Eldhúsbókin - 10.09.1968, Síða 2
1. Salamipylso með sveppasneið.
2. Kavíar og sífróna.
3. Rauðbeður, agúrka og epli fint saxað
eða rifið og blandað soman við ma-
yonnaise.
4. Smurostur og paprika.
5. Ostsneið með púrruhringjum.
6. Gróðostur hrærður með steinselju og
ólíva.
7. Humar- eða krabbasalat.
8. Blaðsalat með gróðosti.
9. Saltkjöt vafið um ost/smjör/stein-
selju, skorið í sneiðar.
10. Sildarmauk úr túbu og súr agúrka.
Góðostur hrærður með nokkrum
dropum af sítrónu og dól. af þeytt-
um rjóma. Kúmen eSa kavíar stróð
yfir.
12. Hnetusmjör með einni hnetu ofon ó.
13. Eggjahlaup með bitum of reyktum
laxi.
14. Rauður kaviar með hróum lauk-
hringjum.
15. Agúrkusneið með lifrorkæfu.
16. Mjólkurostur með ólivum.
17. Sítrónusneið með marmelaði.
18. Berjahlaup.
19. Saxaðar rækjur með mayonnaise.
Skreytt með einhverju grænu.
20. Smáttsaxaður pickles og að sinnepi. Paprika. epli bland-
21. Camembert.
22. Persiljusmjör og spegepylsa.
23. Bananasneið með chutney.
24. Sinnepssmjör, skinkustrimlar og
mandarínubátar.
25. Egg og ansjósa með kapers.
26. Smátt skorið saltkjöt smjör. og sinneps-
27. Lifrarkæfa og ólívur.
28. Smátt skorin skinka í Paprikaduft. mayonnaise.
y
PINNAMATUR framh. af forsíðu.
11.
GRÆNMETISNEYZLA
framh. af bakáðu.
Karótínið í grænmeti nýtist bet-
ur, ef grænmetið er soðið í ein-
hvers konar fitu, eða fita borðuð
með, t. d. rjómasósu hellt yfir sal-
at úr rifnum gulrótum.
Æskilegt er að hafa einn græn-
metisrétt á borðum á hverjum
degi, hann getur ýmist verið aðal-
réttur eða fylgiréttur. Útbúa má
hina fjölbreytilegustu rétti úr
soðnu nýju grænmeti, svo nefnd
grænmetisföt, margs konar græn-
metisbakstra (gratin og soufflé),
grænmetissúpur og hrá salöt, sem
borðuð eru með kjöti, fiski eða
brauði. Gott er að hafa fjölbreytni
í vali á grænmeti jafnt sem mat-
reiðsluaðferðum til að fá sem
mesta fjölbreytni í fæðið og þau
næringarefni, sem grænmetið hef-
ur að geyma.
GRÆNMETISF AT
1 blómkálshöfuð
250 g gulrætur
y4 kg dós niðursoðnar grænar baunir
2—3 tómatar
salatblöð
steinselja.
Sjóðið blómkál og gulrætur hvort
fyrir sig. Hitið grænu baunirnar.
Skerið tómatana í báta. Raðið þessu
á fat, þannig að litirnir fari vel
saman, skreytið fatið með nokkrum
salatblöðum og stráið saxaðri stein-
selju yfir grænmetið. Berið fatið
fram sem sjálfstæðan rétt til há-
degis- eða kvöldverðar. Berið hrært
smjör með: Hrærið lint smjör út með
köldu vatni, setjið lítið í einu, þar til
smjörið er orðið Ijóst og létt. Krydda
má með ýmsu smátt söxuðu b/að-
kryddi, einnig er gott að blanda
smurostum saman við smjör og bera
fram með grænmetisfatinu.
PAPRIKURÉTTUR
300 g saxað kjöt
2 msk smjör eða smjörl.
4 ný paprikuhulstur
4 tómatar
3 laukar
1 i/2cil vatn
2—3 msk tómatkraftur
1 y2 tsk salt
1 dl klippt steinselja.
Brúnið kjötið í smjöri (eða smjörl.).
Takið kjarnann úr piparhulstrunum.
Dýfið tómötunum S heitt vatn, takið
hýðið af þeim og flysjið laukinn.
Skerið allt grænmetið í sneiðar og
brúnið það nokkra stund með kjöt-
inu. Hellið vatninu yfir og bragð-
bætið með salti og tómatkrafti.
Sjóðið réttinn við vægan hita i lukt-
um potti eða pönnu ca. 15 mín-
útur. Stráið saxaðri steinselju yfir
og berið soðnar kartöflur eða soðin
hrísgrjón með.
MINESTRONE-SÚPA
150 g reykt flesk
2 msk hrísgrjón
1 I vatn
2 gulrætur
1 blaðlaukur
400 g hvítkál, skorið í ræmur
4 kartöflur
2—3 msk tómatkraftur
1 tsk mejram
1—2 súputeningar
salt
rifinn ostur, steinselja.
Skerið fleskið í teninga og brúnið
í potti ásamt hrisgrjónunum. Hreins-
ið rótarávextina og skerið i sneiðar
eða rífið á rifjárni. Blandið öllu
grænmetinu í pottinn ásamt vatn-
inu, tómatkraftinum og mejrami.
Sjóðið við vægan hita um það bil
ý2 klst. Setjið þá súpukraftinn sam-
an við og bragðið súpuna til með
salti, rifnum osti og steinselju. Berið
súpuna fram vel heita.
PRESSU GERSB AKSTUR
framh. af bls. 67.
Velgið rjómann (mjólkina) að-
eins og hrærið gerið út. Bætið
út í næstum öllu hveitinu og slá-
ið deigið með sleifinni þar til
það Iosnar frá skálinni. Þó er
það sett á hlýjan stað og látið
hefast.
Á meðan er eggið og eggja-
rauðurnar hræðar með smjöri,
sykri og salti. Bætið vanillusykri,
sítrónuhýði, rúsínum, súkkati,
appelsínuhýði í ásamt gróft söx-
uðum möndlunum. Blandið þessu
öllu í hefað deigið og bætið því
sem eftir var af hveitinu saman
við. Síðan látið hefast aftur.
Deigið er mjög laust í sér og er
hellt beint í 2 smurð form sem
hafa verið hveiti stráð.
ATHUGIÐ
Að allt góðgætið í þessari
köku gerir deigið þungt í sér og
orsakar að það hefast hægt.
Formin fyllist aðeins að hálfu.
Penslið deigið með hrærðri
eggjarauðu og dálitlu vatni og
skreytið með gróft söxuðum
möndlum. Bakið kökurnar við
ca. 200-225° (400-440° F) í
ca. 20 mínútur. Kökurnar kólni
í formunum áður en þær eru
teknar úr.
SKÓLATÖSKUR Framh. af bls. 69.
ætti hann helzt að vera vætuvarinn.
Málmplötur, lásar og pinnar verða að
vera úr ryðfríu efni.
Brúnir töskunnar ættu að vera styrkt-
ar# sérstaklega á loki, botni, og gott er
að hafa hornin, sérstaklega þau neðri,
úr leðri eða sterku plasti. Saumarnir eru
mjög varhugaverðir, gætið þess að sporin
séu ekki saumuð of þétt, því að þá vill
frekar slitna út úr þeim. Reimar á loki
ættu að vera festar með nöglum eða
pinnum. Séu þær saumaðar getur kant-
bandið brostið, og þá líður ekki á löngu,
þar til efnið sjálft rifnar. Splittnaglar
eiga ekki að vera festir í pappa, heldur
í málmplötu eða þar, sem efnið hefur
verið styrkt með sterku plasti. Þetta á
sérstaklega við um festingar við spenn-
ur, hanka og ólar. Skólataskan á að vera
létt og einföld. Henni er venjulega læst
með lás eða bara spennu. í síðara til-
vikinu er hægt að ráða, hve þétt tösk-
unni er lokað og gefa eftir, ef barnið vill
geyma t. d. sundföt undir lokinu.
Að lokum þetta: Foreldrar! Vandið vel
valið á skólatösku barnsins og gætið þess
að það beri töskuna rétt, af hvaða gerð
sem hún er. Barnið ber skólatösku næst-
um hvern dag vikunnar í a. m. k. 8 vet-
ur og jafnvel lengur. Sé skólataskan
þannig útbúin að hægt sé að bera hana
á víxl á baki, á öxl og í hendinni, þá
látið barnið notfæra sér þá kosti. Sé
ætlazt til að taskan sé borin á öxlinni,
er gott að barnið skipti um og beri tösk-
una til skiptis á vinstri og hægri öxl. Sé
taskan borin á bakinu, gætið þess þá að
hún sé rétt staðsett, þ. e. að hún liggi
að bakinu, ekki of hátt, heldur þannig
að neðri brún hennar nemi við lendarn-
ar. Sjá mynd nr. 2. Stúlkan á mynd nr. 1
aftur á móti stendur ekki rétt. Og að end-
ingu: Fyglist með því að barnið hafi ekki
meira í töskunni en nauðsynlegt er
1 2