Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 3
Fjöldi rúta var seldur
úr landi í faraldrinum.
1 0 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 . J Ú N Í 2 0 2 2
Mismunandi
kerfi Ingunnar
Tonn af ís í
bakpoka
Menning ➤ 18 Lífið ➤ 20
Kórónafaraldurinn leiddi
til þess að fyrirtæki í ferða-
þjónustu þurftu að selja frá
sér rútur. Heljarstökk úr engu
í brjálaða eftirspurn þýðir að
stóra bíla vantar til að flytja
ferðamenn.
bth@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Skortur á rútum
mun að óbreyttu koma í veg fyrir
að allir þeir erlendu ferðalangar sem
vilja bóka ferðir innanlands fái vilja
sínum framgengt í sumar.
Töluverð brögð voru að því á
Covid-tímanum þegar allt lá niðri
að fyrirtæki seldu stóra bíla úr landi
til að halda velli, ekki síst rútur. Nú
þegar ferðaþjónustan tekur hraðar
við sér en nokkur sá fyrir horfir í
skort á rútubílum.
Guðmundur Jónasson ehf. er eitt
rótgrónasta rútufyrirtæki landsins.
Stefán Gunnarsson forstjóri segir
brjálað að gera. Ekki bara í f lutn-
ingum heldur sé uppselt á hótelum
víða um land út sumarið.
„Við gengum í gegnum Covid, svo
urðu launahækkanir og nú kemur
mikil hækkun á aðföngum, ekki síst
eldsneyti. Þetta hafa verið brekkur
en sem betur fer er ferðaþjónustan
að taka ótrúlega vel við sér,“ segir
Stefán.
Reyndar svo vel að óvíst er hvort
hægt verður að inna af hendi
umbeðna þjónustu af hálfu erlendra
viðskiptavina.
„Margar ferðaskrifstofur sem
sinna skemmtiferðaskipum eru með
hjartað í brókunum yfir að fá ekki
nógu marga rútubíla,“ segir Stefán.
Gunnar Tryggvason, starfandi
hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir
um umskiptin: „Svona er bransinn.
Fyrst héldu menn að sér höndum en
nú verða vaxtarverkir þegar stíflan
losnar.“ n
Rútuskortur hindrar að
farþegar komist í ferðalög
NÚ ER TÍMI FYRIR
SUMMER SALE
sinfonia.is
á Listahátíð í Reykjavík
BARBARA
HANNIGAN
3.& 4. JÚNÍ
ORKUMÁL Landsvirkjun leggur ekki
áherslu á að fá nýja stórnotendur í
málmiðnaði eða hrávöruvinnslu
í viðskipti á næstu árum. Útflutn-
ingur orku er ekki heldur í forgangi.
Þetta kemur fram í aðsendri
grein frá Herði Arnarsyni, forstjóra
Landsvirkjunar, í blaðinu í dag.
Í forgangi verður að sinna inn-
lendum orkuskiptum, styðja við
aukna stafræna vegferð, þó ekki
rafmyntavinnslu.
Einnig verður áhersla lögð á
nýsköpun, meðal annars í f jöl-
nýtingu og matvælavinnslu sem
krefst orku og stuðlar að fjölbreytni
atvinnulífs víða um land.
Landsvirkjun hyggst einnig styðja
við framþróun núverandi stórnot-
enda. SJÁ SÍÐU 12
Nýsköpun og
orkuskipti verði í
forgangi næstu ár
SJÁVARÚTVEGUR „Mér finnst orð-
ræðan um íslensk fyrirtæki sem
stunda veiðar og vinnslu á köflum
svolítið skrýtin.
Það á að þrengja að fyrirtækjum
sem eru í veiðum og vinnslu á
villtum fiski og kallað er eftir því
að þau verði brotin upp,“ segir Þor-
steinn Már.
Á sama tíma bendir forstjóri
Samherja á að laxeldisfyrirtækin
vaxi hratt og séu stærri en stærstu
hefðbundnu sjávarútvegsfyrir-
tækin.
„Þessi laxeldisfyrirtæki eru í
meirihlutaeigu Norðmanna, sem
voru tilbúnir til að koma með
þolinmótt fjármagn og þekkingu
inn í greinina.“
Þorsteinn Már rýfur langa fjöl-
miðlaþögn með viðtali við Frétta-
blaðið í dag. SJÁ SÍÐU 4
Þorsteinn Már
rýfur þögnina
Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur til 19. júní. Við Hallgrímskirkju hefur listakonan Steinunn Þórarinsdóttir komið fyrir skúlptúrum af nöktum og brynjuðum mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI