Fréttablaðið - 15.06.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 15.06.2022, Síða 18
Vatn er hollasti svaladrykkur- inn. Á heitum sumardögum er gott að vökva líkama og sál með heilnæmri vatnsdrykkju og þótt sumum þyki vatns- bragð hvorki fugl né fiskur getur sú skoðun breyst í einni svipan með því að setja það í frískandi og bragðgóðan búning, fullt af fjörefnum. thordisg@frettabladid.is Mannslíkaminn er um 60 prósent vatn. Því er brýnt að sinna daglegri vökvaþörf með nægri vatnsdrykkju en mörgum þykir vatn fremur óspennandi drykkur og sækja frekar í ávaxtasafa, orkudrykki og gosdrykki til að slökkva þorsta þegar sólin skín. Hins vegar er leikur einn að gera ískalt vatn að ljúffengri bragðupplifun sem dregur jafnt unga og aldna að vatnskönnunni vegna litríks útlits svaladrykkjar sem lokkar og laðar með freistandi angan og æðislegu bragði. Þetta er einfalt: Við fyllum ein- faldlega stóra vatnskönnu með köldu vatni, ísmolum, ávöxtum, grænmeti eða kryddjurtum í dálæti og eftir stendur bráðhollur drykkur sem nærir kroppinn og gleður bragðlaukana. Vatn gæti meira að segja orðið uppáhaldsdrykkur þess sem vanalega fúlsar við vatni. Gott er að útbúa vatnskönnu kvöldið áður og geyma í kæli svo vatnið hafi tíma til að taka í sig bragð. Hægt er að geyma ávaxta- vatn í kæli í allt að fjóra daga en taka þarf ávexti, grænmeti, ber og kryddjurtir úr vatninu eftir sólar- hring. Vitaskuld má borða ávexti sem eru í vatnsglasinu en búast má við að þeir verði orðnir vatnskenndari og bragðdaufari en ella. Einnig er tilvalið að útbúa ísmola úr ávaxtasafa eða ávöxtum og berjum sem frjósa inni í ísmolum. Það gefur líka gott bragð og setur fallegan svip á drykkinn. Hér eru gefnar svalandi og bragð- góðar uppskriftir að frískandi sumarvatni. Uppskriftirnar miðast við stóra vatnskönnu eða fjögur stór glös. Jarðarber, basilíka og sítróna ½ bolli skorin jarðarber, fersk eða frosin 5 stór og rifin basilíkublöð 1 sítróna, skorin í þunnar sneiðar Brómber, appelsínur og engifer ½ til 1 askja brómber 1 appelsína, þunnt skorin í sneiðar Lítill bútur af ferskri engiferrót, skræld og þunnt skorin Vatnsmelóna, kíví og límóna 2 bolli vatnsmelóna í bitum 1 kíví, skorið í bita eða sneiðar 1 límóna, þunnt skorin í sneiðar Hunangsmelóna, agúrka og mynta ½ bolli hunangsmelóna í bitum 1 agúrka, þunnt skorin í sneiðar 10 fersk og rifin myntulauf Bláber, sítróna og rósmarín ½ til 1 askja bláber 1 sítróna, þunnt skorin í sneiðar 4 smágreinar af fersku rósmaríni Ananas, kókoshneta og límóna 1 bolli ferskur eða frosinn ananas í bitum 1 bolli bitar af kókoshnetu, ferskri eða frosinni 1 límóna, þunnt skorin í sneiðar Greip, mynta og granatepli 1 greip, skorið í þunnar sneiðar ½ bolli granateplafræ 10 fersk og rifin myntulauf Mangó, hindber og engifer 1 mangó, skrælt og skorið í bita ½ til 1 askja hindber Lítill bútur af ferskri engiferrót, skrælt og þunnt skorinn Fyllið upp með köldu vatni og ísmolum. n Sumarþorsti slökktur með vatni í sparibúningi Í íslenskri bongóblíðu er fátt eins frískandi og svalandi og ískalt vatn með gómsætum og litríkum ávöxtum, berjum og grænmeti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Vatnsmelóna, og í raun hvaða ávöxtur sem er, gerir ótrúlega mikið fyrir gamla góða Gvendarbrunnavatnið. Það er líka sannkallað augnakonfekt. Ég finn líka mun á mér eftir æfingar. Þegar ég hef verið að lyfta þá er líkaminn sneggri að jafna sig. Hulda Rós Eftir að Hulda hóf að taka inn Astaxanthin frá ICE- HERBS finnur hún mun á heilbrigði húðarinnar. Hún finnur síður fyrir bólgum og eymslum í líkamanum og bætiefnið gefur henni orku og úthald til að takast á við annasama daga. Hulda Rós Hákonardóttir hóf að taka inn Astaxanthin fyrir átta mánuðum síðan eftir að systir hennar, Hrafnhildur, mælti með því. „Hún sagði mér hvað það hefði gert sér gott og það vakti forvitni mína,“ segir Hulda, sem er einn eigandi Ger verslana sem reka Hús- gagnahöllina, Betra bak og Dorma. Góð áhrif á systurina „Systir mín lýsti fyrir mér hvað Astaxanthin hafði gert fyrir sig. Hún sagðist finna fyrir minni bólgum og það gæfi henni einnig aukna orku og styrk í æfingum. Sjálf hef ég alltaf æft frekar mikið svo það talaði til mín. Einnig minntist hún á áhrif Astaxanthins á húðina, en þegar maður nálgast fimmtugsaldurinn er alltaf stór plús ef eitthvað getur hægt á öldrun húðarinnar,“ segir Hulda kankvís. Líður almennt betur Hulda segist ekki hafa prófað neitt áður sem eigi að hafa svipaða virkni og Astaxanthin. „Ég hef þó alltaf verið dugleg að taka inn vítamín, og sér í lagi við hækkandi aldur. Eftir að ég byrjaði að taka inn Astaxanthin finn ég mun á bólgum í líkamanum. Áður vaknaði ég oft þrútin, á höndum sérstak- lega, og var aum í liðunum. Þetta hefur nán- ast alveg horfið eftir að ég bætti Astaxanthini við daglega rútínu. Mér finnst húðin líka mun betri og þar sem það hefur nú verið ágætis veður undanfarið, finn ég að ég er mun síður viðkvæm fyrir sólinni. Ég finn líka mun á mér eftir æfingar. Þegar ég hef verið að lyfta þá er líkaminn sneggri að jafna sig. Svo á ég stóra fjölskyldu, er með fjóra unglinga og rek líka eigið fyrirtæki. Það er því alltaf nóg að gera hjá mér. Eftir að ég byrjaði að taka inn Astaxanthinið finn ég fyrir aukinni orku til að takast á við öll mín daglegu störf, og meira til. Það tók nokkrar vikur fyrir mig að finna mun á mér, en í dag líður mér ein- staklega vel. Ég er með meiri orku og úthald og líður bara almennt betur í líkamanum,“ segir Hulda. Magnað bætiefni ICEHERBS bætiefnin eru íslensk framleiðsla og segist Hulda vel kunna að meta það. „Mér finnst það algjörlega frábært að við á Íslandi séum að nýta þau efni sem til eru í náttúrunni okkur til heilsubótar. Það sem er svo magnað við Astaxanthin er hvað það er breiðvirkt. Það er ekki bara gríðarlega öflugt andoxunarefni heldur hefur það margþætt jákvæð áhrif á allan líkamann,“ segir Hulda. Öflugt andoxunarefni Astaxanthin er gríðarlega öflugt andoxunarefni sem hefur marg- vísleg jákvæð áhrif á líkamann. Áhrif Astaxanthin hafa verið mikið rannsökuð og sýna klínískar rannsóknir fram á stórkostlega eiginleika efnisins. Það veitir vörn gegn geislum sólar og stuðlar að heilbrigði augna, heila og hjarta. Astaxanthin hefur frábæra eiginleika fyrir húðina. Það verndar hana, bætir rakastig hennar, mýkt og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum. Það hefur styrkjandi virkni fyrir húðina og eykur náttúrulega eigin- leika hennar til að verjast sólinni og útfjólubláum geislum hennar. Ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina, blokkar Astaxanthin ekki UV-geislana, og kemur því ekki í veg fyrir að UVB-geislarnir breytist í D-vítamín í húðinni. Það ver húðina einfaldlega gegn skemmdum. Astaxanthin dregur almennt úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, hvort sem það er í liðum eða annars staðar. Að auki getur það stuðlað að auknum árangri hjá íþrótta- fólki. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. Mögnuð áhrif á húðina, orku og úthald Hulda segist finna mikinn mun á húðinni eftir að hún byrjaði að taka inn Astaxanthin frá ICEHERBS. MYND/AÐSEND Vatn er svalandi og bragðgott eitt og sér, en það er skemmtileg tilbreyting að setja út í það ávexti, ber, græn- meti og kryddjurtir. 4 kynningarblað A L LT 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.