Eldhúsbókin - 10.04.1965, Page 8

Eldhúsbókin - 10.04.1965, Page 8
BLÓMAÞÁTTUR INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Vorverk I garðmum Hibs er ræktað til skjóls, skrauts og berja- tekju og þrífst við næsta margvísleg kjör. En eigi að vænta mikillar berjatekju, þarf það sólríkan stað og frjósama, vel framræsta mold. Bezt er að gróðursetja ribsið 1 raðir með IV2 —2 m bili milli runnanna. Plönturnar fást venjulega keyptar í gróðrarstöðvum á vorin, en líka er sæmilega auðvelt að fjölga ribsi heima í garði með græðlingum, það er 20—30 cm löngum ungum greinastúfum, sem eru teknir áður en ribsið fer verulega að laufgast og settir skáhallt niður í raka mold, þannig að mestur hluti þeirra sé hulinn moldu. Síðan er moldinni þjappað vel að og séð fyrir nægri vökvun meðan græðlingurinn er að festa ræt- ur. Klipping runnanna er mikilsvert atriði, sem alls ekki má vanrækja. Venjulega er hagkvæmt að laga runnann með klippingu um leið og gróðursett er. Má stýfa verulega af öllum löng- um greinum. Nýjar greinar vaxa fljótt neðan frá í staðinn. Síðan þarf árlega að laga berja- runnann með hníf eða trjáklippum. Meðan runnninn er að ná hæfilegum þroska eru aðal- greinar styttar nokkuð á vorin. Oft þarf líka að stytta aukagreinar og sníða sumar alveg af svo runnurinn verði ekki of þéttur. Skemmd- ar greinar og krosslægjur eru einnig numdar brott. Runnurinn á að vera allaufgaður neðan frá rót. Tveggja til þriggja ára gamlar greinar bera mest og bezt ber, en gamlar greinar verða smám saman ófrjóar og mosavaxnar. Þarf að sníða gömlu greinamar af á vorin og yngja þannig stöðugt upp berjarunnana. Þá verður uppskeran ríkulegust. — Aðra garð- runna og garðtré þarf venjulega einnig að laga með klippingu á vorin. Sníða ber af skemmd- ar greinar og greinar, sem liggja of þétt saman Ef tréð á að verða hávaxið, er greinum neðan- til á bolnum smáfækkað; en ekki of gassalega mikið í einu, svo tréð bíði ekki hnekki. í stór sár skal bera olíumálningu, þó aðeins í sárið, en ekki út á börkinn. Flest tré eru aðallega klippt til á vorin, en birki þykir samt hag- kvæmast að klippa á haustin, eftir lauffallið aðallega. Tré og runnar, sem notuð eru í skjól- belti, eru auðvitað klippt á allt annan hátt en venjuleg garðtré. Þau eiga að mynda þéttan, lifandi vegg og skal haga klippingu samkvæmt því. Gangið um bæinn og 1 gróðrarstöðvarnar og lítið á limgerðin. — Páskaliljur blómgast snemma móti sól og skjóli og varpa gullnum ljóma á garðana. Þær eru einnig góð afskurð- arblóm, sem taka má utan úr garði þegar gult byrjar að sjást í niðurbeygðum blómknappn- um. Þær eru síðan látnar í vatn alveg upp að brómknapp og geymdar þannig í skugga í hlýju herbergi í sólarhring, áður en þær eru settar í grunnt vatn í blómvasanum. Gott er að skipta daglega um vatn og skera um leið smásneið neðan af stönglunum. Perluliljur (Muscari) haldast og vel afskornar. T E .r U R Bananaterta Tertubotnar: 4 ces. 150 s sykur, 50 s hveiti, 50 s kartöflu- miöl, 1 tsk lyftiduft. Fylline: 3 dl mjóik, 2 eggjarauður, 2 tsk hveiti, vanilla. 2 msk sykur, 2 bananar. Skreytine: Bananar oe beyttur rjómi. Eggjarauðumar eru beyttar með sykrinum, bar til bær eru hvítar. Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti er blandað saman og bví hraert út í eggjahræruna. Eggjahvítumar em stífbeyttar og beim blandað varlega saman við, að síðustu. Deiginu er skipt í tvennt. í annan helminginn er blandað % tsk kanil, % tsk múskat og Vz tsk negul. Botnamir em bakaðir við góðan hita. Þegar beir em kaldir er hvomm fyrir sig skipt í tvennt. Eggjarauður, hveiti, sykur, mjólk er beytt saman og sett í pott. Hitað að suðu og stöðugt hært í á meðan. Gæta verður bess að bað sjóði ekki. Hrært í bví, bar til bað er kalt, bá er bað bragðbætt með vanillu og bananasneiðunum bætt út í. Tertubotnarnir eru lagðir saman bannig að fyrst er dökkur botn, bá ljós, síðan aftur dökkur og að lokum ljós. Krem er látið á milli allra botnanna. Tertan er skreytt með beyttum rjóma og bananasneiðum. Marengsterta 125 g smjörlíki. 125 s sykur, 4 eggjarauður, 2 msk rjómi, 125 g hveiti. 3 tsk lyftiduft. Smjörlíki og sykur er hrært ljóst og létt, eggjarauðurnar hrærðar saman við ein í einu, svo og rjóminn. Lyftiduftið er sett saman við hveitið og bví hrært saman við. Deigið er bakað í tveim vel smurðum kringlóttum tertumótum, í ca. 20 mín. við 225° hita. 4 eggjahvítur eru stífbeyttar með 8 msk af sykri. Kökubotnamir eru látnir kóhia og eggjahvítumassanum smurt ofan á bá. Síðan eru beir settir í ofninn aftur, en nú má ofn- inn ekki vera heitari en 150°. Bakað bar til marengsinn hefur fengið lit. Rétt áður en tertan er borin fram er hún lögð saman með 2 dl af beyttum rjóma, bairnig að marengshliðin snúi upp á beim báðum. 32

x

Eldhúsbókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.