Hún býr ásamt fjöl- skyldu sinni 1 sveitinni í Vopnafirði, á Refsstað, og hafði búið þar í fimm ár, þegar hún slasaðist árið 1989. „Ég er alin upp í sveit og vil búa i sveit,“ segir hún. ísland heillaði hana m.a. vegna þess hve landið er afskekkt og fámennt. Ég elska ísland! „Friðurinn og fegurðin,“ segir hún þegar spurt er hvað sé best við lífið í sveitinni. En fannst henni ísland ekki berangurslegt við fyrstu sýn? , Jú, en það venst,“ segir Marie og hlær við. „En það er einmitt svo sérstakt að sjá þessa endalausu víðáttu. Ég bara elska ísland! í fyrsta sinn sem ég kom hingað fann ég að þetta var landið sem mig hafði dreymt um, tilfinningin var næstum eins og ég hefði búið hér áður. Og ég ákvað strax að ég vildi búa héma.“ Saknar hún þá ekki skóganna og blíðviðrisins í Frakklandi? „Nei, ég var eitt sumar í Frakklandi ekki alls fyrir löngu. Það var svo heitt að ég var farin að sakna haf- golunnar í Vopnafirði.“ Marie Therese segist ganga vel að sinna daglegum störfum í sveitinni. Lítið hafi þurft að smíða eða hanna upp á nýtt 1 húsinu, enda sé það vel byggt. „Maður verður að hugsa um allt sem maður getur, en ekki það sem maður getur ekki,“ segir hún. „Það er eina leiðin að vera jákvæður.“ Hún segir að nauðsynlegt sé að reyna að kynna starfsemi Sjálfsbjargar betur en gert er í fjölmiðlum. „Stjóravöld níðast á þeim sem hafa minnst handa á milli og eiga erfiðast. Við sem notum hjólastóla þurfum t.d. að eiga góða bíla, en nýir bílar sem henta okkur eru mjög dýrir. Ég þarf sjálfskiptan bíl, fjórhjóladrifinn með stóru farangursrými til að setja hjólastól í. Úrvalið af slíkum bílum er ekki mikið, maður hefur ekki efni á að kaupa sér dýran bíl og fær ekki mikinn styrk til þess heldur. Styrkur til bílakaupa nemur nú 750 þúsund krónum, en bílar sem við þurfum kosta ekki undir tveimur milljónum króna. Þetta er ekki sanngjarnt. Ráðherrar njóta hins vegar lúxuskjara við kaup á sínum jeppum, en þeir geta vel gengið i vinnuna eða tekið strætó! Það getum við aftur á móti ekki,“ segir hin skelegga baráttukona Marie Thérése Robin að lokum, - franska sveitastelpan sem heill- aðist af íslandi og vill hvergi fremur búa en í góða veðrinu og hressandi hafgolunni í Vopnafirði. Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar Harpa Ingólfsdóttir ogjóhann Pétur yngri. Hinn 5. september á siðasta ári var högg- við stórt skarð í raðir Sjálfsbjargarfólks. Þá lést einn af svipmestu og skeleggustu for- svarsmönnum samtakanna frá upphafi, Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfs- bjargar frá 1989. Jóhann Pétur hefði orðið 35 ára gamall 19. september það ár. Tveimur mánuðum eftir að hann lést fæddist sonur hans og eiginkonu hans, Hörpu Ingólfsdóttur, sem skírður var eftir föður sinum, Jóhann Pétur Jóhannsson. Sú hugmynd varð fljótlega til hjá Hðrpu, ekkju Jóhanns Péturs, að stofna minningar- sjóð sem hefði í fyrsta lagi það hlutverk að styrkja hreyfihamlað fólk til náms og í öðru lagi að styrkja einstök málefni til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra. Þegar útför Jóhanns Péturs fór fram var þeim sem vildu minnast hans þvi bent á nýstofnaðan sjóð. Fjölmargir lögðu fram bæði stór og smá framlög og þar með var Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar orðinn að veruleika. Á þessum dögum i kringum útförina söfnuðust alls tæplega 700 þúsund krónur frá fólki hvaðanæva af land- inu og einnig frá vinum Jóhanns Péturs víðsvegar í Evrópu. Síðar á árinu tilkynnti Rauði kross íslands svo að ákveðið hefði verið að gefa eina milljón króna í sjóðinn. Nú fyrir skömmu ákvað Skagfirska söngsveitin, sem Jóhann Pétur var þátttakandi í, að halda minningartónleika um fallinn félaga og láta allan ágóða renna i minningarsjóðinn. Þar safnaðist tæplega hálf milljón króna. Einnig hafa ýmsir bent þeim sem vilja minnast látinna aðstandenda og vina á sjóðinn og þannig er hann i stöðugum vexti. Stjóm sjóðsins skipa Harpa, ekkja Jóhanns Péturs, Ólafur bróðir hans, Ólafur Garðarsson vinur og samstarfsmaður Jóhanns Péturs, ásamt formanni og framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, Guðríði Ólafsdóttur og Sigurði Einarssyni. Áætlað er að fyrsta úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun næsta árs og verður þá úthlutað 100 þúsund krónum. Stjóm sjóðsins og Sjálfsbjörg vilja þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar yrði til og vona að hann geti orðið öflugur minnisvarði um hugsjón og líf Jóhanns Péturs og komi hreyfihöluðum til góða í tilteknum málefnum. Þeim sem vilja stuðla að því að sjóðurinn eflist enn frekar er bent á að tekið er við framlögum hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, sem einnig tekur að sér að senda út minningarkort, sé þess óskað. Einnig er hægt að leggja framlög á ávísanareikning nr. 1959 í Sparisjóði vélstjóra í Borgartúni, Reykjavik. Útivistarsvæði vid Ellidavatn Isumar var Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra i Reykjavík og nágrenni, afhent landspilda við Elliðavatn. Magnús Hjaltested á Vatnsenda leigir Sjálfsbjörg landið og hefur félagið fengið Auði Sveinsdóttur, lands- lagsarkitekt, til að skipuleggja það. Sérstök áhersla er lögð á að svæðið verði aðgengilegt hreyfihömluðum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, gróðursetti tré í landi Sjálfsbjargar við Elliðavatn. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni, er einnig á myndinni ásamt fulltrúum Skeljungs, sem gefur allar plöntur sem gróðursettar verða á svæðinu. Fleiri stofnanir ogfyrirtæki leggja Sjálfsbjörg lið við framkvæmdir þar. Við afhendinguna gróðursetti Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tijáplöntu á landspildunni, þar sem ætlunin er að koma upp gróðursælum lundum. Fyrirhugað er að reisa skála með hrein- lætis- og kaffiaðstöðu á svæðinu. Þetta er lík- lega fyrsta útivistarsvæði á landinu, sem beinlínis er hannað frá bytjun með það í huga, að hreyfihamlað fólk komist hindrunarlaust leiðar sinnar. Gert er ráð fýrir margvíslegum möguleikum til útivistar á svæðinu, svo sem aðstöðu til að dorga í vatn- inu. Þá hefur Magnús á Vatnsenda boðið Sjálfsbjörg til afnota bát sem tekur hjólastóla. Verdlaunasamkeppni meðal grunnskólanema Þriðji og síðasti áfangi keppninnar, sem hófst 1992 i tengslum við átak i ferlimálum undir kjörorðinu Þjóðfélag án þröskulda. Sjálfsbjörg efndi í október sl. til verð- launasamkeppni um teikningu og texta meðal allra krakka i 6. bekk grunnskóla á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Vestur- landi. Þetta er þriðji og síðasti liður keppn- innar, en árið 1992 var hún haldin á Suðurlandi, Reykjanesi og Norðurlandi eystra og árið 1994 í Reykjavík og á Austurlandi. Þeir sem taka þátt í samkeppninni fá að sjá myndband, sem sýrii'r einn dag í lifi Ólafar Ingu Halldórsdóttur, sem nú er fimmtán ára. Hún er hreyfihömluð og þarf að nota hjólastól til að komast ferða sinna. Margt sem flestum þykir einfalt og sjálf- sagt, eins og að komast í gegnum dyr, getur valdið hreyfihömluðu fólki miklum erfið- leikum. Jafnvel ósköp lágur þröskuldur getur orðið til þess að fólk í hjólastól eigi erfitt með að komast um dymar. Markmiðið með verðlaunasamkeþpninni er að auka skilning bamanna á málefnum hreyfihamlaðs fólks. Glæsileg verðlaun frá versluninni JAPIS eru í boði fyrir bestu verkefnin úr hveiju fræðsluumdæmi. Verðlaun verða afhent í desember og ætlunin er að halda jafnframt sýningu á þeim verkum sem bárust í keppnina.

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.