Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - jan. 1932, Blaðsíða 3
ars, eins og eg hefi áður tekið fram, átti
eg engan hlut að þessu fyrirlestrarhaldi
Carlsons. —
Eg kem8t ekki hjá því í sambandi
við öll þessi 8krif Sigurðar Gunnarsson-
ar, að víkja nánar að ástæðunni og
hvötum Sigurðar til viðureignarinnar
við Carlson. — Ástæðan til viðskifta
þeirra Sigurðar og Carlsons er sú, að Sig-
urður Gunnarsson ásamt fleiri mönnum
gekk í víxilábyrgð fyrir Carlson, til þess
að Carlson gæti keyþt hingað „luxu&bílu,
til þess að aka Sigurði í hjer um eyj-
una. Þó var fórnarlund Sigurðar ekki
örlátari en það, að Sigurður var neðsti
maður á víxlinum, og tryggði hann
með þvi, að hann ætti aðgang að sam-
ábyrgðarmönnum sínum á víxlinum.
En þeir menn eru taldir það vel efnum
búnir, að engin ástæða mun vera að
óttast, að þeir væru ekki borgunarmenn
fyrir víxli þessum, ef vanskil yrðu hjá
Carlson. Hinsvegar mun Sigurður hafa
gert það að skylyrði fyrir ábyrgð sinni,
að CarlBon keypti bíl, sem Sigurður fékk
sölulaun af, enda fyrirbauð Sigurður
Carlson að kaupa annan bíl, sem hann
átti kost á að kaupa fyrir lægra verð
og sér á hagkvæmari hátt, en bíl þann
er Sigurður var milligöngumaður um
að selja honum. — Mér dettur ekki
í hug annað en að tilgangur meðábyrgð-
armanna Sigurðar hafi verið undir-
hyggjulaus, og að þeir hafi gengið í
ábyrgðina af greiðasemi og í von um
að Carlson stæði í skilum, enda er á-
stæða til þess að ætla, að þefta hefði
alt getað farið vel eftir atvikum, og
Carlson hefði með tíð og tíma getað
greitt víxilinn, ef Sigurður Gunnarason
hefði látið sér nægja gróða sinn af sölu
bílsins.
Hefði þetta þá farlð betur en til þess
var stofnað í upphafi af Sigurði, þar
sem fyllilega lítur út fyrir, að hann
hafi gengið í ábyrgðina af fégræðgi og
ágirnd. En þessu var ekki að heilsa,
Sigurður lét sér ekki nægja sölulauna-
gróða sinn af bílsölunni, heldur virðist
honum hafa snemma leikið hugur á að
eignast sjálfan bílinn, án þess þó að
séð verði, að tilætlun hans hafi verið
að láta verð koma fyrir hann til Carl-
son. Það er því í beinu áframhaldi af
þessu fjárgróðabraski Sigurðar, að hann
sveik út umboð frá umboðsmönnum
seljanda bílsins, firmanu Jóhann Ólafs-
son & Co, Reykjavík, sér til handa, til
þess að taka bílinn af Carlson vegna
vanskila, og mun hann hafa gefið um-
boðsgefendum falskar upplýsingar, til
þess að hafa út úr þeim umboðið, og
talið þeim trú um, að um vanskil væri
að ræða hjá Carlson, þótt slíku væri
ekki til að dreifa, því eins og eg tók
fram í fyrri grein minni, dróst í fimm
daga hjá Carlson að greiða á annað
hundrað krónur, en umboðið, til þess
að taka af honum bílinn, er ekki gefið
út fyr en hálfum mánuði eftir að Carl-
son greiddi umrædda upphæð. Umboð-
ið er dagsett 23. oktober 1930, og svo
ótakmörkuð er sviksemi Sigurðar í þessu
sambandi, að hann notar borgaðan víx-
il sem átyllu fyrir því að taka bílinn
af Carlson og láta þannig svifta hann
eign og atvinnumöguleikum. — Eftir
að Sigurður hafði með sviksemi sinni
fengið bílinn tekinn af Carlson, lét hann
meina Carlson að greiða smávíxla þá
er Carlson átti ógreidda til General
Motor, seljanda bílsins, er bíllinn var
af honum tekinn, enda voru víxlar þess-
ir þá ekki fallnir í gjalddaga. Hinsveg-
ar greiddi Sigurður svo eftir eigin yfir-
lýsingu sinni víxla þessa, og mun hann
svo hafa ætlað sér að eiga bílinn, enda
gætti hann þess vandlega að láta selj-
endur bílsins Genaral Motor, ekk-
ert vita um alt þetta svikabrask sitt í
sambandi við bílinn. Hvort Sigurður
hefir svo upphaflega ætlað meðábyrgð-
armönnum sínum einum að greiða víx-
il Carlson, sem hann hafði með þessu
svikaframferði sínu svift Carlson öllum
möguleikum til þess að greiða, dæmi
eg ekki um.
Annars finst mér, að Sigurði Gunnars-
syni hefði staðið nær að uppfylla eitt-
hvað af sínum eigin vanefndu greiðslu-
loforðum, en að fara að taka fram fyr-
ir hendur Carlson með greiðslu á hans
víxlum. Pleipur Sigurðar Gunnarssonar
um að eg rangfæri ummæli þau er eg
hafði eftir hr. Jóhanni Ólafssyni, Reykja-
vík, í sambandi við umboðið til handa
Sigurði og boð þau er eg bauð um
greiðslu fyrir Carlson í sambandi við
bíltökuna, hefi eg að engu, og er mér
vitanlegt, að ummæli hans um að hann
muni afsanna þessi ummæli, sem eg
hefi réttilega eftir Jóhanni Ólafssyni,
er aðeins ein af lygablekkingum Sigurð-
ar. — Eg hefi ekki mikla trú á, að Jó-
hann Ólafsson eða félaga hans langi
ýkja mikið til þess að láta Sigurð Gunn:
arsson draga sig niður í svika og lyga-
foraðið með sér. —
Sigurður Gunnarsson endurtekur þær
lygar sínar í síðari níðgreinum sínum,
að eg hafi aldrei látið Carlson hafa þær
kr. 1500.00 er eg lánaði honum. — Carl-
son hafði farið fram á að fá að birta smá
leiðréttingu um þetta efni í Víði, en
Kolka læknir og Hjálmur Konráðsson
neituðu Carison um að birta þessa leið-
réttingu, og segir Carlson, að Hjálmur
hafi borið því við, að hann kynni illa^
við að láta gera Sigurð Gunnarsson ósann-
indamann að þvi, sem hann hefði skrif-
að í blaðið. — Eg tel því rétt að birta
hér umrædda leiðréttingu Carlson, sem
er þannig:
„Leiðrétting.
Það eru tilhæfulaus ósannindi, að eg hafi
nokkumtíma sagt Siguiði'Gunnarssyni, eða
öðrum, að eg hafi ekki fengið þær kr.
1500.00 sem Olafur Auðunnsson lánaði
mér 1930 og eg tryggði með öðrum veð-
rétti í bíl mínum, enda skal það sérstak-
lega fram tekið, að eg fékk alla upphæð-
ina án nokkurs frádráttar. — Einnig er
það ósatt, að mér hafi verið komið til eða
eg fenginn til þess að flytja fyrirlesturinn
um réttarfarið í Vestmannaeyjum. Fyrir-
lestur þenna flutti eg til þess að hrinda
rógi, sem um mig var fluttur, í sambandi
við fjárþrot mín vegna þess að bíllinn var
af mér tekinn.
Vestmannaeyjum, 29. desembsr 1931.
Ferdinand Carlson.u
Leiðrétting þessi þarf engra tkýringa
við. Hún talar sínu máli. Sigurður Gunn-
arsson er að dylgja um, að eg hafi í
fórum mínum frá fyrri tímum, veðbréf,
sem eigi að vera til orðin á óheiðar-
legan hátt. Skora eg hérmeð á hann að
sanna þessar lognu aðdróttanir sínar.
Sigurður Gunnarsson er með aðdrótt-
anir þess efnis, að fleira mætti nefna í
fari þessa trúnarmanns bæjarbúa, þ. e.
mín, til dæmis stjórn mína á ísfélaginu,
og að hann myndi koma að því síðar.
— Eg var því að vonast eftir, að Sig-
urður gerði einhverja tilraun til þess að
finna þessu fiapri sínu stað, en til þess
þess hefir hann ekki treyst sér. Var þó
ekkert undarlegt þótt eg byggist við,
að Sigurður endurtæki söguburð sinn
hér á götum bæjarins, og enda við mig
sjálfan, um það, að eg væri að setja
ísfélagið á hausinn. — Mér datt í því
sambandi í hug, að Sigurður myndi birta
árangurinn af starfsemi sinni í félags-
firma sínu „Gunnar Ólafsson & Co.“, og
bjóða mér að við bærum saman árang-
ur og reikningslega afkomu þessa firma
og ísfélagsins síðastliðin tvö ár, sem við
báðir höfum haft aðstöðu til að beita
áhrifuui okkar í sínu fyrirtækinu hvor.
Mér til sárra vonbrigða gerði Sigurður
þetta þó ekki. Hinsvegar væri mér ekk-
ert að vanbúnaði að ræða þetta opin-
berlega við Sigurð, svo að almenningi
gæfist kostur á að dæma um og meta
að verðleikum atvinnurekstrar- og fjár-
málastjórnar yfirburði og hæfileika Sig-
urðar Gunnarssonar.
Hins vegar finnst mér og félögum
mínu í 8tjórn ísfélagsins, Sigurður Gunn-
arsson og félagar hans vera helzt til
hlutsamir um rekstur ísfélagsins, ekki
sízt síðan þeir sjálfir hættu að skifta við
félagið og fóru að keppa við atvinnu-
rekstur þess. — Þótt margt mætti segja
um afskifti Sigurðar Gunnarssonar og
félaga hans af stjórn og rekstri íshúss-
ins, tel eg ekki ástæðu að víkja frekar
að því, að svo komnu máli, nema sér-
stakt tilefni verði gefið til þess.
Sigurður Gunnarsson segir að eg end-
urtaki þá lygi, sem Carlson hafi flutt í
fyrirlestri sínum, að Sigurður hafi lagt
hart að Carlson um að veðsetja sér bíl-
inn, eftir að Carlson hafði veðsett mér
bílinn. Eg bjóst satt að seigja ekki við
að Sigurður Gunnarsson myndi óska eft-
ir frekari umræðum um þessa veðsetn-
ingartilraun sína og hótanir þær og
þvingunarráðstafanir er hann vildi beita
Carlson í því sambandi. Eg vil því í
sambandi við það, sem eg tók fram f
fyrri grein minni þessu viðvíkjandi,
geta þess, að Carlson kom beina leið
til mín frá Sigurði með afrit af veð-
setningarbréfinu sem Sigurður vildi kúgá
hann til að undirskrifa, og var Carlsön
með skilaboð til mín frá Sigurði þess
efnis, að eg gæfi veð mitt eftir, sem var
lokatilraun Sigurðar til þess að fá veðið
í bílnum, eftir að hann hafði gefizt uþp
við að þvínga Carlson út í tvöfalda og
ólögmæta veðsetningu. — Einnig skaí
það tekið fram, að eg lét bóka um þetta
veðsetningartilraunabrask Sig. Gunnars-
sonar í fógetarétti Vestmannaeyja 4.
nóvember 1930, ér bíllinn var tekinn af
Carlson, og voru þeir þar viðstaddir f
réttinum Sigurður Gunnarsson og StefáB