Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 6

Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 6
Við verðum staður til að vera á. Pálína Magnús- dóttir, borgar- bókavörður Mér finnst orðræðan um íslensk fyrirtæki sem stunda veiðar og vinnslu á köflum svolítið skrýtin. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fagnar því skrefi Svandísar Svavarsdótt- ur matvælaráðherra að skipa nefndir um sjávarútveg. Hann furðar sig á umræðu um að brjóta upp íslensk félög sem stunda veiðar á villtum fiski á sama tíma og Norðmenn valsi um í laxeldi hérlendis. bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Sjávarútveginum hefur almennt vegnað vel en ég bendi á að sjávarútvegurinn er mjög svo sveif lukennd atvinnugrein, sagan sýnir okkur það. Auk þess hafa veiðiheimildir dregist veru- lega saman,“ segir Þorsteinn Már um hvort greinin leggi nóg fram til samneyslunnar. „Varðandi auðlindagjaldið, þá verðum við að hafa það í huga að gjaldið er beintengt afkomu miðað við árið á undan, sem er skynsam- leg leið. Gjaldið hækkar sem sagt þegar vel gengur. Hversu hátt það á að vera er alfarið ákvörðun stjórn- valda hverju sinni,“ bætir Þorsteinn Már við. Fréttablaðið greindi frá methagn- aði útgerðarfyrirtækja í gær. Eigin- fjárstaða útgerðarmanna hefur auk- ist um meira en hundrað milljarða á nokkrum árum og  voru umsvif kvótakónga sem ná yfir á fleiri svið samfélagsins til umræðu. „Mér finnst orðræðan um íslensk fyrirtæki sem stunda veiðar og vinnslu á köflum svolítið skrýtin. Það á að þrengja að fyrirtækjum sem eru í veiðum og vinnslu á villt- um fiski og kallað er eftir því að þau verði brotin upp,“ segir Þorsteinn Már. Hann  bendir á að á sama tíma vaxi laxeldisfyrirtækin hratt og séu stærri en stærstu hefðbundnu sjávarútvegsfyrirtækin. „Þessi laxeldisfyrirtæki eru í meirihlutaeigu Norðmanna, sem voru tilbúnir til að koma með þolin- mótt fjármagn og þekkingu inn í greinina.“ Þorsteinn Már segir mikilvægt að ná sátt um sjávarútveg. Honum líst ekki illa á hugmyndir Svandísar Svavarsdóttur að svo komnu máli. „Sífelldar deilur um umgjörð sjávarútvegsins eru á margan hátt skaðlegar greininni, þannig að ég fagna því að sjávarútvegsráðherra skipar samráðsnefndir sem ætlað er að fara yfir starfsemi sjávarútvegs- fyrirtækja. Ég býst ekki við öðru en að allir þættir verði skoðaðir gaumgæfilega og nefndirnar skili niðurstöðu sem hægt er að byggja á til framtíðar, enda verður atvinnu- lífið að geta horft nokkur ár fram í tímann þegar ákvarðanir um fjár- festingar eru teknar.“ Þorsteinn Már bendir á að fjár- festingar í sjávarútvegi séu gríðar- lega kostnaðarsamar, svo sem fiskvinnslur og skip. Samherji hafi fjárfest fyrir 25 milljarða króna í landvinnslum og skipum á síðustu fimm árum. Nýtt hátæknifisk- vinnsluhús kosti um 10 milljarða og ný hátæknifiskimjölsverksmiðja um 20 milljarða. „Þetta eru fjárfestingar sem eru nauðsynlegar til að reka tækni- væddan sjávarútveg í fremstu röð á heimsvísu.“ Þorsteinn Már segir að hafa verði í huga að íslenskur sjávarútvegur keppi á alþjóðlegum mörkuðum, þar sem gerðar séu kröfur um gæði, stöðugleika og afhendingaröryggi. Þrátt fyrir tal um risa hér teljist íslensku fyrirtækin ansi lítil úti í heimi. Svandís Svavarsdóttir sagði á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær að hún brynni fyrir auknu rétt- læti í sjávarútvegi. Hún segist hafa verið óhrædd við að tækla erfið mál og boðar gagnsæi í vinnu starfshópa sem hún er að skipa og er ætlað að leggja til breytingar á kerfinu. n Segir illdeilur skaða sjávarútveginn BERUM ARMBANDIÐ OG SÝNUM KRAFT Í VERKI lifidernuna.is ser@frettabladid.is MENNING Viðbygging Borgarbóka- safnsins í Grófinni í Reykjavík, sem staðið hefur auð í hálfan áratug, fær nú bráðum glæsilegt hlutverk, en fimm teymi arkitekta skila tillögum um upplifunartorg í húsinu í dag og verður sú besta valin 22. júní. Pálína Magnúsdóttir borgarbóka- vörður segir margar ástæður vera fyrir því að ekki var ráðist í loka- frágang viðbyggingarinnar fyrr en nú, en nýja rýmið er alls 1.200 fer- metrar, áfast vesturgafli Grófarhúss- ins, á sex hæðum. Meginástæðan hafi verið niður- skurðarkrafa í rekstri bókasafnsins á sínum tíma, en um líkt leyti hafi verið ljóst að nýting bókasafnsins á húsakostinum í Grófarhúsinu myndi breytast, skjalasafnið á þriðju hæð hússins og hluta þeirrar fjórðu yrði flutt í annað húsnæði og ljósmyndasafnið á þeirri sjöttu færi í Hafnarhúsið. „Því var augljóst að gera þyrfti allsherjar endurskipulag á þessum samtals 7.000 fermetrum sem Borg- arbókasafnið hefur nú til umráða eftir að viðbyggingin kom til sög- unnar og tilf lutningar á annarri starfsemi eru að baki,“ segir Pálína. Og ber nú nýrra við, því bókasafn- ið mun taka stórtækum breytingum hvað þjónustu og upplifun varðar. „Nýja Borgarbókasafnið verður viti við höfnina,“ útskýrir Pálína og segir hollenska arkitektinn Aat Vos hafa verið húsráðendum til ráð- gjafar um notkunarmöguleika alls hússins. „Hann er heimskunnur sérfræð- ingur í gerð svokallaðra samfélags- húsa, á þriðja staðnum, sem svo heitir og kemur á eftir heimili og vinnustað,“ segir Pálína og kveðst afar spennt að sjá útfærslurnar sem munu meðal annars státa af miklu stærri barnadeild en nú er til staðar í húsinu, alls konar viðburðum og ævintýrum fyrir fjölskyldur og ein- staklinga. „Við verðum staður til að vera á,“ segir Pálína Magnúsdóttir. n Stærra Borgarbókasafn í Grófinni verður upplifunartorg Arkitektinn Aat Vos hefur gefið ráð. benediktboas@frettabladid.is FASTEIGNIR Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um tæp tuttugu pró- sent frá yfirstandandi ári og verður 12 þúsund milljarðar króna, sam- kvæmt nýju fasteignamati Þjóð- skrár Íslands fyrir árið 2023. Mest er hækkun fasteignamats á Suðurlandi. Þetta kemur fram hjá Þjóðskrá. Segir þar að hækkunin sé umtals- vert meiri en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækk- aði um 7,4 prósent á landinu öllu. Fasteignamat íbúða hækkar mest í Fljótsdalshreppi en þar hækkar íbúðamatið um 38,9 prósent, í Árborg og Hveragerðisbæ um 36,6 prósent og í Ölfusi um 36 prósent. Minnstu hækkanir eru í Dalvíkur- byggð þar sem mat hækkar um 6,2 prósent og í Hörgársveit og Skútu- staðahreppi um 8,5 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Fasteignamat sumarhúsa hækkar um 20,3 prósent á landinu öllu. Mesta hækkun er í Langanes- byggð þar sem mat hækkar um 40,6 prósent en mesta lækkun er í Dala- byggð en þar lækkar fasteignamatið um 15,2 prósent. n Matið hækkar um tuttugu prósent Fasteignamat íbúða hækkar um 23,6 prósent á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt Þjóðskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Svandís Svavars- dóttir hefur sagst brenna fyrir auknu réttlæti í sjávar- útvegi og vera óhrædd a tækla erfið mál. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 4 Fréttir 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.