Eldhúsbókin - 10.09.1968, Síða 3

Eldhúsbókin - 10.09.1968, Síða 3
PRESSUGERSBAKSTUR Bakstur hefur alltaf verið snar þáttur hjá hverri húsmóður og sá hluti húsmóðurstarfsins, sem hvað mest áherzla hefur verið lögð á. Sumpart vegna þess, að það þorgar sig oft að baka sjálfur og sumpart vegna þess, að húsmæðurnar vilja nota sínar eigin uppskriftir og hafa fjölbreytni í bakstrinum, og þar að auki hafa heimabakaðar kök- ur meira geymsluþol. Hveitið, sem bakað er úr á alltaf að sigta. Þá fæst meira loft I það, og allur bakstur verð- ur léttari. Hveiti í gerdeig á alltaf að vera við stofuhita, því sé hveitið kalt, er seinlegra að fá lyftingu í deigið. Vökvinn, sem notaður er á alltaf að vera ylvolgur, 30-40° hvort sem notað er mjólk, vatn eða undanrenna. Gerið er fáanlegt í 1 kg. pakkningum (pressuger) og þurr- ger (þurrkað pressuger) er selt [ 450 gramma dósum. Það er mjög mikilvægt, að gerið blandist vel í deigið og þarf að því að hrærast vel út áður en því er blandað í hveitið. Bezt er að hræra því út með ylvolgum vökvanum, sem síðan er hrært út í hveitið og slegið með sleif þar til það losnar við skálina og eltir sleifina. Heppi- legt er að nota ekki allt hveitið, sem upp er gefið í uppskriftinni strax. Það ér tekfð frá og geymt til að strá undir og yfir deigið í skálinni. 10 GR. PRESSUGER = 1 TSK. ÞURRGER Pressugersdeig er látið hefast tvisvar. Þegar gerinu hefur ver- ið blandað í deigið er það sett á hlýjan stað (t.d. yfir eldavél- ina, þar er hitinn frá ofninum) og rakt stykki breitt yfir skálina. Þegar það hefur lyft sér um helming er það tekið og hnoðað og mótað í þá lögun sem ætlun- Sáldrið hveitið og myljið smjörið I. Setjið salt og sykur í. Vætið I með gerinu uppleystu í ylvolgri mjólkinni. Látið hefast í skál, síðan hnoðað og mótað. Sett annað hvort í form eða á bökunarplötu. Látið hefast aft- ur. Síðan bakað við ca. 200°- Rakt stykki lagt yfir skálina með deiginu og látiS hefast á hlýjum staS. 225° (400-440° F) í ca. /2 klst. Penslið að ofan með vatni. VÍNARHRINGUR ca. Vi kg. hveiti 1 tsk. kardemommur 50 gr. ger 4 dl. mjólk 100 gr. sykur 1 egg 250 gr. smjörliki Fylling: 100 gr. saxaðar möndlur — 100 gr. sykur eggjahvíta Sykurbráð 150 gr. flórsykur vatn, nokkrir dropar olia saxaðar möndlur og skrautsykur. Lagið gerdeigið á venjulegan hátt og látið hefast um helming. Hnoðið og fletjið út I 40x80 cm. köku. Setjið fyllinguna á miðj- una og brettið barmana upp svo fyllingin hyljist. Sett á smurða plötu og búinn til hring- ur. Látið hefast og söxuðum möndlum og skrautsykri stráð yfir. Bakað við 225° (440°F) í ca. 30 mínútur. Sykurbráðin sett á þegar kakan er næstum köld. Vinarhringur. Þar eð pressugerið er byggt upp af lifandi frumum er geymsluþol þess takmarkað. Það á að geymast í kulda. Það má geyma I frysti, en sé það gert, verður að þýða það hægt upp fyrir notkun. Kraftur og hæfi- leikar gersins dvína við ranga og langa geymslu. Þurrger geymist aftur mjög vel í þurri og kaldri geymslu, ef baukurinn er þétt 67 lokaður. in er að baka úr, hverju sinni. Síðan er það aftur sett á hlýja staðinn og látið hefast ó ný áður en það er bakað. HVEITIBRAUÐ /4 I. mjólk 50-70 gr. smjör (smjörlíki) 50 gr. ger ca. 1 kg. hveiti 2 tsk. sykur /2 tsk. salt. KRINGLA 2/2 dl. mjólk 100 gr. smjörlíki 30 gr. ger 1 dl. sykur /4 tsk. salt ca. 1 I. hveiti Fylling: 1 /2 dl. rúsinur 1 dl. súkkat 5 msk. smjör 1 dl. flórsykur Skreyting: skrautsykur, eggjahvita saxaðar hnetur. Velgið mjólkina. Setjið smjör- líkið í smá bitum saman við og hellið yfir gerið, ásamt salti og sykri. Hveitinu hrært upp í vökv- ann (haldið þó hluta af því eftir) DeigiS hnoðað með hveitugum hönd- um. Látið hefast. Síðan er þvi sem eftir var af hveitinu hnoðað upp í og deigið flatt út í tvennu lagi, í ca. 40 cm. langa lengju. Hrærið saman smjör og flór- sykur og smyrjið langs eftir lengjunni. Stráið rúsínum og súkkati yfir og brettið barmana yfir. Samskeytin snúi niður á plötuna. Mótað eins og kringla á bökunarplötuna. Látið hefast. Penslað með hálfþeyttri eggja- hvitu. Bakað við 200° (400° F) í ca. 15-20 mínútur. FÍN JÓLAKAKA 2 /2 dl. rjómi eða mjólk 30 gr. ger 1 egg 2 eggjarauður 100-125 gr. smjör 2 dl. sykur /4 tsk. salt 1 msk. vanillusykur rifið hýði af /2 sítrónu 1 dl. rúsínur 1 dl. súkkat 1 dl. saxað appelsínuhýði 1 dl. möndlur ca. 550 gr. hveiti (ca. 1 líter) framh. á bls. 66.

x

Eldhúsbókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.