Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 24
Áhorfand-
inn gengur
inn í sal
þar sem
mörg kerfi
koma
saman og
hvert kerfi
fylgir eigin
reglu.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
sýnir nýtt verk á sýningunni
Ekkert er víst nema að allt
breytist, í Listasafni Íslands.
Verk hennar er fjölþætt innsetning
sem stýrist af mismunandi þáttum.
„Upphaflega kveikjan að verkinu
var hugleiðing um það hvort heim-
urinn sé í eðli sínu óreiðukenndur
eða reglulegur. Ég hef skoðað kerfi
vítt og breitt, bæði manngerð kerfi
og kerfi í náttúrunni og velt því fyrir
mér hvort það sé eitthvað undir
niðri sem stýri öllu eða hvort allt
Sjálfstæði
og frjáls vilji
„Ég set saman
mörg mismun-
andi kerfi og bý
til einn heim,“
segir Ingunn
Fjóla.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
byggist á tilviljunum. Ég velti fyrir
mér hvort óreiða sé yfir höfuð til eða
hvort hlutir birtist óreiðukenndir
fyrir okkur af því við erum svo smá
að við sjáum ekki heildarmyndina.
Ég er uppfull af spurningum en hef
ekki nein ákveðin svör,“ segir Ing-
unn Fjóla.
Verk sem breytist
Hún lýsir innsetningunni nánar:
„Ég set saman mörg mismunandi
kerfi og bý til einn heim. Áhorfand-
inn gengur inn í sal þar sem mörg
kerfi koma saman og hvert kerfi
fylgir eigin reglu. Ákveðnir hlutir
í rýminu hreyfast á meðan aðrir
eru kyrrir. Þannig breytist verkið
stöðugt.
Sumar breytingarnar eru tölvu-
stýrðar og innbyggðar í verkið. Sem
dæmi um það eru hamrar sem slá á
píanóstrengi. Sex strengir eru í rým-
inu og það er slegið á einn þeirra á
mínútufresti, næsta á tveggja mín-
útna fresti, þriðja á þriggja mínútna
fresti og svo framvegis. Ljósin lýsa
upp salinn hægt og rólega og svo
dofna þau smám saman aftur, þann-
ig að þar er líka ákveðinn taktur.
Aðrir mótorar keyra þræði og er
stýrt af hreyfiskynjurum, þannig
að áhorfandinn hefur áhrif á inn-
setninguna. Þegar enginn er inni í
rýminu eru þessir þræðir kyrrir.“
Litlar reglur
Sýningin er greinilega þaulhugsuð.
Um það segir Ingunn Fjóla: „Ég er
mjög upptekin af kerfum, reglum
og mynstrum og allt inni í rýminu
fylgir einhverjum takti. Hann sýnist
kannski ekki alltaf lógískur en er
það fyrir mér. Allt er fullt af litlum
reglum sem ég hef skapað og mætast
á sýningunni.“
Litirnir á sýningunni eru heldur
ekki tilviljun. Frístandandi rammar
á gólfinu eru fjólubláir. „Ég vildi að
rammarnir væru allir eins á litinn.
Fjólublár poppaði upp í hausnum
á mér, hlutlaus litur sem er hvorki
karl- eða kvenlegur og er sjaldgæfur
í náttúrunni.“
Á veggjum salarins eru grænir
tónar öðrum megin og rauðir
hinum megin, en á milli þeirra glitt-
ir í gula tóna. „Þar er ég að hugsa um
merkjakerfi sem við höfum skapað,
rautt og grænt stýrir því hvar skip
sigla milli vita og við þekkjum öll
rauða, græna og gula liti umferðar-
ljósa, en rautt og grænt getur
einnig táknað útgang og inngang.
Á sýningunni er ég að vísa í mis-
munandi kerfi, bæði tæknileg og
hugmyndaleg, og skoða sameigin-
lega f leti þeirra í víðu samhengi.
Með því mætti segja að ég velti
upp spurningum um sjálfstæði og
frjálsan vilja einstaklingsins,“ segir
Ingunn Fjóla. n
kolbrunb@frettabladid.is
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari og Liam Kaplan píanóleikari
bjóða í tónlistarferðalag um Banda-
ríkin á tónleikum á vegum 15:15
tónleikasyrpunnar í Breiðholts-
kirkju laugardaginn 4. júní.
Á efnisskránni verða Romance
eftir Amy Beach, Bird as Prophet
eftir Martin Bresnick, String Poetic
eftir Jennifer Higdon, Jhula Jhule
eftir Reena Esmail og Road movies
eftir John Adams. Verkin eiga það
sameiginlegt að vera skrifuð á sein-
ustu 100 árum í Bandaríkjunum
og sækja innblástur í landslag og
menningu landsins.
Herdís hefur komið fram sem ein-
leikari og sigrað í keppnum á Íslandi
og Bandaríkjunum. Hún var einn af
sigurvegurum í einleikarakeppni
Listaháskólans og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands árið 2016. Hún vann
konsertkeppni Oberlin Conserva-
tory árið 2020.
Liam hefur unnið til verðlauna
fyrir píanóleik og tónsmíðar. Hann
var í fyrsta sæti í konsertkeppnum
í Oberlin Conservatory og Aspen
Music Festival. Hann vann BMI-
verðlaun fyrir ung tónskáld árið
2019 og hefur gefið út tvær einleiks-
plötur sem innihalda seinni hluta
Das Wohltemperierte Klavier og
Goldberg-af brigðin eftir J.S. Bach.
Seinni plata Liams inniheldur einn-
ig átta prelúdíur eftir hann sjálfan
og Orpheus Suite eftir Elizabeth
Ogonek. n
Ferðalag með Herdísi og Liam
Liam og Herdís verða í Breiðholtskirkju. MYND/AÐSEND
Verkin sækja inn-
blástur í landslag og
menningu landsins.
kolbrunb@frettabladid.is
Dómkórinn í Reykjavík fagnar nýju
sumri þar sem flutt verða íslensk
kórverk úr ólíkum áttum undir
stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir
fara fram í Hallgrímskirkju, í kvöld
1. júní, og hefjast klukkan 20.30.
Verkin eiga það sammerkt að vera
samin á undanförnum áratugum,
það elsta frá 1971 en yngstu verkin
voru skrifuð fyrir Dómkórinn.
Nýju verkin eru þrjú talsins, eftir
þau Arngerði Maríu Árnadóttur,
Hafstein Þórólfsson og Hreiðar Inga
Þorsteinsson. Að auki heyrast verk
eftir Smára Ólason, Pétur Þór Bene-
diktsson, Hildigunni Rúnarsdóttur,
Stefán Arason, Sigurð Sævarsson,
Atla Heimi Sveinsson, Martein H.
Friðriksson, Önnu Þorvaldsdóttur,
Báru Grímsdóttur, Sigurð Flosason
og Jón Ásgeirsson. n
Dómkórinn í Hallgrímskirkju
Dómkórinn flytur íslensk kórverk úr ólíkum áttum. MYND/AÐSEND
Verkin eiga það sam-
merkt að vera samin
á undanförnum ára-
tugum
18 Menning 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR