Sókn


Sókn - 04.10.1933, Page 4

Sókn - 04.10.1933, Page 4
142 S ó K N „Sókn" kemur út einu sinni i viku. Árg. kostar 4 krónur. Gjalddagi erl.april. Afgreiðsla Hafnarstræti 10, Rvik. Utanáskrift: »Sókn« Box 14 Rvik. Sölulaun 20“/« af minnst 5 eint. Bannmaður — Ðaráttumaður! Viltu gefast upp? Allt undanhald er uppgjöf. Mundu það, þegar greiða á atkvæði um áfengislögin. Það hefir verið sýnt og sannað með skýrum rökum, að i Noregi og Finnlandi voru það lögbrjótarnir og áfengis- auðvaldið, sem í sameiningu réðu bannlögunum bana. Sama sagan er nú að gerast í Ame- ríku. Og hér á landi hefir lengi verið stór hópur manna, sem hlakkað hafa yfir, að lögbrjót- arnir sigruðu, og að landið yrði á ný lagt undir ok áfengisveldisins að fullu og öllu. — Þeir sjá ekki, eða vilja ekki sjá, að með þvi yrði þjóðin lögð svo marilöt í niðurlægingu, sem frekast mætti verða, þegar lögbrjót- arnir væru látnir hrósa sigri og troða allt velsæmi hennar undir fótum, um leið og er- lendu auðvaldi væri tryggður réttur til að sjúga úr henni blóð og merg. — Ætlar þú nú að láta undan lögbrjótunum? Langar þig til þess að greiða áfengisauðvaldinu nýja og blóðugri skatta en áður? Hver sá, er ekki greiðir hik- laust atkvæði móti brennivín- inu, hann gefst upp — lætur undan lögbrjótunum, og styður sameiginlegan sigur þeirra og áfengisauðvaldsins erlenda. Baráttan við þessa samein- uða aðila er langt frá því að vera vonlaus enn hér á landi. Enn er mikill og ósvikinn vilji meðal þjóðarinnar til þess að halda sér uppi, til þess að byggja upp, í stað þess að brjóta niður, til þess að láta ekki ofurselja sig aukinni eymd og áþján. — En mundu það, að úr- slitin eru komin undir þér og atkvæði þínu, hvar sem þú ert á landinu. Alpýðumaðar. Ekki víst um faðernið ? Sumir þykjast hafa veitt þvi eftirtekt, að margir andbann- ingar bregðist reiðir við, ef rætt sé við þá um sannfær- ingarmál þeirra, ogfinnstþeim það benda í þá átt, að sam- vizkan segi til sín; en þaðætti að vera óþörf samvizka, sem er svo aum, ef mennirnir eru sannfærðir um réttlæti og á- gæti málstaðar síns. En það er líka gamalt orð, sem segir: »Ef þú gerir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar«. — — En hvað sem því líður, þá þótti mörgum skrítið og höfðu orð á því í bænum á dögun- um, þegar blað andbanninga var borið í hús ásamt »Morg- unblaðinu«, að þar stóð eng- inn útgefandi, enginn ritstjóri né ábyrgðarmaður. Var það líka af því að samvizkan segði til sín, og engum hafi þótt fýsi- legt að gangast við faðerninu ? — Þeirn hefði þó átt að vera það ljóst hvílíkur ábyrgðar- hluti það gat verið að senda veslinginn svona föðurlausan út i heiminn, því það hefði mátt gera hann upptækan sem hvern annan ómerking, ef nokkrum hefði fundist hann þess virði. Ari. Takið eftir. F*eir sem ekki eiga heima hér í bænum, eða verða ekki i bænum fyrsta vetrardag, geta greitt atkvæði um áfengislögin í skrifstofu lögmanns í Arnar- hvoli alla virka daga kl. 10— 12 f. h. og kl. 1—4 e. h. Látið það ekki undir höfuð leggjast, þið sem viljið stemma stigu fyrir auknu áfengisflóði yfir landið, farið sem fyrst á lög- mannsskrifstofuna og skrifið nei á atkvæðaseðilinn. Skrifstofa bannmanna er í fundahúsinu i Bröttugötu 2, litla salnum, opinn daglega frá kl. 4 e. h. — Allir, sem vilja vinna á móti brennivínsinn- streyminu, ættu að koma þang- að og aðstoða við starfið, sem þar er unnið. Orðsending. Sökum ýmsra anna hefur enn ekki verið hægt að skipuleggja fyrirlestrastarf- semina i stúkunum á komandi vetri. En nú verður farið til þess, og takist að fá nægilega marga til þess að flytja erindi munu þau hefjast í nóvember n. k. — Þetta eru stúkurnar beðnar að athuga, þegar þær ráðgera vetrarstörfin. Frceðslustj. }jpy Munið, að málefni Reglunnar er göfugt mál- efni. — Útbreiðið hugsjónir hennar. Rikiaprentim. Gutenberg.

x

Sókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sókn
https://timarit.is/publication/1675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.