Eldhúsbókin - 10.03.1977, Side 7

Eldhúsbókin - 10.03.1977, Side 7
Hólmfríður Árnadóttir handíðakennari Vesti StærSir: 38—40—42 VestiS er prjónað úr lopa (ca. 450 gr.}. Prjón- ar 2 stk. nr. 31/2 og 2 stk. nr. 6 hæfa fyrir þann þéttleika er gefinn er í uppskriftinni. Munsturprjón prjónað á prj. nr. 6, 12 I. og 28 umf. mæla 10x10 sm. Standist þau hlutföll ekki er nauðsynlegt að breyta prjónagrófleikan- um eða lopa- eða garngrófleika þar til áður- nefnd hlutföll nást. Einnig má prjóna eftir uppgefnum málum sniðanna. Vestið er prjónað á 2 prjóna fram og til baka. Hentugt er að prjóna litla prufu til þess að athuga þéttleika prjónsins, hvort munstrið þykir fallegt eða of margbrotið, því auðveldlega má prjóna vestið með perluprjóni, garðaprjóni eða einföldu eða tvöföldu stuðlaprjóni. Munstur: Fitjaðar eru upp 11 I. 1. umf.: 2. I. sI., 1 I. br., 3 I. sl„ 1 l. br., 3 I, sl„ 1 I, br, 2. umf.: 2 I. sl„ 1 I. br„ 3 sl. 1, I. br„ 3 I. sl. 1 I. br. Endurtakið. Framstykki: Annar helmingur. Fitjaðar eru upp 33—35—37 I. á prj. nr. 6 og prjónað munstur 42—44—46 sm. Þá er fellt af fyrir hálsi í byrjun 2. hv. umf. 5 l„ 4 l„ 3 l„ 2 I. og 2 sinnum 1 I. Prjónað er áfram þar til stykkið frá uppfitjun mælir 52—54—56 sm eða æskilega sídd. Lykkjurnar sem eftir eru, 17—19—21, eru felldar af í einni umferð. , N13(16) 13 —• Annað framstykki er prjónað á sama hátt en gagnstætt. Bakstykki: Fitjaðar eru upp 53—57—61 I. á prj. nr. 6 og prjónað munstur 47—49—51 sm. Þá er fellt af fyrir hálsi, fyrst 9 miðlykkjurnar og síðan eru hlutarnir prjónaðir hvor um sig og fellt af við hálsinn, fyrst 3 I. og síðan 2 I. og mælir þá stykkið um 50—52—54 sm frá uppfitjun. Lykkjurnar sem eftir eru 17—19—21 fellast af I einni umferð. Gangið frá vestinu með því að leggja stykkin á þykkt stykki, mæla form þeirra út með tituprjónum, leggja raka klúta yfir og láta gegnþorna. Síðan er vestið saumað saman á öxlum og hliðum og eru um 30—31—32 sm. hafðir ósaumaðir á hliðunum fyrir handvegina. Teknar eru upp 76—78—80 I. i hálsinn á prjóna nr. 31/2 og prjónaðir 2 sm með stuðla- prjóni, 1 I. sl. og 1 I. br. Teknar eru upp 76—78—80 I. á sama hátt í handvegina, prjón- uð með stuðlaprjóni sama breidd og fellt af. Búin eru til fjögur bönd um 22 sm á lengd hvert þeirra. Böndin má hekla úr margþættum lopanum stima eða flétta og festa siðan á barma vestisins upp við hálsinn og 14 sm þar frá. Ingólfur Davíðsson Jólaskraut allan veturinn Hér sjáið þið skemmtilega skreytingu, sem ætti að athugast vand- lega. Kerin fara prýðilega við grenið og könglana. Barrtrjáakönglar fást venjulega í blómaverslunum og í stað grenigreina má nota furu, 23 sem ekki fellir barrið inni í stofu, og lika eini og sortulyng o.fl. sígrænt. Svo eu það Ijósu viðarteinungarnir, lítið vel á þá, þeirra er auðvelt að afla, úti i garði eða niður í fjöru. Nú er mjög í tísku að nota við, ekki sist rekavið, til skrauts úti og inni. Stórar, hnútóttar trjárætur þykja ákjósanlegt garðskraut. Greina- flækjur, rótarfléttur, mjóar greinar og kvistir eru notuð [ skraut með kertum, eða lika sett í jurtapott hjá blómum. Stundum eru pottarnir látnir standa á viðarsneið eða gildum viðarbút. Greinar og kvistir eru líka notuð sem veggskraut. Sérkennilegar greinar geta glatt hugann ekki síður en dýrar höggmyndir. Gamlar visnar og veðraðar grein- ar i garð, úti í kjarri eða niður í fjöru, geta verið tilvaldir skrautgrip- ir. Listafólk málar skemmtilegar myndir á rekaviðarbúta. Ef rekaviður er ætlaður til skrauts þarf að þurrka hann og hreinsa skafa burtu skemmdir og fúa. Ormsmoginn viðu er oft mjög sérkennilega fagur og sjást slíkir bútar oft sem skrautgripir, en þá þarf að sótthreinsa þá fyrst. Fleira má nota við skreytingu, t.d. sérkennilega steina, kannski suma með Ijósum hrúðurköllum einnig margar tegundir skelja og kuð- unga. Hörpudiskur, hafkóngar, beitukóngar og margar fleiri tegundir eru sannarlega vel fallna til skeytinga, jafnt sumar og vetur. Það er jafnan furðu margt forvitnilegt að sjá ( fjörunni, hún er oft sannkölluð náma skemmtilegra hluta, II. Látið greinar úr garðinum lifna inni í stofu Snemma á vorin er auðvelt að láta greinar af birki, viði, reyni, ribs, o. fl. tegundum springa út inni ( stofu. Vandinn er ekki annar en sá að skera greinarnar af og setja þær i vatn á hlýjum stað inni. Gott að úða þær með vatni öðru hvoru. Líður þá ekki á löngu áður en þær laufgast i hlýindunum. Blómskúfarnir (reklarnir) springa einnig út á birki, ribsi, og víði. Víðireklarnir eru fallegir, oft mjúkir og hvít- loðnir, eða gulir og jafnvel með fleiri litum. Venjuiega þarf að grisja ribsrunnana og laga vöxt trjánna á vorin. Þá er tilvalið að nota tæki- færið og láta greinar laufgast inni í íbúðunum. Óþarfi er að setja þær út í glugga. Þær geta bara staðið i vatninu á borði eða á gólfinu úti i horni. Oft eru til sölu í blómabúðum innfluttar, afskornar greinar, sem ætl- aðar eru til blómgunar í vatni inni i stofu. Algengastur er gullrunni (Forsythia) og sírenur (Dísarunnar). Greinar gullrunnans verða alsett- ar gullgulum blómum en sírenurnar bera allgilda bláleita blómskúfa. Endingarbestar eru ungar greinar, þ.e. rétt aðeins byrjaðar að blóm- gast, eða með blómknöppum. Hinar alblómguðu endast skemur.

x

Eldhúsbókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.