Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - jan. 1932, Blaðsíða 2

Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - jan. 1932, Blaðsíða 2
sama fundi sagt, að það væri upprunnið frá krötunum, til þess að koma Stefáni Jóhanni hér að sem bæjarstjóra. Einnig er sagt, að ísleifur Högnason hafi haldið þvi sama fram ó fundi í Alþýðuhúsinu og sama er álit „bæjarbúa" í Víði 19. f. m. Um þennan skoðanamun, hver eigi sök á þessum ofsóknum, sem þeir telja, verð ég að láta þá togast á um. J)á kennir Sigurður mér um tap það, sem hann telur sig verða fyrir á Carlson, ekki undir 10 þúsund krónur, að hann segir. Af gangi málsins, sem ég hefi skýrt frá hér að framan, ætti mönnum að vera ljóst, hverjum mistökin eru að kenna. það er nú fyrst, eftir að Sigurður birtir þessa grein sína, að mér er það vitanlegt, hver greiddi þær sjö afborganir til General Motor, hverja að upphæð d. kr. 248,00, er Carlson átti ógreiddar, er billinn var af honum tekinn. þegar Carlson, að eigin sögusögn þann 3. nóv. 1930, ætlaði að borga vixilinn, sem féll 1. s. m., þá var honum sagt, að búið væri að greiða. þennan víxil. Og er hann spurði Útvegsbankann hver greitt hefði víxilinn var honum svarað, að honum kæmi það ekkert við. — Hinsvegar ef bíllinn hefði verið af Carlson tekinn fyr- ir General Motor, eins og látið var í veðri vaka, þá sé ég ekki í hvaða tilgangi Sig- urður hefir farið að greiða þessa víxla, nema hann hafi sjálfur ætlað að ábatast á bíltökunni, og það bendir einmitt í þá átt, að hann greiddi víxlana í nafn Carl- sons þannig, að seljandi bílsins, General Motor, veit ekki annað en Carlson hafi sjálfur greitt þá, enda hefir Carlson mót- tekið bæði bréf og kort frá General Motor þar sem firmað þakkar honum fyrir við- skiptin. Af þessu er það ljóst, að Sigurð rak enga nauð til þess að borga víxla General Motors. Ef hann hefði skýrt Jóhanni Ólafs- syni rétt frá málavöxtum hefði aldrei kom- ið til bíltökunnar og hefði hann þannig getað sparað sér kostnað þann, sem af því leiddi, og hefði hann tekið þriðja veðrétt- inn í bílnum eins og Carlson bauð honum, þá eru líkur til þess að hann hefði getað sloppið skaðlaus eða skaðlítill frá viðskipt- um sínum við Carlson, samkvæmt því, er hann sjálfur metur nú bílinn og með tilliti ,til þess að Carlson var búinn að fá rétt- indi til kennslu í bílakstri og er ekki ósennilegt, að sú atvinna hefði drýgt tekj- ur hans af bilnum til numa ef hann hefði fengið að halda honum. Annars átti ég engan þátt í því að þessi margumræddi Carlsonsbíll var kevntur liingað, nö að Sigurður Gunnarsson eða aðrir tóku á sig ábyrgðir í sambandi við þau kaup. Ég áleit rétt að taka þetta fram til þess að hnekkja þeim áburði, að töp þau er Sigurður Gunnarsson telur sig hafa orðið fyrir séu til orðin fyrir tilverknað hans sjálfs en ekki minn. Greinarhöfundur er að gefa það í skyn, að ég standi sérstaklega að þessari kæru, sem hann nefnir, á Stefán Ámason, en að ég þori þó ekki að koma fram opinberlega. því hefir víst aldrei verið haldið fram. að ég væri svo sérstaklega myrkur í máli, að ég þyrði ekki að segja meiningu mína, en fyrst óskað er eftir umsögn minni um þetta atriði, þá skal það játað, að það er langt síðan ég fékk sterkan grun um að Stefán Árnason vanrækti næturvarðar- störfin og hygg ég það muni vera almenn- ingsálit hér í bænum, en að ég standi pri- vat að þeim kærum, er algerlega ósatt, enda myndi ég þá hafa borið þær fram sjálfur, og jafnframt persónulega fylgst með rannsóknunum, til þess að trvggja árangur, — Ég vil í þessu sambandi ekki láta þess ógetið, að á fundi bæjarstjórnar á Reyni 30. nóvember s. 1., þegar rætt var um næturvarðarstöðuna, þá var það sam- þykkt, að næturverðirnir skyldu með klukkutima millibili gera. vart við sig á Ilafstöðinni og var sú ráðstöfun gerð meðal annars til þess, að tryggja það, að hann eða þeir vektu á þeim tímum, sem tilskilið er. Og þar sem þessi öryggisráðstöfun hef- ir verið gerð, hefi ég persónulega ekki hugsað mér að koma fram með neina kæru eða gera liðna tímann í starfi Stef- áns Ámasonar að umtalsefni nema sér- stakar ástæður verði gefnar til þess. Rógburður Sigurðar Gunnarssonar í minn garð vegna bílveðsetningar Carlson til mín er nú loksins kominn út á prenti í þessari jólagrein hans. Hinsvegar er þessi saga hans ekkert nýmeti. Hann er búinn að halda henni á lofti í meira en ár, þótt hann hafi sjaldnast ,í því sam- bandi nefnt sömu t.ölurnar tvisvar. þessa illmælgi Sigurðar lýsi ég tilhæfulaus ó- sannindi. Um hitt dæmi ég ekki hvort hann hefir sjálfur í sambandi við við- skifti sín praktiserað slíkar veðsetningar. Að iokum skpl það tekið fram, að ég átti engan hlut að bilsölu Carlson til Helga Benónýssonar og heldur ekki að þessum svokallaða fyrirlestri sem Carlson hélt og yfirleitt allur sá-rógur og ofsóknir sem á mig er borinn í þessu sambandi, eru stað- laus ósannindi. Sigurður Gunnarsson byrjar síðari níð- grein sína á því að útmála ósannsögli mína og eyðir meginmáli greinar sinn- ar í það, jafnframt og hann reynir að afsanna að hann hafl staðið fyrir útbýt- ingu jólablaðs Víðis og þar á meðal reynir hann að afsanna, að Víði *é stjórnað af ritnefnd er birti fyrstu níð- grein hans. Þetta byggir hann aðallega á vottorði eða yfirlýsingu frá Kolka lækni og Hjálmi Konráðssyni, og er um- rædd yfirlýsing þannig: „Yfirlýsing. Við undirritaðii' lýsum því yfir, að það er ranglega eftir okkur haft að Sigurður Gunnarsson haíi sent jólablað Víðis inn á hvert heimilí. Það var gert samkvæmt ráð- stöfun afgreiðslumanns blaðsins, án þess að stjórn Eyjaprentsmiðjunnar h.f. hafi átt nokkur bein afskifti af útsendingunni. Vestmannaeyjum, 8. janúar 1932. Hjálmur Konráðsson. P. V. G. Kolka.“ Eins og grein mín, er birtist í Víði samtímis yfirlýsingu þeirri, sem hór er tilfærð, ber með sér, þá er það rangt, eins og lesendurnir geta sjálfir gengið úr skugga um, að eg hafi haft eftir vottorðsgefendum, að Sigurður Gunnars- son hafi staðið fyrir áminnstri útbýtingu á blaðinu. Hinsvegar eru ummæli mín byggð á samtali mínu við vottorðBgef- ondurna þar að lútandi, þar sem þeir þvoðu hendur sínar af þessari ráðstöf- un, og gat þá ekki verið öðrum til að dreifa en Sigurði Gunnarssyni, þar sem vitanlegt er, að afgreiðslumaður Víðis, Sigurður Scheving, ræður engu um blað- ið, og er það staðfest með eigin yfirlýs- ingu hans á fjölmennum fundi 19. jan. Hinsvegar skal það fram tekið, að ann- ar vottorðsgefandinn, Kolka læknir, hef- ir sagt mér, að framangreint vottorð byggðist að nokkru leyti á misskilningi hjá sér, þar sem hann hefði ekki haft blaðið við hendina, enda vil eg geta þess, að blaðið er ekki geflð út fyr en daginn eftir að vottorðið er dagsett, svo að í vottorðinu er verið að votta um óútkomna grein mína. — Eg vil því til að fyrirbyggja allan misskilning tilfæra hér annað vottorð frá ofannefndum góð- fúsum vottorðagefendum þessu viðvíkj- andi og með því afsanna ósanninda-stað- hæfingar Sigurðar Gunnarssonar í minn garð, en vottorð þetta er þannig: „í sambandi við samtal okkar við Ólaf Auðunnsson 27. og 28. desember s. 1., er Olafur spurði okkur um, hvort við hefðum átt nokkurn hlut að eða vitað um þá ákvörðun, að jólablað Víðis með greininni um Olaf eftir Sigurð A. Gunnarsson undir fyrirsögninni „Rógburður — Ofsókn, Carl- son notaður11, var útbýtt gefins og borinn inn á hvert heimili hér í Eyjum um síð- astliðin jól, og skal það framtekið að við svöruðum þessu neitandi og tókum það fram, að þessi ráðstöfun hefði ekki verið undir okkur borin. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að við undirritaðir, ásamt Sigurði A. Gunnarssyni, erum stjómendur Eyjaprentsmiðjunnar h. f. og að prentsmiðja þessi gefur út vikublaðið „Víðir“, og erum við sem stjómendur prentsmiðjunnar jafn- framt ritnefnd fyrir umrætt blaó, og höfum við þannig yfirumsjón með útgáfu blaðsins og rekstri, en formaður prentsmiðjustjórn- arinnar og blaðaútgáfstjórnarinnar' er Sjg- urður A. Gunnarsson. Vestmannaeyjum, 22. janúar 1932. P. V. G. Kolka. Hjálmur Konráðsson.“ Með framanrituðu vottorði er það stað- fest og sannað, að eg hefi skýrt satt og vétt frá þessu atriði eins og öðru í áminnstri grein minni. Sigurður Gunn- arsson stendur því hér eins og endra- nær marg-vafinn og flæktur í lyga- og svikavef sínum. Hinsvegar er gott að hafa sönnunargögn á reiðum höndum í viðureign við svona skítmenni. Sig. Gunnarsson talar um það 1 síðari níðgrein sinni, að hann hafi ekki búizt við svari frá mér, og hefir hann í skjóli þeirrar ráðstöfunar sinnar að meina mér að bera hönd fyrir höfuð mér í Víði, talið sér óhætt að svívirða mig og mann- skemma. Jafnframt er hann að barma sér yfir því, að eg hafi lítið um blaðið hirt og heldur því fram, að eg hafi ver- ið búinn að lofa blaðinu fjárhagslegum stuðningi. Þetta er algerlega rangt. Mér hefir aldrei dottið í hug að styrkja blað, sem Sigurður Gunnarsson stýrir og not- ar til persónulegra árása á menn, enda eru kynni mín af manninum slík, að um slíkt gæti aldrei verið að ræða. Ástæðan til þess, að Sigurður Gunn- arsson fór fram á ritvöllinn með rit- ræpuvaðal sinn, og fór að hella úr skál- um reiði sinnar yfir mig, er sennilega sú, að Carkon hafði í fyrirlestri er hann hélt um „réttarfarið í Vestmannaeyjum“, flett ofan af svika og svindilbraski Sig- urðar 1 sambandi við svonefnt „Bílmál Carlsons“, sem eg hefi nokkuð vikið að í fyrri grein minni. En Sigurður mun upphafiega hafa talið sig eiga allskost- ar við Carlson, vegna þess að hann hef- ir haft meiri peninga til þess að bram- boltast með heldur en Carlson, og kenn- ir hann mér um, að hann varð á allan hátt undir í viðskiftum sínum við Carl- son, þar sem hæstiréttur reif niður all- an svikavef Sigurðar. Það er því sízt að undra, þótt Sigurður skammist sín fyrir alla sína frammistöðu og fram- komu í því sambandi, og vilji reyna að leiða athygli almennings frá þessu misheppnaða svikabraski sínu. — Ann-

x

Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir
https://timarit.is/publication/1674

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.