Stýrimaðurinn - 04.05.1938, Side 4
4
STÝRIMAÐURINN
Vilji jiið skilta i okkar kjörum?
tímum. Svona eiga sjómenn að
velra.
Og vesalings Pálmi sem einu
sinni var stýrimaður, hann læt-
ur ekki sitt eftir liggja. Hvern-
ig á hann að skilja það, að
stýrimenn þurfi að hafa ákveð-
inn vinnutíma, maður sem vinn-
ur nótt og dag!!! Og það fyrir
sama sem ekki neitt. Líklega
hefir hann ekki til heimilis síns
nema svona 25 þúsund krónur
með öllu og öllu, og hvenær
kemur hann seinna t.il vinnu en
klukkan að ganga ellefu á
morgnana. En allir vita, að kl.
sex síðdegis er ekki svarað í
síma á skrifstofu hans. Hann
heldur því fram, að ef stýri-
menn fengju ákveðinn vinnu-
tíma og eftirvinnu, mundu þeir
skammta sér yfirtíðina sjálfir;
þannig er hann hugsandi. Gef-
ur það góða hugmynd um
hvernig muni vera stjórnin hjá
þessum fyrverandi stýrimanni,
því það sem hann ætlar öðrum,
hlýtur hann að gjöra sjálfur,
pilturinn sá. Má um þetta segja
hið sama og sagt var um mann
er lét akkerið falla í miðju At-
lantshafinu: „að þar var eng-
inn botn“.
Nýjan skóla, er stendur hátt —
en engin EÐA LlTIL RÉTT-
INDI FYRIR ÞÁ, SEM SKÓL-
ANN SÆKJA.
Báðir eiga þessir menn sam-
merkt í því, vilja skóla, er rís
hátt við himinn, en samtímis
sem þeir látast vilja það, eru
þeir að reyta réttindi sem eru
komin í hefð af stýrimönnum,
hafa þar einn sem áður voru
tveir, tvo þar sem voru þrír, og
engan þar sem einn var. Er það
í samræmi við þá lífsskoðun
sem kemur í ljós, að byggja ný
hús í landi, en kaupa elztu fá-
anlegu skipskláfana þegar þeir
fá því ráðið, þjóðinni til stór-
skaða og öryggi öllu til hnign-
unar.
Ef um tvennt er að velja,
vilja sjómenn heldur gam,lan
skóla, og ný skip, heldur en
nýjan skóla og gömul skip.
Eldhúsumræður stóðu yfir á
Alþingi á mánudags og þriðju-
dagskvöld. — Nokkrir ræðu-
manna gátu ekki á sér setið að
fara með rangfærslur um kröf-
ur stýrimanna og deiluna, sem
þeir eiga í. En Haraldur Guð-
mundsson svaraði þessum rang
færslum röggsamlega á þriðju-
dagskvöld, og kunnum við
stýrimenn honum þakkir fyrir.
Geta menn á þessu séð hvers
virði það er, að starfandi menn
eigi fulltrúa á Alþingi eins og
Hávaðinn út af stýrimanna-
deilunni sýnir hið sama og
deila togarasjómanna. Hvoru-
tveggja sýna það svart á hvítu
að allt ætlar að verða vitlaust
þegar sjómenn, framleiðslu-
stétt þjóðarinnar fer fram á
kjarabætur. — Þó ekki muni
meiru en því, að kaupið hækki
sem svarar því, sem dýrtíð hef-J
ir aukist síðan síðustu samn-
ingar voru gerðir, eða vinnu-
tími sé ákveðinn, þá ætlar allt
að verða vitlaust, þá þykir svo
mikið við þurfa, að jafnvel
þeir, sem aldrei geta á sárs-
höfði setið, skríða saman í
sameiginlegum vilja til þess
að kúga samtök sjómanna og
koma í veg fyrir það, að þeir
fái nokkrar kjarabætur.
Þetta hefir komið í Ijós í
hinni nánu samvinnu Fram-
sóknar og Sjálfstæðismanna
gegn sjómönnum, bæði í tog-
aradeilunni og nú í stýrimanna
deilunni.
Til þessa hafa stýrlmenn
haft algerlega ótakmarkan
vinnutíma, samkvæmt skýrsl-
um þeirra, er meðalvinnutími
þeirra um 12,5 stundir á sól-
arhring, íalla daga ársins
helga sem rúmhelga.
Deilan nú stendur fyrst og
fremst um það að fá þessu
breytt. Stýrimenn geta ekki
unað því lengur að vera eins og
réttindalausir þrælar um borð
í skipunum, sem sé hægt að
skipa takmarkalaust og hvergi
annars staðar. Barátta alþýðu-
manna er nefnilega tvíþætt,
ekki aðeins fagleg heldur líka
stjórnmálaleg. Þetta eiga þó ó-
trúlega margir starfsmenn enn
bágt með að skilja, og hefðu
þó togaravökulögin, sem Jón
heitinn Baldvinsson kom fram,
átt að sýna fólkinu þetta nógu
Ijóslega.
Stig af stigi. Þetta er í raun
og veru fyrsta harða deilan,
sem við stýrimenn höfum átt í.
Hún hefir sýnt okkur, að ekki
er allt tekið út með sældinni,
þegar alþýðan berst fyrir rétt-
indum sínum; en aðalatriðið er
að sækja í áttina, hafa fast
takmark fyrir augum, efla
samtök sín og missa aldrei
sjónir á takmarkinu. Þá mun
loks nást það sem að er stefnt.
Baráttan á að vera ábyrg en
markviss, sækja smátt og smátt
áfram og alltaf í áttina. Þá
munu kröfurnar nást að fullu.
1. stýrimaður.
séu neinar skorður reistar við
vinnutíma þeirra. Þeir vilja
hafa réttindi sín ákveðin. í
samningum 'danskra stýri-
manna, er vinnutíminn ákveð-
inn 8 stundir og þeir fá eftir-
vinnnu greidda, ef þeir vinna
fram yfir það. Stýrimenn hér
eru ekki að þessu sinni að ríg-
binda sig við kröfu um 8
stunda vinnudag, en þeir vilja
samt sem áður takmörkun og
þeir vilja fá greiðslu fyrir þá
vinnu, sem þeir láta í té fram
yfir hinn tilskilda vinnutíma.
Allir sem skrifað hafa og
talað gegn kröfum stýrimanna
hafa frá 10 og upp í 24 þús-
und króna árslaun, forstjóri
Eimskipafélagsins hefir í kaup
80 krónur á dag. — Hver er
vinnutími þessara manna? All-
ir vita að hann er ekki tak-
markaður frekar en vinnutími
stýrimanna, en sá er munurinn
að þessir menn ráða vinnutíma
sínum sjálfir og þeir, sem
eiga erinai við þessa menn á
skrifstofum þeirra vita, að þeir
sjá um það sjálfir, að vinnu-
tíminn sé að minnsta kosti ekki
reglulegur. Þessum mönnum
ferst illa að ganga fram fyrir
skjöldu í fjandskap gegn
þeim sanngjörnu kröfum um
takmörkun á vinnutímanum,
sem þeir hafa nú borið fram.
Stýrimenn finna vel hvað
að þeim snýr. Þeir hafa fundið
í þessari fyrstu raunverulegu
deilu, sem þeir hafa átt í, hvað
mikið hefir verið að marka
fleðubrosin og hólsyrðin á und-
anförnum árum. Þegar þeir
óska eftir því að fá réttindi
sín viðurkennd stirðnar brosið
á andlitum þessara herra.
Fyrir Alþingi því, er nú sit-
ur, liggur frumvarp um að
fækka stýrimönnum um borð í
skipum. Þetta er frá sjónar-
miði stýrimanna ekki annað en
broslegt brölt, sem alveg er
sama hvort það er samþykt eða
ekki því að það er ófram-
kvæmanlegt, en verknaðurinn
er sá sami og það verður að
taka viljan fyrir verkið. Þetta
er ofsókn gegn stýrimönnum
og þó að hún sé gerð af van-
kunnáttu, misskilningi og van-
þekkingu á öllum þeim mál-
um, sem að þessu snúa, þá
finna stýrimenn það, að hér
andar ekki hlýju til þeirra og
að úr þessari átt eiga þeir ekki
von á neinu góðu.
Stýrimenn hafa engar til-
hneigingar til þess að stilla upp
ósanngjörnum kröfum, sem at-
vinnurekendurnir geti ekki
undir nokkrum kringumstæð-
um gengið að. Þetta bera kröf-
ur okkar og Ijósast vitni um.
Við teljum að við eigum heimt-
ingu á því að á okkur sé litið
eins og nauðsynlega starfs-
menn, sem eigum heimtingu á
réttlátum vinnutíma eins og'
aðrir. Þetta réttlæti höfum við
ekki haft hingað til, en nú
krefjumst við þess. Vinnutím-
inn hefir verið ótakmarkaður,
litlir möguleikar hafa verið
fyrir okkur að hækka í stöð-
um og aðbúnaður margra um
borð í skipunum hefir verið
fyrir neðan allar hellur. Má til
dæmis geta þess, að svefnklef-
ar sumra stýrimanna eru þann-
ig úr garði gerðir, að þeir eru
fullar af sjó þegar nokkuð er
að veðri. Myndi mörgum há-
launamanninum í landi, sem
sjálfur ræður sínum vinnutíma
líka illa slíkar vistarverur og
hætt er við að þeir yrðu þeir
kröfuhörðustu til atvinnurek-
enda, ef þeir kæmust alt í einu
inn í okkar stétt.3. stýrimaður
Nýjasta skip sænsku Ameríkulmuimar,
„Stockholm“, byggt í Trieste á Ítalíu.