Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Qupperneq 3
VERNDABINN
3
VERNDARÍNN.
Það sem smátt er og kalt, það sem veikt er og valt
í veikleika finnur sinn dvínandi mátt.
Þar sem mótlætið býr, þar sem mannúðin flýr
myndast þörf fyrir bænir, sem stíga svo hátt;
bænir, frá hjarta í bróðurhug sendar
bænir, sem hrópa til líknar og verndar.
Gegnum öngþveiti ráðs, móti ranglæti háðs
við ráðþrota spyrjum hvar vernd þessi finnst?
Þau svör til vor hljóma, sem hrasa ei við dóm:
hugar-sjón beitið að því sem er innst!
Ef við skoðum vorn sálar sjóndeildarhring,
rísa sannleikans merki allt í kring.
Við kynslóða fjöld sjáum öld eftir öld
hefjast upp eftir leið, þar sem takmark er sett;
sú vísandi leið gerir lýsa í neyð,
og loksins við sjáum hinn helgaða klett,
sem er máttarstoð guðlegra mannavirkja
sú máttarstoð er vor heilaga kirkja.
Við beyjum vor kné við hin kaþólsku vé,
en kennum þó efa um vemd þeirra og stjórn,
því kallraddir vanans oss venda’ í hans man.
Við eigum sjálf að bera þá fórn,
að upphef jast leiðina á enda, en stranda
við ókunna stig hinna nýfundnu landa.
I fortíðar bjarma, með brosandi hvarm
og brennandi hjarta við lítum einn mann,
sem við beiskju og harm leiðir barn sér við arm.
Þetta barn er vor frelsari, hver er þá hann,
þessi smiður, sem verndar vorn Drottnanna Drottinn,
hans dyggðugu stofnun af kærleika sprottin.
Efa er hrundið, heil er s ú und.
En Heilagi Jósef, bæt ö 11 okkar sár.
Þú ert Verndari vor og við veljum þín spor
gegnum veraldarsvið, gegnum hlátur og tár.
Og við biðjum þig frelsis á bjarginu standa
ef við brjótum vort skip milli ókunnra landa.
Kjartan Hjálmarsson.