Lindin

Árgangur

Lindin - 01.01.1947, Blaðsíða 11

Lindin - 01.01.1947, Blaðsíða 11
7 - 7 - "Hvaða vitleysa er þetta í þér strákur, - nú, þeir mega þá kalda það sem þeim sýnist, mer er sama þótt þeir'haldi, að við komum frá tunglinu, þess meiri eftirtekt vekjum við. Bull er þetta í þérr érengur. - Hana, þarna sérðu nú aðmirálinn uppí á stjórnpalli," k»tti hann við eftir nokkra þögn og henti með hendinni. Ég leit upp á þak og sá þá hvar Árni Sigurjóns sat á mæninum og hélt dauðahaldi Htan um flaggstöngina, sem nú hafði verið reist þar upp. íslenzki fáninn hlakti við hún. Árni var með gamalt Morgunhlað, sem hann hafði ^úllað upp og notaði það fyrir kíki, skimaði hann í gegnum hann í allar áttir. "Sézt nokkurt land?" hrópaði séra Friðrik flotamálaráðherra. "Ja, ég held að ég sjái Færeyjar hér í suðaustur," svaraði aðmír- allinn, hann varð að hrópa í gagnum Morgunhlaðið, sem hann notaði nú lyrir kalllúður, því stormhvinurinn lét svo hátt í eyrum. "Af hverju ertu ekki viss um að það séu Færeyjar?" hrópaði séra Friðrik aftur. "Á nokkur strókur að vera upp úr þeim?" hrópaði aðmírállinn á-móti "Strókur^- nei ekki svo ég viti. " "Jæja, þá eru það víst hara hvalir, sem ég sé, en ekki Færeyjar, - já, það stemmir, nú fór allt saman í kaf aftur," heyröist galað ofan af þakic Ja, þetta er nú meir aðmírállinn, hugsaði ég með mér, en ég þorði ekki að segja neitt. "Heyrðu séra Friðrik, hvað heldurðu að Færeyingar segi, þegar þeir sjá öll þessi ósköp stefna að landi," spurði ég eftir nokkra þögn. "Það þarf nú ekki nema meðal greindan mann til þess að vita það," svaraði séra Friðrik stutt. "Þeir segja auðvitað eins og þeir eru r vanir? Islendingar geta allt." Ormurinn skammi lagði nú oð svölunum, þar sem við vorum og sat Benedikt Arnkelsson í honum.

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.