Sjálfsbjörg - 29.11.1995, Síða 8
8 E MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING
4
Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember:
Hógværðin dugar ekki lengur
- ætlum að vera áberandi og auglýsa málstað okkar,
segir Guðmundur Magnússon, formaður ferlinefndar Sjálfsbjargar
l\lær 80 manns hafa sótt
aðlögunarnámskeiðin
Lilja Þorgeirsdóttir: Fólk þarf að takast á við
nýtt líf og spyrja ýmissa spuminga
Alþjóðadagur fatlaðra verður haldinn
hátíðlegur 3. desember nk. Hingað til
hafa verið tveir alþjóðadagar fatlaðra á hverju
ári. Annar hefur verið i mars og hafa
Alþjóðasamtök fatlaðra staðið að honum.
Sameinuðu þjóðimar hafa hinsvegar verið
með 3. desember sem alþjóðadag fatlaðra. En
nú hefur verið ákveðið að hætta að halda upp
á dag fatlaðra í mars og einbeita sér þess í
stað að 3. desember.
Ferlinefnd Sjálfsbjargar hefur öðru
hverju veitt viðurkenningar fyrir gott að-
gengi, en þó ekki reglulega. Það hefur hingað
til farið þannig fram, að nefndin hefur sjálf
tilnefnt hús til að veita viðurkenningu.
Guðmundur Magnússon er formaður
ferlinefndar Sjálfsbjargar: „í sumar ákváðum
við að auglýsa, þannig að stofnanir og
fyrirtæki gætu óskað eftir úttekt og fengið
viðurkenningu ef þau stæðust allar kröfur,“
segir hann. „Það var auglýst í dagblöðum, en
aðeins fimm aðilar óskuðu eftir úttekt. Nú er
verið að taka þá út, en þegar er ljóst að a.m.k.
einn aðili stenst ekki kröfur og fær ekki
viðurkenningu.“
Samkeppni um leikþátt
í vor sem leið var líka ákveðið að efna til
leikritasamkeppni um ferlimál og skyldu
verðlaun fyrir besta leikþáttinn afhent 3.
desember. Þeir sem skrifuðu undir auglýs-
inguna vom Sjálfsbjörg, Halaleikhópurinn,
leikhópurinn Júlía á Akureyri og Samband
íslenskra sveitarfélaga.
„Okkur hreyfihömluðum hefur þótt sem
við höfum lent svolítið úti á kanti á undan-
fömum ámm í umræðunni í þjóðfélaginu og
áherslum stjómvalda,“ segir Guðmundur.
„Það er ýmislegt sem hefur valdið þvr, m.a.
það að aðrir hópar vom skemmra á veg
komnir. En fyrir bragðið fannst okkur við
vera svolítið afskiptir. Við vildum þvi reyna
að ,,markaðssetja“ okkurnúna almennilega."
Hátíð í Háskólabíói
í Reykjavík verður dagur fatlaðra haldinn
hátíðlegur í Háskólabíói 3. desember. Meðal
skemmtikrafta sem koma fram era Bubbi
Morthens, Laddi og KK. Byrjað er að æfa
verðlaunaleikritið, sem heitir „Fjötur um
fót.“ Persónur eru þrjár; maður í hjólastól,
sem Guðmundur Magnússon leikur,
heimilishjálp, sem Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir leikur og kerfiskarl, sem
Gunnlaugur Helgason leikur. Hávar
Sigurjónsson leikstýrir og Hlín
Gunnarsdóttir sér um leikmynd. Höfundur
eða höfundar koma í ljós 3. desember, þegar
verðlaun fyrir leikþáttinn verða veitt.
Sjö leikþættir bárust í samkeppnina og
höfðu allir nokkuð til síns ágætis, að sögn
Guðmundar. Leikfélag Akureyrar lætur ekki
sitt eftir liggja til stuðnings Sjálfsbjörg á þess-
um degi, því að leikarar úr LA leiklesa
leikþáttinn sem fær önnur verðlaun. Það gera
þeir á sérstakri hátíðarsamkomu á Akureyri
og vonir standa til að unnt verði að veita einu
eða tveimur fyrirtækjum þar í bæ viðurkenn-
ingar fyrir gott aðgengi við þetta tækifæri.
Ferlimálin eru Guðmundi auðvitað
hugstæð. Hann segir að í skipulags- og bygg-
ingalög vanti úttektarskyldu. Lögin sjálf, sem
era frá 1978, séu í sjálfu sér ágæt og í þeim
efnum stöndum við framar en mörg lönd i
Evrópu. Hinsvegar stöndum við þeim langt
að baki hvað varðar framkvæmd, þ.e. að fara
eftir lögunum. „Það er ennþá verið að byggja
hús sem eru gjörsamlega óaðgengileg," segir
Guðmundur. „Ég kom nýlega í nýtt
félagsheimili á Suðurlandi, þar sem reyndar
era skáar utanhúss, allbrattir að visu, en allar
dyr innanhúss era 65 sm breiðar. Það er víða
verið að gera allvel, en ekki gengið alla leið.
Það verður bara svo hallærislegt“
Að sögn Guðmundar er fyrirhugað að
veita Reykjavíkurborg viðurkenningu í
Háskólabíói 3. des. fyrir átak í ferlimálum í
sumar, sem hefur skilað góðum árangri.
Enga óþarfa hógværð
„Við ætlum að vera áberandi 3. desember
og auglýsa Sjálfsbjörg í leiðinni,“ segir
Guðmundur. „Nei, enga óþarfa hógværð!
Hún hefur ekki skilað nógu miklu. Við
verðum að sýna „kurteislega" frekju. Það
veitir ekki af að vera ákveðin núna, því að
það er vegið að fötluðum á öllum sviðum.
Lifeyrismál og bílakaupamál vega þar þungt,
enda eru þau stórmál fyrir fatlað fólk.
Alls hafa 78 manns sótt aðlögunar-
námskeið Sjálfsbjargar frá upphafi, í þau
fimm skipti sem námskeiðin hafa verið
haldin. Fyrsta námskeiðið var haldið árið
1990. I ár var námskeiðið haldið í fyrsta sinn
i Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík, en fyrri
námskeið vora í Reykjadal í Mosfellsbæ.
Aðlögunarnámskeiðin eru sniðin að
finnskri fyrirmynd og hafa gefið mjög góða
raun, að sögn Lilju Þorgeirsdóttur, félags-
málafulltrúa Sjálfsbjargar, sem hefur haft
umsjón með þessum námskeiðum frá
upphafi. Námskeiðið er hluti af félagslegri
endurhæfingu. Markmiðið er að styðja hinn
fatlaða og fjölskyldu hans við breyttar
aðstæður.
Á námskeiðinu er fjallað um félagslegar
aíleiðingar fötlunar. Fluttir eru stuttir fyrir-
lestrar um tilfinningaleg viðbrögð við fötlun
og viðbrögð vina og vandamanna. Trygginga-
mál era tekin fyrir, svo og réttindi fatlaðra
varðandi ýmsa þjónustu og starfsemi, sem
tengist fötluðum. Þá er starfsemi Sjálfsbjargar
og íþróttasambands fatlaðra kynnt.
Unnið er í litlum hópum á aðlögunar-
námskeiðinu. Þar era rædd ýmis mál sem
snerta daglegt líf fatlaðs fólks, bæði mál sem
öllum eru sameiginleg og svo sérstök vanda-
mál þátttakenda.
Aðlögunarnámskeiðin eru einkum miðuð
við fólk eldra en 16 ára, sem hefur fatlast af
einhverjum orsökum. Þau eru fyrir fólk sem
hefur lent í slysi eða fatlast vegna sjúkdóms,
en einnig fyrir þá sem hafa verið fatlaðir frá
fæðingu, en eru að huga að því að flytja að
heiman. 15 til 20 manns geta sótt hvert
námskeið.
„Það hefur verið skortur á félagslegri
endurhæfingu,“ segir Lilja Þorgeirsdóttir.
„Fólk kemur heim eftir líkamlega endur-
hæfingu, með varanlega fötlun. Þá þarf það
virkilega að takast á við nýtt líf og spyrja sig
ýmissa spuminga: Þarf það að skipta um
vinnu, skipta um húsnæði o.s.frv.? Á nám-
skeiðinu getur það fengið upplýsingar á
einum stað um réttindamál sín, þjónustu og
starfsemi sem tengist fötluðum. Sálfræðingur
heldur erindi um tilfinningaleg viðbrögð við
fötlun og hver og einn segir frá sinni reynslu.
Þetta hefur gefið mjög góða raun, - við
höfum fundið að fólk hefur haft mikið gagn
af námskeiðinu.“
Lilja segir að margir þátttakendur á
námskeiðunum hafi orðið mun virkari en
þeir voru áður, - farið i Starfþjálfun fatlaðra,
fengið íbúð á vegum Öryrkjabandalagsins
eða Sjálfsbjargar, farið i Halaleikhópinn o. s.
frv. Þannig ýti aðlögunarnámskeiðið við
fólki. „En fólk er ekki tilbúið mjög stuttu
eftir slys að fara á svona námskeið,“ segir
hún. „Það er í fyrsta lagi eftir eitt ár, og yfir-
leitt þurfa að liða tvö, þijú eða jafnvel fjögur
ár.“
Námskeiðin hafa verið haldin um helgar
og fyrstu fjögur námskeiðin vora haldin í
Reykjadal, þar sem Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra rekur sumardvalarheimili fyrir börn.
Síðasta námskeiðið var haldið í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12, dagana 20. og 21.
maí í vor.
Nokkrir þeirra sem tóku þátt i aðlögunarnámskeiðinu sl. vor.
FJÖLSKYLDUSAMKOMA í Háskólabíói á alþjóðadegi fatlaðra sunnudaginn 3. desember 1995 kl. 14.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, gengst fyrir samkomu þennan dag og leggur þar sérstaka áherslu á ferlimál.
Viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra verða veittar nokkrum fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar hvað þetta snertir.
Frumfluttur verður leikþátturinn „Fjötur um fót," sem vann til 1. verðlauna í samkeppni Sjálfsbjargar sem haldin var í haust.
Fulltrúi Reykjavíkurborgar fær viðurkenningu frá Sjálfsbjörg í Reykjavík fyrir mikið átak til að gera borgina auðveldari
yfirferðar hreyfihömluðum, hjólreiðamönnum og fólki með barnavagna.
Bubbi Morthens, KK og Laddi skemmta milli atriða
SJÁLFSBJÖRG • 29. nóvember 1995 • Umsjón: HELST / Einar Örn Stefánsson • Umbrot: Hugverkasmiðja / Helgi Sig. • Ljósmyndir: Róbert Ágústsson o.fl.