Eldhúsbókin - 10.03.1977, Qupperneq 8

Eldhúsbókin - 10.03.1977, Qupperneq 8
Smurt brauð er hægt að nota við magrs konar tækifæri. Hér á eftir koma 3 uppskriftir af brauðsnittum, sem ætlað- ar eru sem forréttur að heitri máltíð. t- 1 Mótið dálitlar kringlóttar brauðsneiðar og smyrjið þær með smjöri. Setjið þykka harðsoðna eggjasneið á hverja þrauðsneið. Kremjið innihaldið úr einni lítilli túnfiskdós með 100 g af rækjum og ca. 1—2 msk af olíusósu. Setj- ið þetta ofan á eggjasneiðarnar og skreytið með einni stórri rækju, einni ólífu og steinselju eða dillgrein. 2 Ristið litlar kringlóttar brauðsneiðar eða steikið þær í smjöri. Ef þið ristið þrauðsneiðarnar smyrjið þá með smjöri. Leggið ofan á þykkar sneiðar af reyktum laxi, setjið víkingasósu yfir (sem notuð er með graflaxi), skreytið með svörtum kavíar og sítrónubát. Fallegt er að hafa salatblað undir laxinum ef til er. Uppskrift af víkingasósu eða sinn- epssósu birtist í desember blaðinu 1975, en hún fæst ein- ig í einstaka kjötbúðum. 3 Smyrjið 4 þunnar kringlóttar brauðsneiðar og raðið þunn- um radísusneiðum ofan á. Leggið síðan yfir radísurnar tvær sneiðar af gráðosti. Búið til dálitla dæld í efri ost- sneiðina og látið renna gætilega eina hráa eggjarauðu ofan [ hana. Þetta er dálítið óvanaleg samsetning, en þetta kunna Danir að meta, svo ef til vill er ekki úr vegi fyrir okkur að reyna það. Heitar brauðsneiðar Fimm uppskriftir af heitum brauðsneiðum, sem ætlaðar eru á kaffiborð ásamt kökum. 1 Samlokur 8 þunnar franskbrauðsneiðar, smjör, sinnep, 4 sneiðar soðin skinka, 2 tómatar, 4 ostsneiðar, paprika. Smyrjið brauðsneiðarnar fyrst með smjöri og síðan með sinnepi. Setjið skinkusneið á fjórar brauðsneiðarnar og setjið síðan hinar brauðsneiðarnar ofan á. Steikið brauðsneiðarnar síðan í smjöri á pönnu. Fyrst á annarri hliðinni og snúið þeim síðan við, raðið tómatsneiðum ofan á og leggið síðan ostasneiðar yfir. Stráið síðan papriku- dufti efst, setjið lok á pönnuna og bíðið þar til osturinn hef- ur bráðnað. 2 Gaffalbitabrauð 4 franskbrauðsneiðar, smjör, 2 msk smáttsaxaður laukur, 2 harðsoðin egg, 2 msk tómatpurré, nýtt eða þurrkað dill, 4 ostsneiðar. Ristið brauðsneiðarnar og smyrjið þær. Blandið saman lauk og söxuðum eggjum, smáttsöxuðum gaffalþitum og tómatpurré. Setjið massann ofan á þrauðsneiðarnar. Strá- ið dilli yfir og setjið eina ostsneið efst. Bakað í 250°C heitum ofni í 6—8 mín. 3 Kræklingabrauð 4 franskbrauðsneiðar, lítil dós aspargus, 1 dós kræklingur, 100 g bacon. Látið renna vel af kræklingnum. Skiptið baconræmun- um eftir lengdinni og vefjið einni baconræmu um hvern krækling og festið því með tannstöngli. Steikt án smjörs á pönnu, þar til þaconið er stökkt. Takið þá burt tannstöngl- ana. Steikið brauðsneiðarnar í smjöru á pönnu. Setjið aspargus á brauðsneiðarnar, sem hitað hefur verið í eigin soði. Raðið baconkræklingarúllum yfir og berið á borð strax. 4 Fyllt rúnnstykki 4 rúnnstykki, brætt smjör, 200—250 g skinka, smjör, eggja- hræra. Skerið lokin af rúnnstykkjunum og penslið þau að innan með þræddu smjöri og látið þau standa í 250°C heitum ofni þar til þau eru heit og stökk. Skerið skinkuna í litla bita og brúnið þá í smjöri á pönnu. Fyllið rúnnstykkin með skinkuþitum og skreytið með eggjahræru. 5 Keisarabrauð 4 franskbrauðsneiðar, 12 humarhalar, 1—2 msk kapers, dill, 100 g olíusósa. Ristið brauðsneiðarnar og smyrjið þær. Setjið á þær soðna humarhala, kapers og dill. Blandið olíusósuna með einni stífþeyttri eggjahvítu og breiðið hana yfir humarhal- ana. Sett í 225°C heitan ofn í 5—7 mín. Ábm.: Sigurjón Kristinsson Setberg prentaði

x

Eldhúsbókin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.