Fréttablaðið - 15.06.2022, Síða 14
Engin hreyfing hefur verið hvað
varðar rammaáætlun frá árinu 2016.
Það er ábyrgðarhluti að ekki hefur
tekist að vinna málið hraðar en raun
ber vitni í ljósi þeirra samfélagslegu
hagsmuna sem eru að baki. Það er
því fagnaðarefni að rammaáætlun sé
loks að ná fram að ganga. Sömuleiðis
er jákvætt að í fyrsta sinn eru til
greindir virkjunarkostir í vindorku.
Verkefnið er að ná fram heilbrigðu
jafnvægi milli nýtingar og verndar.
Komandi kynslóðum stendur ógn
af loftslagsbreytingum og orku
skipti eru grundvallarþáttur um að
sporna gegn þeim. Metnaðarfull
markmið sem og skuldbindingar
Íslands í loftslagsmálum gera að
verkum að orkuskipti eiga að vera
forgangsmarkmið. Aðgerða er þörf
í þágu orkuskipta og til þess þarf
aukinn aðgang að endurnýjanlegri
orku, sem hægt er að ná fram með
betri nýtingu þeirra auðlinda sem
þegar eru nýttar, með styrkingu
dreifikerfis um landið allt, sparsemi
í notkun og aukinni orkuvinnslu.
En samhliða ógninni af loftslags
breytingum er sífellt betri skilningur
og áhersla á mikilvægi og verðmæti
óbyggðra víðerna sem ríkur vilji
er til að standa vörð um. Það hefur
þess vegna mikla þýðingu að hafa
skýrar leikreglur og stjórntæki á
borð við rammaáætlun til að stuðla
að skilningi og sátt í samfélaginu og
til þess að ná fram því jafnvægi sem
stefnt er að.
Mikilvægt að vinna hraðar
Lærdómur undanfarinna ára hlýtur
að vera sá að færri kostir séu lagðir
fram í hverri tillögu. Hagsmunirnir
að baki eru miklir, margir þessara
kosta eru umdeildir og málefnið
stendur mörgum tilfinningalega
nærri. Hvað varðar mikinn fjölda
virkjunarkosta má nefna að 28 virkj
unarkostir voru í biðflokki án þess
þó að nokkur virkjunaraðili hafi
óskað eftir mati á þeim. Þetta eru
virkjunarkostir sem Orkustofnun fól
verkefnisstjórn að fjalla um, í sam
ræmi við heimild stofnunarinnar
í lögum. Þessir virkjunarkostir eru
flokkaðir í biðflokk fyrst og fremst
vegna þess að ekki liggja fyrir full
nægjandi upplýsingar um viðkom
andi virkjunarkosti. Þetta hefur
hins vegar þau áhrif að á meðan
er annarri landnýtingu á svæðinu
takmörk sett. Óskað var eftir því að
Orkustofnun myndi draga alla þessa
virkjunarkosti til baka. Mjög jákvætt
var að Orkustofnun skyldi fús til þess
og með því stuðla að því að vinna við
þingsályktunartillöguna yrði ein
faldari.
Þau taki ákvörðun
sem bera ábyrgðina
Alþingi er ekki bundið af tillögum
verkefnisstjórnar og getur gert breyt
ingar á tillögunum. Þetta er hin eðli
lega aðferðafræði og mikilvægt að
endanleg ákvörðun sé á hendi þeirra
sem bera á henni pólitíska ábyrgð.
Það er því ekki gagnrýnisvert eitt og
sér að þingið geri breytingartillögur.
Þær verða hins vegar að vera byggðar
á sterkum rökum í þágu almanna
hagsmuna. Tillögur verkefnis
stjórnar um virkjunarkosti byggja
á mati faghópa sem skipaðir eru
sérfræðingum sem leiðir til þess að
gera verður ríkar kröfur til þingsins
um að breytingar séu vandlega rök
studdar og ljóst sé á hvaða forsend
um og rökum þær hvíla. Það er hér
sem verulega vantar upp á af hálfu
ríkisstjórnarf lokkanna þriggja.
Breytingartillögur um Héraðsvötn
og Kjalölduveitu eru illa rökstuddar,
þar sem þessir kostir eru færðir úr
verndarflokki. Þessar tillögur stand
ast einfaldlega ekki lágmarkskröfur
um að þær séu vandlega rökstuddar,
að ljóst sé á hvaða forsendum þær
byggja og síðast en ekki síst að þær
séu í þágu heildarhagsmuna en ekki
sérhagsmuna.
Pólitísk hrossakaup
Ef borin er virðing fyrir hinu mikil
væga viðfangsefni blasir við að rök
styðja ákvarðanir. Stundum eru
hlutirnir ekkert f lóknari en þeir
virðast. Um Héraðsvötn blasir við
að pólitísk hrossakaup ríkisstjórn
arflokkanna hafa leitt af sér niður
stöðu sem fer algjörlega gegn mati
sérfræðinga og verður ekki rökstutt
með ríkum almannahagsmunum.
Tillagan er áfellisdómur um vinnu
brögð þeirra flokka sem þar standa
að baki. Umfjöllun ríkisstjórnar
flokkanna um Kjalölduveitu vekur
sömuleiðis spurningar en ekki eru
færð fram rök fyrir því hvað gerir að
verkum að aftur þurfi að meta þann
kost.
Misvísandi rök sem sett eru fram
um neðri hluta Þjórsár er annað
atriði sem skilur eftir spurningar.
Annars vegar er talað um að líta á
svæðið sem heild og að horfa eigi
til allra þriggja virkjunarkosta í
neðri hluta Þjórsár við það mat. Þar
virðist mega lesa út úr orðunum að
heildstætt mat þriggja kosta sé fram
undan. Engu að síður árétta ríkis
stjórnarf lokkarnir að virkjunar
kosturinn Hvammsvirkjun standi
óbreyttur. Hver er þá staðan? Með
þessari framsetningu skila ríkis
stjórnarflokkarnir niðurstöðu sem
skapar réttaróvissu fyrir alla hlutað
eigandi aðila.
Hið heilbrigða jafnvægi
Viðreisn hefur talað fyrir því að
orkufyrirtæki skulu nýta sem best þá
raforku sem má framleiða á núver
andi virkjanasvæðum. Flokkunin
frá verkefnastjórn byggir á sömu
nálgun. Ríkisstjórnin víkur núna frá
þessum viðmiðum án þess að fyrir
liggi haldbær rökstuðningur um
ákveðnar breytingartillögur. Þá er
ekki heldur fjallað um hversu mikil
raforka færist milli f lokka, það er
hvaða áhrif það hefur á þá raforku
sem verður í nýtingarflokki eftir
breytingartillögur meirihlutans.
Ekkert mat er um hver áhrif þessara
breytingartillagna verða. Að sama
skapi er ekki fjallað um hagkvæmni
virkjunarkosta sem færast milli
flokka eða þjóðhagsleg áhrif þeirra.
Hver verða áhrifin á markmið stjórn
valda um orkuskipti? Verða þau dýr
ari eða ódýrari við þessar breytingar
meirihlutans? n
Stóðst ríkisstjórnin prófið í rammaáætlun?
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
þingmaður
Viðreisnar og
varaformaður um
hverfis og sam
göngunefndar
Búist er við að íbúum á höfuðborg
arsvæðinu fjölgi umtalsvert á næstu
20 árum og því þarf að byggja meira.
Gríðarlegt álag er sett á byggingar
iðnaðinn og í kjölfarið myndast
meiri úrgangur. Byggingariðnaður
inn er ábyrgur fyrir um helmingi
af öllum úrgangi á Íslandi, og ef við
skoðum stóra samhengið þá notar
byggingariðnaðurinn á heimsvísu
um helming af öllu hráefni sem
unnið er úr steinhvolfinu. Þess
vegna er mikilvægt að framtíðar
byggingar okkar feli í sér vistvænar
hringrásarlausnir.
Rétt eins og nafnið ber til kynna
snúast hringrásarlausnir um hring
rás – vörur sem notaðar eru í einu
ferli verða vörur eða auðlindir fyrir
annað ferli. Þannig minnkum við
eða hættum jafnvel alveg að fram
leiða úrgang. Í dag nýtum við auð
lindir, búum til vörur úr þeim og
hendum þeim svo þegar búið er að
nota þær. Þetta línulega hagkerfi
ber ábyrgð á úrgangsstraumunum
sem f læða yfir plánetuna okkar.
En hvernig yfirfærum við hring
rásarhagkerfið yfir á byggingar
iðnaðinn?
Við hjá Grænni byggð reynum
að svara þessari spurningu með
nýju tveggja ára verkefni sem ber
heitið CIRCON. Það hófst 1. apríl á
þessu ári í samvinnu við tvo pólska
samstarfsaðila – Pólska Grænni
byggð og Síleska Tækniháskólann.
Verkefnið miðar að því að styrkja
innleiðingu hringrásarhagkerfis
í byggingargeiranum með því að
búa til hagnýtar leiðbeiningar um
hvernig skal hanna vistvænar bygg
ingar með hringrásarhagkerfið að
leiðarljósi. Þessar leiðbeiningar
verða unnar í náinni samvinnu við
íslenska sérfræðinga úr byggingar
geiranum til að endurspegla ein
stakar íslenskar aðstæður. Síðan
verður leiðbeiningunum dreift
víða meðal fagfólks í byggingar
geiranum. CIRCON verkefnið hlaut
361.422 evru styrk frá Íslandi, Liech
tenstein og Noregi í gegnum EES og
Noregsstyrki, og er samfjármagnað
með ríkisstyrkjum Póllands.
Áhugasamir geta kynnt sér CIR
CON nánar á heimasíðu Grænni
byggðar. n
Hringrásarlausnir fyrir byggingariðnað
Byggingariðnaðurinn
er ábyrgur fyrir um
helmingi af öllum
úrgangi á Íslandi.
Katarzyna
Jagodzińska
verkefnastjóri hjá
Grænni byggð
Hún mamma er mikil dugnaðar
kona. Hefur alla tíð hugsað vel um
heilsuna, hreyfingu og hollt mat
aræði. Alltaf að prófa eitthvað nýtt
í þeim málum; hollustuuppskriftir
úr „Alt for Damerne“, leikfimiæf
ingar úr „Hendes Verden“ eða eitt
hvað annað sniðugt. En mamma
hefur elst eins og gerist og gengur.
Er komin á tíræðisaldur og verður
víst að sætta sig við að geta ekki séð
um sig sjálf lengur. Vissulega erfitt
að þurfa að játa sig sigraða fyrir elli
kerlingu en þetta er gangur lífsins.
Mamma er sem sagt komin inn á
spítala og hún fer líklega ekki heim
til sín aftur. En einmitt á þessum
tímamótum gæti okkar góða heil
brigðiskerfi tekið á móti mömmu,
umvafið hana með umhyggju og
kærleik svo síðustu árunum væri
varið í áhyggjuleysi og góðu yfir
læti. Þannig er það bara ekki. Og
það sem verra er, það er enginn að
fara að gera það þannig. Ekki vegna
þess að það vanti peninga. Ekki
vegna þess að það vanti húsnæði.
Ekki vegna þess að það vanti starfs
fólk. Heldur vegna þess að það er
bara öllum sk…sama.
Síðasta ársfjórðunginn hefur
mamma haft viðkomu á nokkrum
stofnunum. Byrjaði eiginlega með
hvíldarinnlögn á Hrafnistu í Hafn
arfirði. Í afskekktu kjallaraherbergi
þar vissi hún ítrekað ekkert hvar í
heiminum hún væri og af hverju.
Þar niðri var oftast ekki nokkra
aðra sálu að sjá og mamma, sem
ræður illa við að kalla eftir aðstoð
með bjölluhnapp, gat lítið annað en
bara grátið yfir bágborinni stöðu
sinni. Þar tók reyndar steininn úr
þegar ráðist var í framkvæmdir
með múrbroti og öðrum hávaða. Ég
kom að mömmu ælandi af höfuð
kvölum vegna hávaðans. Þrátt fyrir
samtal við vakthafandi stjórnanda
heimilisins reyndist engin leið til
að stöðva þessi læti. Ég neyddist því
til að taka mömmu út af stofnun
inni, enda öllum bara sk…sama.
Það liðu ekki margir dagar áður
en f lytja þurfti mömmu með
sjúkrabíl á bráðamóttöku Land
spítalans. Þar mátti hún dúsa í
nokkrar nætur meðan beðið var
eftir öðru úrræði því bráðamót
takan er að sjálfsögðu ekki að fara
að lækna mömmu af ellinni. Bráða
móttakan er heldur ekki með neina
þjónustu fyrir svona eldri dömur
eins og mömmu. Eftir nokkra daga
var mamma því send með hrað
sendingu á aðra deild. Sú deild
hafði reyndar enga þjónustu heldur
en þangað var hún samt f lutt með
slíkum hraða að við aðstandendur
vorum ekki látin vita. Og hún var
skólaus í þokkabót, skórnir bara
hurfu. Engum á bráðamóttökunni
virtist koma skóleysið eða ákvörð
unarstaður mömmu við, enda
öllum sk…sama.
Eftir meira f lakk milli deilda á
Landspítalanum endaði mamma
loks inni á öldrunardeild, B4. Mikið
var okkur létt að nú væri hún loks
komin undir verndarhendi sér
fræðinga við hæfi. Á vef deildar
innar er lýsing á starfseminni sem
lofar góðu en sjúkraþjálfarar, iðju
þjálfarar, félagsráðgjafar, sálfræð
ingar og næringarráðgjafar starfa
þar með læknum og hjúkrunarfólki
í að sinna öllum þörfum gamla
fólksins. En, nei! Mamma fær ekki
að njóta neins þessa. Það er nefni
lega búið að meta hennar stöðu
þannig að hún ætti að vera á hjúkr
unarheimili. Eins og f lestir vita eru
engin pláss á lausu á slíkum heim
ilum þannig að mamma er bara á
biðlista. Fólk á biðlistum fær ekki
að njóta þeirrar öldrunarþjónustu
sem veitt er á þeim deildum sem
„geyma“ fólkið á meðan. Jafnvel
þótt um öldrunardeild sé að ræða
er mamma bara geymd þarna þar
til þeim tekst að losa sig við hana
aftur og á meðan er þeim bara sk…
sama.
Mamma er því enn án þeirrar
þjónustu sem hún þyrfti að fá. Hún
er illa áttuð og líður illa af hreyfing
arleysi og einveru. Aðstandendur
mega takmarkað heimsækja hana,
að sögn vegna Covid, og lítið hægt
að gera til að bæta stöðuna. Ein
hvern veginn upplifum við eins og
öllum sé bara sk…sama.
Fréttirnar sem við aðstand
endurnir f lytjum hvert öðru eftir
heimsóknir innihalda því allt of
oft „… og mamma grét“. n
… og mamma grét
Marteinn
Sverrisson
sonur aldraðrar
móður
Heldur vegna þess
að það er bara öllum
sk… sama.
14 Skoðun 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ