Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 7

Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 7
Morgunblaðið/Eggert Byggt samkvæmt þekktum fyrir- myndum, segir Vignir. Í miðbænum nýja á Selfossi bæt- ast við nú í vor nýir og spenn- andi veitingastaðir og lang- þráður skemmti- og tónleikastaður. „Við erum að fá lif- andi og virkilega spennandi starf- semi í öll húsin í kringum Brúartorg. Erum því samhliða að gera útiað- stöðuna á miðbæjartorginu ennþá betri og hlýlegri,“ segir Vignir Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags, sem stendur að nýja miðbænum á Selfossi. Í samstarfi allra sem eru með starfsemi í mið- bænum eru nú í undirbúningi margskonar uppákomur sem verða í allt sumar. „Við erum að koma undan vetri sem einkenndist nokkuð af Covid- takmörkunum og samkomubanni. Svo komu rauðar og appelsínugular viðvaranir með mikilli ófærð yfir Hellisheiðina. En nú er loksins betri tíð í vændum og tilhlökkun meðal fólks,“ segir Vignir. Reisa 22 hús í viðbót Á árinu hefjast framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins. Þar stendur til að reisa alls 22 hús, en 13 byggingar eru í þeim hluta miðbæj- arins sem tekinn var í notkun síðasta sumar. Í þeim húsum eru gjarnan verslanir og veitingastaðir, en í þeim sem nú stendur til að reisa verða í ríkari mæli hótel, skrifstofur og svo íbúðir. „Skipulags- og hönnunarvinna er langt komin og sá hluti miðbæjarins sem þegar er tilbúinn hefur fengið mjög góðar viðtökur sem gefur okk- ur byr í seglin, segir Vignir. Uppbyggingin sem nú er fram- undan mun standa næstu tvö til þrjú árin. „Sem fyrr verður byggt sam- kvæmt þekktum fyrirmyndum að húsum á Íslandi, sem voru ýmist rif- in eða urðu eldi að bráð, segir Vign- ir. Tiltekur þar meðal annars gamla Hótel Ísland í miðborg Reykjavíkur sem fór í eldsvoða árið 1944. Staðhæfa má að miðbærinn nýi hafi komið Selfossi vel á kortið. Vin- sælt hefur verið til dæmis meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu að fara í lystireisur austur fyrir fjall og njóta þess góða sem í boði er þar. Stærri og hærri „Sú starfsemi sem þegar er komin virkar sem segull á allt sem er nú þegar til staðar hér á Selfossi. Því er rökrétt að hótel og slík starfsemi sé í næsta áfanga miðbæjarverkefnis, þar sem flestar byggingarnar verða stærri og hærri en þær sem þegar hafa verið reistar,“ segir Vignir Guð- jónsson. Fleiri hús og veitingastaðir væntanlegir Miðbærinn magnaður. Spennandi starfsemi í öllum húsum. Ætla að reisa fleiri byggingar í gömlum stíl. Sterkur segull á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðbærinn á Selfossi var opnaður síðasta sumar og varð strax á fyrsta degi deigla mannlífs í bænum. Eins og myndir sýna eru margir þar á ferðinni og margt spennandi er á sumardagskránni. Morgunblaðið/Árni Sæberg FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 MORGUNBLAÐIÐ 7 www.arborg.is Sveitarfélagið Árborg gæti verið kjörin staðsetning fyrir þitt fyrirtæki » Nálægð við inn- og útflutningshöfn » Fjölskylduvænt umhverfi » Nálægð við höfuðborgarsvæðið » Kraftmikið samfélag með hátt menntunarstig Nánari upplýsingar veitir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar gislihh@arborg.is Selfoss – Eyrarbakki – Stokkseyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.