Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Blaðsíða 10
beitt af einræðisvaldi, og verið fyrirmunað að neyta
kosningarréttar og margt fleira.
Tilgangur minn með því að tala inn á þessa plötu
er sá, að láta íslenzku þjóðina og aðrar lýðræðisþjóð-
ir heimsins vita, hve hörmulegum rangindum og ó-
réttlæti íslenzka þjóðin hefur verið beitt á hinu
fyrsta ári lýðveldis íslands, eftir 700 ára kúgun og
undirokun erlends valds.
í júnímánuði 1945 átti þjóðin sjálf að ráða, og
kjósa sér þjóðhöfðingja, en þá var ekki nema um tvo
að velja sem forseta hins íslenzka lýðveldis, mig, Jó-
hannes Kr. Jóhannesson, og Svein Björnsson, og höfð-
um við báðir boðið okkur fram til þessa mikilvæga
tignarstarfs.
Það var vitanlegt að ég átti meðal þjóðarinnar, og
sérstaklega hjá alþýðustéttinni, miklu meira fylgi, og
þess utan átti ég miklu sterkari og traustari aðstöðu.
meðal allra valdhafa veraldrinnar, vegna margra ára
friðarstarfsemi minnar og kraftaskáldskapar. Þessir
þjóðhöfðingjar og valdhafar eru mér flestir kunnir
af bréfaskriftum okkar á millum, enda líka hafa þeir
sæmt mig heiðursmerkjum þeim, sem mest eru talin
í þeirra löndum. Auk þess hafa Bandaríki Ameríku
sæmt mig þeim mesta heiðri, sem þessi voldugu lýð-
ræðisríki hafa sýnt nokkrum manni, með því að gera
mig að heiðursforseta Bandaríkjanna án peninga-
launa.
Forsetaframboð mitt 1945 kom aldrei fram til kosn-
10