Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - jan. 1932, Blaðsíða 4

Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - jan. 1932, Blaðsíða 4
Árnason og hreyfðu þeir engum mót- mælum þessu viðvíkandi eins og réttar- bókin ber með sér. Sigurður Gunnarsson er að núa mér um nasir fégræðgi, og gengur það eins og rauður þráður í gegnum allan rit- vaðal Sigurðar, að eg komi ekki nærri öðru en því, sem eg haíi eitthvað gott af. Þetta er ekkert óvenjulegt hjal hjá ungum? ráðleysingjum, sem aldrei hafa haft ^Kug né manndóm til þess að afla sér neinna fjármuna sjálflr, enda er það vitanlegt, að það fé, sem Sigurður G-unn- arsson hefir haft með höndum nú á seinni árum eftir að hann fór að fá fé á milli handa, er ekki sjálfaflafé hans sjálfs, heldur fjármunir, sem aðrir hafa lagt honum upp í hendurnar, og öfunda eg hann sízt, þótt hann sé montinn og slái um sig með annara efnum. Grunur minn er því sá, að ef Sigurður Gunn- arsson hefði alizt upp í umkomuleysi og fátækt, þá hefði hann ekki af miklu að stæra sig nú. Síðustu níðgrein sína í Víði, >11. tbl. þ. á., byrjar Sigurður Gunnarsson á því að viðurkenna og staðfesta umsögn mína, um að mér hafi verið ókunnugt um innihald og ákvæði bílkaupasamnings Carlsons, því Sigurður staðfestir í þess- ari grein sinni, að samningurinn hafi legið hjá Gústaf Sveinssyni lögfræðingi, og er hann þannig, þó sennilega óvilj- andi, búinn að sanna að eg hafi skýrt rétt frá því atriði, og eru þar með fyrri fullyrðingar hans þessu viðvíkjandi að engu orðnar. Hæstiréttur hefir skorið úr um gildi veðs míns í bílnum og stað- fest gildi þcss. Hins vegar getur það vel verið rétt sem Sigurður Gunnarsson segir í iok síðuatu greinar sinnar, að margur hafi hlotið fangelsisvist fyrir minni sak- ir, en þær sem hann hefir bakað sér í sambandi við þetta margumrædda bíl- Tjaál, þar sem Sigurður er orðinn sannur að sök í því sambandi um að hafa í sviksamlegum tilgangi og eiginhags- muna skyni svikið út umboð sér til handa frá mönnum, sem voru í góðri trú, og misnota síðan umboðið og borgaðan víxil, sem hann sveikst um að afhenda Carlson, til þess að svifta fátækan mann og umkomulít- inn, sem Sigurður þó af einskærri hræsni lézt vera að hjálpa, bæði eign og at- vinnumöguleikum, auk þess sem Sig- urður hafði gert ítrekaðar tilraunir bæði með illu og góðu, til þess að narra eða hræða sama mann til sviksamlegrar, ólöglegrar og tvöfaldrar veðsetningar, því ekki getur Sigurður afsakað sig með því að honum hafi ekki verið kunnugt hverju sá verknaður varðaði, né að hann hafi ekki borið skyn á þann verknað, sem hann á þennan hátt framdi, og vildi ginna Carlson til að gera sig sek- an um. í lok síðustu greinar sinnar fer Sig- urður Gunnarsson enn á ný að gera Stefán Árnason næturvörð, að umtals- efni. Mér er ekki vitanlegt, að Stefán óski sérstaklega eftir frekari umræðum um það, hvernig hann rækir nætur- varðarstörf sín. Er þetta hálfgerður bjarnargreiði við Stefán, og skileg ekki annað en hann eigi annað og betra skil- ið sem trúnaðarvinur og lögfræðilegur ráðunautur Sigurðar, en að Sígurður sé að egna á hann og knýja fram opin- berar umræður, sem á engan hátt geta orðið Stefáni aó gagni. Eins og eg tók fram í fyrri grein minni hafði eg ekki gert ráð fyrir án gefins tilefnis að minn- ast frekar á Stefán, þar sem bæjar- stjórnin er búin að tryggja, að hann vaki í framtíðínni á vakttíma sínum. Hinsvegar, ef Stefán óskar þess sérstak- lega, þá er eg fús á að gefa upplýsing- ingar þær, sem eg get gefið um starfsferil hans. — Hvað því viðvíkur sem Sig- urður er að stiuga upp á, að Stefán sé látinn gala vjð gluggann hjá mér á klukkutíma fresti í stað þess að gera vart við sig á Rafstöðinni eins og hon- um ber eftir fyrirmælum bæjarstjórnar- innar, þá er eg ekki svo viss um, að Stefán sjálfur myndi svo óðfús að koma í hús mitt á nóttunni nú orðið. Síðan eg hætti að hafa vinnukonu, hefir Stef- án algerlega aflagt næturkomur sínar í hús mitt, enda tóku vinnukonur mínar ekki næturkomum Stefáns það hlýlega, að hann hefði ástæðu til þeas að halda þeim áfram. Mér finnst því ekkert und- arlegt, þótt Ste, án hafi snúið sér annað viðvíkjandi næturaðhlynningu, og gæti mér komið til hugar að hann myndi því ekki æskja fyrirkomulags þess, er vin- ur hans stingur upp á, þar sem eg geri ráð fyrir að slíkar komur að húsi mínu á nóttunni yrðu aðeins til þess að rifja upp fyrir honum brostnar vonir og göm- ul vonbrigði. Annars býst eg við, að Sigurður vildi ekki í alvöru sjá af Stef- áni til þess að vakta mitt hús. sérstak- lega, heldur vUjj hann hafa hann ein- hversstaðar nær sér á nóttunni eða kvöldin. Það eru rakalaus ósannindi hjá Sig- urði Gunnarssyni, sem hann þykist hafa eftir mér, að eg hafi viljað eignast þenna margumrædda Carlsonsbíl, eða í sam- tali við Sigurð haft orð á því, að það gæti verið gott fyrir mig að eiga bíl- inn til þess að hlynna að manni mér nákomnum. Eg tel mig hér að framan og í fyrri grein minni hafa svarað og afsannað allan ósannindavaðal Sigurðar Gunnars- sonar. Eg hefi aldrei þurft að standa í ritdeilum um dagana, en kann hinsveg- ar ekki við að láta þenna uppblásna vindhana og hrokagikk sem vart getur talizt búinn að slíta barnaskónum, kné- setja mig. Áður en eg lýk máli mínu get eg ekki leitt hjá mér að minnast lítilshátt- ar á útgáfu og starfsemi vikublaðsins „Víðiru. Blað þetta var upphaflega stofn- að að tilhlutun og með stuðningi sjálf- stæðisflokksins hér. Að því er látið var í veðri vaka, var blað þetta stofnað til þess að ræða hér bæjarmál og lands- mál, frá sjónarmiði sjálfstæðisflokksins. En nú sérstaklega upp á síðkastið eft- ir að Sigurður Gunnarsson gerðist for- maður ritnefndar blaðsins, hefir orðið talsverð breyting á þessu. Eftir að blaðið komst undir yflrumsjón Sigurðar Gunn- arssonar, hefir hann notað það til -þess að svala meðfæddri ofsóknartilhneigingu sinni, og hafa meðlimir sjálfstæðisflokks- ins verið skammaðir og svívirtir í blað- inu, undir forustu Sigurðar Gunnarsson- ar, jafnframt því sem blaðið hefir ver- ið látið hæla kommúnistum fyrir hrein- skilni og fleiri dyggðir, sem almennt eru taldar vandfundnar í fari þeirra. Þó kastar fyrst tólfunum og óskamm- feilnin hefir loks náð hámarki sínu, þegar blaðið leggur einstaka menn í ein- elti og reynir að stela af þeim æru' og mannorði, og tilkynnir síðan, að þeir fái ekki að bera hönd fyrir höfuð sér. Blaðið er því nú, eftir því sem frekast verður séð, orðið aðeins fyrir Sigurð Gunnarsson og nokkra reglubræður hans, Sú ritnefnd, sem nú stjórnar blaðinu, hefir því svikið flokk sinn með þessu háttalagi sínu á stjórn blaðsins, enda hefir ritnefndin að verðleikum uppskor- ið með þessu hátterni sínu, andúð og viðurstyggð allra heiðvirðra manna, á þessari sorpblaðamennsku sinni. Haldi blaðið áfram þeirri iðju sinni, að flytja rógburðargreinar um mig, inun eg koma svöruin mínum á framfæri, þótt Viðir neiti inér urn rúm. Loks set eg hér: Afrit af tryggingarbréfi því, er Sigurður Gunnarsson ætlaði að neyða Carlson til að undirskrifa. Frumritið varðveitt i skjalasafni Hæstaréttar. „Með því að þeir: herra Magnús Bergs- son, bakarameistari, herra þórhallur Gunn- laugsson, símstjóri og Sig. Á. Gunnarsson, kaupmaður, allir í Vestmannaeyjum hafa gefið út og ábakað víxil að upphæð kr. 6275,00 — sex þúsund tvö hundruð sjötíu og fimm krónum — samþykktan af mér undirrituðum: Ferdir.and Carlson, hifreið- afstjóra, Hoffelli, Vestmannaeyjum og sem Útbú Útvegsbankans hór hefir keypt, veð- set ég þeim Magnúsi Bergssyni, þórhalli Gunnlaugssyni og Sig. Á. Gunnarssyni Buick fólkflutningsbifreið mína V.E. 50 (mótornúmer ) ásamt öllu því, aem bifreiðinni tilheyrir, svo sem varahlutum og varadekkum, ennfremur skúr þeim, sem bifreiðin hefir verið geymd í, sem stendur fyrir sunnan og áfast við gevmsluhús Sig- urðar Ólafssonar, Bólstað, hér í hæ. Bifreiðina veðset ég með öðrum veðrétti og uppfærslurétti, næst á eftir veðskuld við A/S General Motor í Köbenhavn, nú ca. ísl. kr. 2000,00 —tvö þúsund krónur — en skúrinn veðset ég með fyrsta veðrétti. Hinum veðsettu hlutum skuldbind óg mig til að halda vel við, svo þeir eigi skemmist né veðið rýrni, nema sem or- sakast kann af eðlilegri fyrningu. Standi ég ekki í skilum með greiðslu á skuldinni til General Motor A/S í Köben- liavn og greiði ég ekki víxilinn eins og um hefir verið samið við Útbú Útvegsbank- ans á næstu tveim árum, svo að komi til þess að áðurnefndir ábyrgðarmenn mínir verði að taka að sér skuldbindingamar við General Motor og Útbú Útvegsbankans, þá er þeim heimilt án undangengins dóms eða sátta að ganga að veðunum, en þó skulu þau seld á opinberu uppboði ef ég óska þess. Veðhafar hafa sama rétt og sömu trygg- ingu í vátryggingarupphæðum hinna veð- settu hluta, ef til kemur. Ofanrituðu til staðfestu rita ég nafn mitt hér undir í viðurvist ...“. Vestmannaeyjum í janúar 1932. Ólafur Auðunsson. Prentsmiðjan Acta h.f., Reykjavik 1932 l

x

Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir
https://timarit.is/publication/1674

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.