Eldhúsbókin - 10.03.1977, Qupperneq 4

Eldhúsbókin - 10.03.1977, Qupperneq 4
Hrein tönn skemmist ekki Það þarf vart að endurtaka það spak- mæli, að hrein tönn skemmist ekki, en hér er þó alls ekki um nein ný sannindi að ræða. Þau voru sett fram þegar fyrir aldamótin — „a clean tooth does not decay." Með öðrum orðum, þá er það mögulegt að forðast tannátu, þegar hver og einstök tönn er vandlega hirt. Á siðastliðnum áratugum hefur þetta spakmæli nokkuð verið endurbætt, og mætti nú orða það svona: „Sé bæði tönn- um og tannholdi haldið hreinu er bæði hægt að fyrirbyggja tannskemmdir og bólgu í tannholdi." Gildir slik fullyrðing fyrir alla? Hvaða skilyrði verður þá að uppfylla? Skaðleg skán á tönnum Það getur vart talist framkvæmanlegt að halda bæði tönnum og tannholdi alltaf hreir.um. Glerungurinn verður stöðugt þakinn proteinefnum úr munnvatninu. Sýki- ar úr munnholdinu eiga tiltölulega auð- velt með að festast [ þessa húð. Afleið- ingin getur orðið tannskán, sem saman- stendur nær eingöngu af sýklum. Sé mikið drukkið og borðað af sykur- ríkri fæðu, myndast efnasambönd t tann- skáninni. Sýklarnir mynda þá sýru, sem smám saman eyðir öllum kalksaltpétur úr yfirborði tannanna, og er það byrjun tann- átu. Um leið taka sumir sýklanna að fram- kalla bólgu i tannholdi. Þegar tannskemmd- in hefur étið sig í gegnum glerunginn, byrjar hún á tannbeininu fyrir innan. Verði ekki gripið til ráða gegn sjúkdómnum, heldur eyðileggingin áfram og brátt mynd- ast bólga í tanntauginni, sem oft fylgir sterkur sársauki — tannpína. Það tjón, sem orðið hefur á tönninni, getur hún ekki bætt sjálf. Svo og mun bólga í tanntauginni geta valdið óbætanlegum skaða á rót tannanna í kjálkanum. Þetta hefur verið margsannað með til- raunum, sem gerðar hafa verið á dýrum og mönnum. Tannáta var mest og algeng- ust hjá þeim sjúklingum, sem höfðu neytt sykurrikrar fæðu I smáskömmtum milli mála. Sýrumyndunin er mest fyrstu mfnúturn- ar eftir að sykurs -hefUR. verið neytt og sterkust þegar karbóhydröt hafa borist að. Það er að segja, þegar sælgæti og önnur ónauðsynleg fæða hafa borist um munn- inn. Ýmsar athuganir sýna að bólgan i tann- holdinu er mjög nátengd magni bakteríu- skánar á tönnunum. Sykur — erkióvinur tannanna í sykri eru eintómar hitaeiningar sem líkaminn hefur enga þðrf fyrir. Engu að slður neytir hver Islendingur um 50 kíló- gramma af sykri á ári, þegar mest er. Nær- ingarsérfræðingar telja þessa sykurneyslu allt of mikla og ónauðsynlega, þar sem allt of mikið brennsluefni berst þá til líkam- ans. Um ieið berst of lítið annarra efna, sem líkaminn þarfnast, en fita safnast utan á líkamann. Aldrei virðist hægt að koma fólki I skiln- ing um það, að þvi meira sem neytt er af sykri, því meiri eru Iíkurnar til að tann- skemmdir byrji. Hættan er mest þegar syk- urríkrar fæðu er neytt milli máltíða. Magn- ið sem neytt er í hvert skipti skiptir minna máli, en hve oft þess er neytt. Enn litill súkkulaðibiti eða jafnvel hálfur er nóg til að tannáta geti hafist. Svo hættan á tannskemmdum minnki verður að minnka magn þess sykurs, sem neytt er daglega, mjög mikið. Ennþá betra væri að neyta eingöngu sykurlausrar fæðu. Takið eftir þvl, að f einstaka fæðutegund- um er mjög mikill sykur. í sultu t.d. er blandað 1 kg af sykri við 1 kg af berjum. Sykraðar saftir geta fyrir þynningu inni- haldið um 50% sykurs. í seinni tið er farið að selja sykurlaust tyggigúmmf, sykurlausar brjóstsykurstöflur, súkkulaði með gervisykiirbragði og sykur- lausa sultu. Allir geta notað vörur fyrir sykusjúka. Einnig er farið að hætta að nota sykur til að húða með lyfjatöflur. Munnvatnið er verndari tannanna Ef starfsemi munnvatnskirtlanna hættir eða minnkar — s.s. eftir geislameðferð — eru áhrifin fljót að koma i Ijós. Tann- skemmdir aukast. Munnvatnið inniheldur sýkladrepandi efni, og geta stundum eytt áhrifum sýru. Auk þess þynnir munnvatnið sykurupnlausnir í munninum, og getur auðveldlega skolað burtu matarleifum. Margir læknar eru að komast á þá skoð- un, að vert sé að auka starfsemi munn- vatnskirtlanna, annars vegar með þvf að borða súrari fæðu en vanalega og líka með því að tyggja iengur. Athugið sjálf hvort tennurnar eru hreinar Það getur reynst erfitt. Tannskánin er eins á litinn og tennurnar. Og það er ekki svo auðveit að athuga munninn á sér, jafn- vel_ þó spegillin sé góður og birtan skær. í þvi tilviki geta litarefni 1 töfluformi komið að góðu gagni. Þegar slík tafia er tuggin, blandast litarefnin munnvatninu. Þegar upplausnin skoiast um tennurnar, festast litarefnin við skánina og sýna hvar hún er mest. Þetta tekst einkar vel, ef tennurnar hafa fyrst verið hreinsaðar á venjulegan hátt. E1 það hefur verið gert vel, munu litarefnin festast á þá skán, sem eftir er, og sýna, hvar ekki hefur verið hreinsað nægilega vel. Eftirá ætti að reynast auðvelt að fjar- lægja litarefnin með tannbursta, tannstöngl- um og tannþræði auk þess, sem skola ber munninn vandlega með vatni. Einnig má nota veika joðupplausn til að fjarlægja skánina. Tannburstun — hvenær og hve oft? Hér eru vísindamenn ekki á eitt sáttir. Eftir hverja máltið, var áður fyrr sagt. Marg- ir halda þvi fram, að einu sinni á sólar- hring sé nægilegt, sé það framkvæmt vel og rækilega. Hugsanlegt er, að tann- skemmdafræðingar og tannsérfræðingar iáti fagsjónarmið sin skyggja á hagsmuni al- mennings. Kannanir hafa leitt í Ijós að flestir bursta tennurnar tvisvar á dag, þ.e.a.s. við höfuð- máltíðir, kvölds og morgni. Senn'legast eru þeir langtum fleiri, sem bursta tenn- urnar fyrir morgunverð en eftir. Það fólk verður að taka upp nýjar venjur. Það er eðlilegast að bursta tennurnar strax eftir matinn. Auk þess ber að bursta þær og hreinsa sérstaklega vel á kvöldin. Margt bendir til þess að hið almenna heilbrigðiseftirlit, auk kennara og tann- lækna, ætti að hvetja fólk til að halda við þeim sið að bursta tennur daglega. Kann- anir sem gerðar hafa verið meðal stúdenta hafa sannað, að tannburstun tvisvar a dag (þar af ein sérlega rækileg) er nægileg hjá flestum til að halda skánmyndun I skefj- um.

x

Eldhúsbókin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.