Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Síða 7
VERNDARINN
7
og var auðsjáanlega ekki búinn að láta sann-
færast.
Þeir gengu nú meðfram vélasamstæðunni og
horfðu. í.gegnum hinar þykku rúður inn í vél-
ina, en nú brá bóndanum heldur en ekki í brún.
Hann sá hornin þeytast af bolanum, húðina
sviftast af skrokknum, kjöt og bein aðskiljast,
og allt þetta aðgreinast í ennþá minni hluta og
taka sífeldum breytingum, eftir því, sem það
færðist áfram í vélinni. Að lokum var það búið
að taka á sig allskonar kynjamyndir, sem ekk-
ert virtust eiga skylt við stóran og stæðilegan
bola, og hurfu loks með öilu. Þeir héldu nú
áfram og komu loks að hinum enda vélasam-
stæðunnar, sem fyrst hafði vakið athygli bónd-
ans, og voru þar nokkrir verkamenn að stafla
upp pökkum þeim, sem komu út úr vélinni.
,,Jæja, bóndi minn, hérna er nú tuddinn þinn
innpakkaður, það kostar 10 dollara". „Ha, 10
dollara! sagði bóndi og klóraði sér bak við
eyrað. „Svo mikla peninga hef ég ekki á mér,
það gæti líklega ekki komið til mála að þú vildir
líða mig um nokkuð af því þangað til ég kem
aftur“. „Ekki að tala um“, sagði verkstjórinn,
sem nú-.var farinn að verða nokkuð óþolinmóð-
ur. „Hér er engin lánsverzlun." „Já, en hefði
ég vitað að það væri svona dýrt, þá hefði ég
aldrei komið með kálfgreyið". „Þá geturðu bara
farið með kláfskrattann þinn aftur“, svaraði
verkstjórinn, sem nú var farið að fjúka í fyrir
alvöru, „inn með draslið, piltar!“ Verkamenn-
irnir, sem sjáanlega kunnu að hlýða, tóku pakk-
ana og þeyttu þeim hverjum af öðrum inn í vél-
ina og lokuðu síðan hurðinni og settu vélina í
hreyfingu. Bóndinn horfði undrandi á aðfarirn-
ar, en enginn virtist gefa honum hinn minnsta
gaum. Verkstjórinn fór á stað að hinum enda
vélarinnar, og bóndinn í humátt á eftir. Tók
hann nú eftir því að vélin vann nákvæmlega
gagnstætt við það, sem hún gerði áður. Smátt
og smátt fór hann að greina hina ýmsu hluti
af bolaskrokknum í sinni frumlegu mynd, og
virtust nú allar hreyfingar vélarinnar miða að
því að sameina, í stað þess áður að sundra.
Loks sér hann alla beinagrindina sameinaða,
og óðara koma vélarnar með kjötstykki og
hlaða utan á grindina, þar til ekkert sýnist
vanta. Loks kom húðin svífandi og skelltist
utanum skrokkinn af óskeikulum vélarörmum,
og samstundis kom armur út úr vélinni og
strauk eftir samskeytunum, eins og lokað væri
með patent rennilás. Nú var bolinn kominn fast
að enda vélarinnar, en rétt um leið og hann skaust
út úr vélinni, komu tveir armar, sinn með hvort
horn og skelltu þeim á hausinn. Þá var eins
og bolinn áttaði sig á því, að eitthvað hefði
verið að gerast, hann lyfti hausnum, hristi sig
og rak upp reglulegt bolaöskur. Verkstjórinn
opnaði hurðina, og bolinn skjögraði út og virt-
ist í fyrstu vera dálítið stirður til gangs. „Hérna
er bolinn þinn, bóndi sæll“, mælti verkstjórinn,
„snáfaðu burt með hann og láttu mig aldrei
sjá ykkur aftur“. Bóndinn stóð gapandi af undr-
un, en bolinn rumdi ánægjulega, eins og hann
vildi segja: „Vertu óhræddur, við komum ekki
aftur“.
HBTBI'y IH kflBI ,r,r
UCIt&LIII PHIt
sem úrvalið er mest
Laugaveg 12. Sími 2031.
Matvörur.
Grænmeti.
Hreinlætisvörur.
Sælgætisvörur.
Tóbaksvörur.
Niðursuðuvörur.
Snyrtivörur.