Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 26

Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 26
Tíska sem var vinsæl á tíunda áratugnum er að taka sig upp aftur með sumar- komu. Það eru svokall- aðir „bucket“ hattar sem allt fræga og fína fólkið er farið að láta sjá sig með þessa dag- ana. Prada, Gucci og Loewe kynntu þá til sögunnar sem sumartískuna 2022. elin@frettabladid.is Margir setja á sig hatt til að verja sig fyrir sólinni, aðrir til að hylja óhreint hár og enn aðrir til að fylgja nýjustu tísku. Það er ákaf- lega merkilegt að Prada-hatt- arnir, sem fást í sjö litum, eru unnir úr endurunnu nælongarni sem safnað var úr hafinu. Þetta er hreinsað plastsorp sem hefur komið frá fiskinetum og textíl úrgangstrefjum. Mjög ánægjulegt er þegar hátísku- húsin hanna vöru á umhverfis- vænan hátt sem síðan slær í gegn, enda flottir hattar. Skemmtilegir litir setja síðan punktinn yfir i-ið. Hattarnir eru sagðir passa vel við sumarkjóla eða stuttar gallabuxur. Sumum finnst þessir hattar barna- legir í lögun en eftir að Rihanna sýndi sig með Prada-hatt ásamt frægustu fyrirsætum heims varð ekkert barnslegt við þá. Brad Pitt sást með „fötuhatt“ á Opna banda- ríska meistaramótinu og sömu- leiðis Edward Enninful frá breska Vogue-tímaritinu, meira að segja við jakkaföt. Það er engin spurning hvað verður á höfði fólks í sumar vilji það halda í tískuna og klæða sig eins og fræga fólkið. n Tíska sumarsins situr á höfðinu Brad Pitt með tískuhattinn ásamt Bradley Cooper á Opna ameríska mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rihanna lætur sjá sig með Prada-hattinn og er í bol í stíl. 8 kynningarblað A L LT Prada-hatturinn, sem er endurunn- inn úr fiskinetum úr sjó og öðrum úrgangsefnum í hafinu. Natalia Verza er áhrifavaldur sem ljósmyndarar hafa mikinn áhuga á. Hér með svartan Prada- hatt í París. Sonia Ly- son er leikkona og er orðin einn helsti tískuáhrifa- valdur. Hún gengur um með appelsínu- gulan Prada- hatt. Gabriella Ber- dugo er enn einn áhrifavaldurinn sem eft- ir er tekið. Hér með svartan nælonhatt frá Maison Michel en hann er öflugur hatta- hönnuður og það er gaman að skoða heimasíðu hans, michel-paris.com. Breska heimilistrygginga- fyrirtækið Confused.com komst nýlega að þeirri niðurstöðu að hálsmenið The Heart of the Ocean, eða Hjarta hafsins, úr kvik- myndinni Titanic frá 1997, væri verðmætasti skart- gripur í sögu Hollywood. Tryggingafyrirtækið setti saman lista yfir frægustu skartgripina sem hafa sést í kvikmyndum og sjónvarpi og fengu svo skartgripa- verslunina Queensmith til að meta verðgildi gripanna. Queensmith komst að þeirri niðurstöðu að hálsmenið sem tilheyrði per- sónu Kate Winslet, Rose DeWitt Bukater, væri það verðmætasta, en það var metið á rétt tæplega 640,5 milljónir dollara. Hjarta hafsins var með bláan 56 karata hjarta- laga demant, sem var innblásinn af Hope-demantinum. Í öðru sæti var Toussaint-háls- menið sem persóna Anne Hatha- way, Daphne Kluger, bar í kvik- myndinni Ocean‘s 8, frá árinu 2018. Menið var með rúmlega 136 karata demant og það var metið á rúmlega 192 milljónir dollara. Hálsmenið var endurgerð af háls- meni sem var til á 20. öld. Í þriðja sæti var gult 128 karata demantshálsmen sem persóna Gal Gadot, Linnet Doyle, bar í kvik- myndinni Death on the Nile, sem kom út á þessu ári. Það var metið á tæplega 38,5 milljónir dollara. Menið var endurgerð á hinum þekkta gula Tiffany-demanti. Þegar kom að skartgripum úr sjónvarpi var niðurstaðan jafntefli milli trúlofunarhrings Blair Wal- dorf úr Gossip Girl og trúlofunar- hrings Díönu prinsessu úr The Crown. Báðir voru metnir á rétt tæplega 641 þúsund dollara. n Verðmætasti skartgripur kvikmyndasögunnar Hálsmenið fræga í kvikmyndinni Titanic. SKJÁSKOT/YOUTUBE Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Arctic Star sæbjúgnahylki eru framleidd úr íslenskum sæbjúgum sem eru með: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Fjölbreytar amínósýrur • Taurín • Chondroitin súlfat • Peptíð • Vítamín og steinefni. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 2. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.