Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 18
En skattar
þessa fólks
hækka
bara ef það
upplifir
góðæri.
Og þar er
enginn
afsláttur
gefinn.
Með því
að leggja
verðbóta-
þáttinn við
höfuðstól
mundi
„höggið“
af vaxta-
hækkun-
unum
deyfast og
dreifast.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru
andsnúnir því að leiguþak verði sett
á almennum húsnæðismarkaði hér
á landi og tala fyrir því að leigusalar
hafi sjálfdæmi um að ákveða leigu-
verðið.
Enda þótt mörgum kunni að finnast þetta
harðneskjuleg pólitík, einkum í tilviki efna-
minna fólks, þar á meðal einstæðra mæðra,
innflytjenda og skólafólks, sem hafa vart eða
ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi
húsnæði, er þessi stefna Sjálfstæðismanna
skiljanleg í tilviki hægrimanna; þeir trúa á
frjálsan markað og harða samkeppni – og þá
skoðun ber einfaldlega að virða, enda þótt
aðrir kunni að vera ósammála henni.
Leynt og ljóst eru þessir sömu hægrimenn
þó hlynntir leiguþaki í sjávarútvegi. Þar skulu
gæðin ekki vera verðlögð með sama hætti og
gengur og gerist í tilviki almennings.
Þar er við hæfi að gefa efnaðasta fólki lands-
ins verulegan afslátt af eftirsóttustu nátt-
úruauðlindum þjóðarinnar, en veiðigjöld eru
á engan hátt í samræmi við ríkulega framlegð
í greininni, sem hefur gert það að verkum að
stærstu útgerðirnar hafa bólgnað svo af eigin-
fjárstöðu á allra síðustu árum að öll alþýða
manna á erfitt með að skilja upphæðirnar.
Þær nema enda langt á annað hundrað millj-
örðum.
Hægrimenn bera því við að atvinnugreinin
starfi í viðkvæmu umhverfi, en náttúrulegar
sveiflur geri það að verkum að aldrei sé á vísan
að róa, hvað fiskinn og verðmæti hans varðar.
Því beri að hafa veiðigjöldin hófleg, raunar
langt undir markaðsvirði og eðlilegri rentu
sem greinin ætti að inna af hendi, en góðæri í
sjávarútvegi gefi einfaldlega ekki rétta mynd
af stöðu hans til lengri tíma.
Akkúrat það sama er upp á teningnum hjá
launafólki landsins. Það veit sjaldnast hvað
það getur fengið mikla vinnu, þar á meðal
yfirvinnu og aukavinnu til að ná endum
saman – og í tilviki margra er atvinnuöryggi
ekkert sérlega mikið eins og dæmin sanna í
ótryggu efnahagsumhverfi á Íslandi.
En skattar þessa fólks hækka bara ef það
upplifir góðæri. Og þar er enginn afsláttur gef-
inn. Aldrei. Og borgi það ekki sitt er reiknað á
það álag – og álag ofan.
Leiguþakið á Íslandi er ætlað efnaðasta
fólkinu í landinu, raunar því allra ríkasta. Það
er raunaleg þversögn sem æ fleiri stjórnmála-
flokkar, aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn, átta
sig á að gengur ekki lengur, þar á meðal Fram-
sóknarflokkurinn og Vinstri græn. ■
Leiguþakið ■ Halldór
■ Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Árið 2020 urðu hér mestu vaxtalækkanir síðari tíma.
Ekki virtist fyrirséður sá mikli fjöldi fólks sem kaus
að nýta sér umræddar vaxtalækkanir til fjárfestinga í
fasteignum. Þessi atburðarás hefur meðal annars leitt
til alvarlegs skorts á húsnæði og mikilla verðhækkana
sem nú blasa við með tilheyrandi verðbólgu og vaxta-
hækkunum.
Nú hafa stýrivextir hækkað mjög og því fylgja
síhækkandi afborganir af óverðtryggðum húsnæðis-
lánum. Þetta veldur venjulegu launafólki og viðkvæm-
um hópum samfélagsins mikilli streitu og vaxandi
greiðsluerfiðleikum. Draga má í efa raunverulega
gagnsemi slíkra „meðala“ við verðbólgupínunni. All-
tént blasir við veruleg eignatilfærsla og auknar álögur
á lántakendur renna auðvitað beint í vasa lánveitenda,
fjármagnseigendanna. Þeirra hagur vænkast verulega á
meðan öðrum blæðir.
Í lánakerfi Reiknistofu bankanna er til sá valmögu-
leiki að verðbótaþáttur vaxta óverðtryggðra lána
greiðist ekki á gjalddaga, en leggist þess í stað við
höfuðstól. Umræddur verðbótaþáttur er mismunur
vaxta verðtryggðra lána og óverðtryggðra.
Við þessar erfiðu aðstæður ber að hjálpa skuldurum
óverðtryggðra íbúðalána með því að gefa þeim kost á að
gera einmitt þetta. Það er jú verðbótaþáttur vaxtanna
sem nú hækkar stöðugt vegna aukinnar verðbólgu.
Með því að leggja verðbótaþáttinn við höfuðstól mundi
„höggið“ af vaxtahækkununum deyfast og dreifast.
Þegar skuldarar „sjá til lands“ geta þeir svo breytt láninu
í fyrra horf. Kosturinn við þessa leið er að lánið heldur
að mestu eiginleikum óverðtryggðs láns, þótt greiðslu-
byrðin léttist. Til að þetta megi verða þarf að leita
samkomulags við bankana sem ætti að vera auðsótt
mál. Telji bankarnir hins vegar annmarka á þessu þyrfti
Alþingi að bregðast skjótt við og bæta úr, að frumkvæði
bankamálaráðherra. Miklu skiptir að með þessum
hætti getum við komið til móts við hina verst settu í
samfélaginu, sem ella kynnu að missa heimili sín. ■
Óhóflegir vaxtaverkir
kalla á deyfingu
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?
Jakob Frímann
Magnússon
þingmaður Flokks
fólksins
benediktboas@frettabladid.is
Hjónavígsla í Hafnarfirði
Hafnfirðingabrandarar voru einu
sinni mikið sagðir en með PC-
væðingunni má auðvitað ekkert
gera grín að fólki sem býr einhvers
staðar. Einhver gæti jú móðgast
fyrir þeirra hönd. Það er alveg
bannað. En nýr brandari hlýtur að
hafa fæðst í gær þegar nýr málefna-
samningur Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins var
undirritaður við hátíðlega athöfn
undir hjartalaga tré í Hellisgerði.
Munduðu Rósa Guðbjartsdóttir
og Valdimar Víðisson samnings-
pennann, hún í fallega bláu en
hann í virðulegum jakkafötum.
Miðað við hvað sniðuga fólkið á
samfélagsmiðlum er oft sniðugt
þá hljóta einhverjir góðir brand-
arar að hafa orðið til. Annað væri
skandall.
Landsleikur í kvöld
Ísland mætir Ísrael í kvöld í Þjóða-
deildinni en leikurinn fer fram
á Sammy Ofer-vellinum í Haifa.
Varla hefur komið ein jákvæð frétt
um landsliðið alla vikuna og því
kannski ágætt að landsliðið æfði
bara í Danmörku í aðdragand-
anum. Allt frá búningamálum,
samskiptaleysi við leikmenn að
vali landsliðsþjálfara að þá hamra
sérfræðingar á Arnari Þór landsliðs-
þjálfara enda járnið glóandi heitt.
Hann virðist ekki geta gert neitt rétt
til að róa sérfræðinga eða lands-
menn almennt. Það eina sem gæti
bjargað honum eru góð úrslit. ■