Lindin

Árgangur

Lindin - 02.08.1950, Blaðsíða 9

Lindin - 02.08.1950, Blaðsíða 9
9 90 virði að vita af því, að glas með áletrað mitt eigið nafn og inni- haldandi sjóveikispillur, sem ég átti, var geymt einhvers staðar í Marmarakirkjunni í Kaupmannahöfn. Við fórum svo út dr kirkjunnu og ekki gat ég betur seð, en að kunningi minn fyrir utan, hann var einhvers konar eftirlits- raaður þarna og var aö hreinsa glugga, horfði á mig með grunsemdar og undrunarsvip, en ég iét sem ekkert hefði komiö fyrir. Þegar ut kom, fundum við enn betur en áður, hve heitt var, því'aö inni í kirkjunnu var frekar svalt, og fannst okkur eins og við kaemum inn í bakaraofn. Það var um 28 gráður í skugga. Það var því ekki furóa þó að íssalarnir græddu stórum á okkur, enda var kcmið stórt skarð í hundrað-kallinn strax eftir þennan fyrsta dag. Þetta var fyrsti turninn, sem við fórum upp í, ég er nú búinn að gleyma, hvað margar tröppur voru í honum, en strákarnir töldu þær, Þær hafa vafalaust verið eitthvað á fjórða hundrað. En ég get fullvissað ykkur um það, kæru vinir, að þetta var ekki síðasti turninn, sem við fórum upp í, nei, öðru nær. Ég held, aö það hafi ekki liðið svo dagur, að viö ekki færum upp í einhvern turn, svo þið getiö skilið, aó ekki var mikið eftir croiö af fótunum á okkur, þegar vikan var liðin, en um það fáið þið vonandi aó heyra einhvern tíma seinna. Um kvöldið þennan fyrsta dag var okkur haldin ein mektug veizla, sem varla er í frásögur færandi og voru okkur veittar aýr- indis krásir, sem því miður var allt of lítið pláss fyrir í maganum, því að við komum beint frá kvöldmatnum, en eins og áður er sagt, var hann síður en svo skorinn við ncgl. Þar var einnig okkur til ánægju sýnd mjög merkileg kvikmyna, sem skiptist í ótal kafla, en kafla- * skiptin voru oft á miður heppilegum stöðum, en þetta var okkur allt saman til mikillar ánægju, og þá var tilganginum náð. Meira held ég aö þið hafið svo ekki gott af að heyra að

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.