Eldhúsbókin - 10.03.1977, Síða 3
FRAMHALD AF BLS. 23
heitari ofn í 1 klst. Stingið í þær meö prjóni, þær eru til-
búnar þegar þær eru mjúkar í gegn. Berið þær á borð með
kjötbollunum ásamt hrærðu smjöri.
Bakaðar kartöflur
10—15 stórar kartöflur, dálítil matarolía, salt, ca. 100 g
smjör, paprika.
Burstið kartöflurnar vel og þurrkið þær síðan. Smyrjið
þær utan með matarolíu. Raðið kartöflunum í ofnskúffu og
bakið þær í 225°C heitum ofni í ca. 45 mín., eða þar til
þær eru mjúkar. Takið kartöflurnar úr ofnskúffunni, skerið
kross ofan í þær með beittum hníf og þrýstið á kartöflunar
þannig að krossinn opnist. Setjið kaldan smjörbita í hvern
kross og stráið papriku yfir.
Kjötbollur með bökuðum kartöflum
Franskar kartöflur
2 kg stórar kartöflur, salt, % kg jurtafeiti eða 1 líter matar-
olía.
Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í fingurþykkar steng-
ur. Þerrið kartöflunar vel. Hitið feitina í potti með þykkum
botni, þegar franskbrauðsteningur verður Ijósbrúnn á
einni mínútu, hefur feitin rétt hitastig, 180°C. Steikið hluta
af kartöflunum í einu, tvisvar sinnum hvern hluta. Fyrra
sinnið í ca. 4 mín., þá eru þær teknar upp með gataspaða
og látið renna vel af þeim. Þetta má gera með góðum
fyrirvara. Síðan eru þær steiktar aftur rétt áður en þær eru
bornar fram, þar til þær eru fallega brúnar. Raðað á eldhús.
pappír og salti stráð yfir.
Sem forrétt með kjötbollunum stingum við upp á síldar-
rétti og sem eftirrétt einhvern góðan eplaábæti.
Karrýsíld
8—10 marineruð síldarflök, 2—3 epli, 2 laukar, 300 g olíu-
sósa, 1 dl rjómi, ca. 1 msk karry, dálítill sítrónusafi, salt.
pipar. Skraut 2—3 tómatar, 2 harðsoðin egg, karsi eða dill.
Skerið síldarflökin í litla bita og raðið þeim á stórt fat.
Afhýðið eplin og fjarlægið kjarnana og skerið þau í litla
báta. Skerið laukana í hringi. Raðið eplum og lauk ofan á
síldarbitana. Þeytið rjómann stífan og hrærið honum sam-
an við olíusósuna. Bragðbætið með sítrónusafa og karrý.
Kryddið með salti og pipar. Setjið olíusósuna yfir síld, lauk
og epli og skreytið með tómatbátum, eggjasneiðum og ein-
hverju grænu.
Karrýsíld
Eplaterta
350 g hveiti, 190 g smjörliki, 80 g flórsykur, 1 egg. Fylling:
1 kg epli, 1 dl rúsínur, 1 dl koníak eða sherry, 80 g sykur, 1
tsk kanill, 12—14 möndlur, 3 dl þeyttur rjómi.
Látið rúsínurnar liggja í víninu yfir nótt. Myljið smjör-
líkið saman við hveitið, setjið flórsykur og egg saman við
og hnoðið deigið þar til það hangir saman, alls ekki lengur.
Geymt á köldum stað í V2—1 klst. Smyrjið tvö tertumót eða
eina litla ofnskúffu og klæðið þau með deiginu. Pikkið í
deigið með gaffli. Bakið það í 15 mín. við 200°C. Afhýðið á
meðan eplin og fjarlægið kjarnana. Skerið þau í mjóa báta.
Blandið saman kanil og sykri. Takið hálfbakaða tertubotn-
ana úr ofninum og raðið í þá eplabátum, kanilsykri og rús-
ínum. Bakað áfram í 15 mín. Afhýðið möndlurnar og skerið
þær í flögur. Ristið möndluflögurnar á heitri þurri pönnu.
Stráið þeim yfir eplatertuna sem borin er fram volg með
þeyttum rjóma.
Auðveld eplakaka
11/2 kg epli, 100 g sykur, 1 tsk vanilla, 500 g eplakökurasp
(brúnað rasp og sykur), 2 dl rjómi, sulta.
Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnana og skerið þau í bita.
Setjið eplabitana í pott, hellið 1 dl af vatni yfir og sjóðið
eplin mjúk í ca. 15 mín. Bragðbætið með sykri og vanillu.
og kælið eplamaukið síðan. Setjið eplamaukið í 2 stórar
skálar með eplakökuraspi á milli laga. Byrjið og endið með
raspi. Skreytið með smátoppum af stífri sultu eða hlaupi
og rjómatoppum. Berið þeyttan rjóma með.
Fljótlegt
og gott
Reykt medisterpylsa eða kjöt-
búðingur er skorin í sneiðar sem
eru brúnaðar á pönnu. Sett i eld-
fast mót ásamt brúnuðum lauk.
Pannan skoluð með kaffirjóma og
tómatsósu og hellt yfir pylsu og
lauk. Sett í meðalheitan ofn í ca.
15 mín. Borið á borð með kart-
öflumús.
Ostbakaðar kartöflur eru góðar
með allskonar reyktu kjöti. Sker-
ið soðnar kartöflur í sneiðar og
setjið þær í smurt eldfast mót.
Stráið yfir salti og pipar og rifn-
um osti. Hellið bræddu smjöri yfir.
Fatið er sett í heitan ofn, þar til
þær hafa fengið fallegan lit.
Kalt nautakjöt er mjög gott ofan
á brauð. En það er ennþá betra ef
þið hrærið dálitlu af piparrót
saman við smjörið sem þið smyrjið
með.
Með grillsteiktu kjöti má bera
alls konar olíusósur. Reynið þessa
einhverju sinni. Hrærið oliusósu út
með rauðrófusafa, þar til hún
verður falleg á lit. Setjið siðan
saman við sósuna sýrðar rauðróf-
ur, sýrðar agúrkur, hráa eplaten-
inga, og þunnar selleriræmur. Sett
í skál sem klædd er grænum salat-
blöðum.
Smyrjið gróft brauð með smjöri.
Hrærið saman lifrarkæfu og brún-
aða sveppi, sultaðan lauk, rauða
paprikubita og steinselju. Setjið
þetta þykkt á brauðsneiðarnar og
skreytið þær með einhverju af því
sem hrært var saman við lifrar-
kæfuna.