Vísbending


Vísbending - 08.04.2022, Page 1

Vísbending - 08.04.2022, Page 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483 V Í S B E N D I N G • 1 4 . T B L . 2 0 2 2 1 Gylfi Zoega skrifar um mikilvægi alþjóðasam­ starfs hjá smærri ríkjum Hagsmunum Íslands og Úkraínu er best borgið innan NATO og innri markaði ESB Sigurður Páll Ólafsson skrifar um tilfærslur til efnaminni heimila og áhrif þeirra Efnahagslegar refsi­ aðgerðir Evrópusam­ bandsins eru ekki nægar til að stöðva innrásina 8. apríl 2022 14. tölublað 40. árgangur Um smáríki og styrjaldir 1 Sjá Alberto Alesina og Romain Wacziarg, (1997). On the number and size of nations. The Quarterly Journal of Economics, 112(4), 1027–1056. 2 Sjá Gylfa Zoega og Edmund Phelps (2018). Values, institutions and the rise of Eastern Europe. Economics of Transition and Institutional Change, 27(1), 247-265. Um þessar mundir geisar styrjöld í Evrópu. Gamalt stórveldi vill færa út kvíarnar og drottna yfir nágrönnum sínum. Nágrannarnir vilja vera hluti af Vest- urlöndum þar sem velferð þjóða er meiri og frelsi. En er hægt að skýra þessa atburði með hagfræði? Hagfræðingurinn Alberto Alesina setti fram kenningar um stærð ríkja sem eiga við um þessa atburði.1 Samkvæmt kenningum hans fylgir því bæði ábati og kostnaður að brjóta upp stór ríki og mynda smærri ríki. Ábatinn er sá að íbúar, og þar með kjósendur, verða yfirleitt samleitnari þannig að ákvarðanir um magn og gerð samneyslu falla betur að smekk íbúanna. Í fjölmennum ríkjum þar sem íbúar eru misleitir, t.d. í Bandaríkjunum, reynist oft erfitt að komast að lýðræðislegum niður- stöðum sem þorri fólks er sáttur við. Talað er um rauð fylki og blá og niðurstöður forsetakosninga valda yfirleitt stórum minnihluta kjósenda miklum vonbrigðum. Í smáríkjum Norðurlanda er auðveldara að ná sátt um niðurstöður enda þjóðir meira samleitnar og lýðræðisleg ákvörðunartaka auðveldari. En smæðinni fylgir einnig kostnaður sem kemur í veg fyrir að Norðurlöndin sundrist í enn smærri einingar og fylki Bandaríkjanna lýsi yfir sjálfstæði. Kostn- aðurinn er sá að með því að slíta sig út úr stærra ríki þá tapar smáríkið ýmsum almannagæðum. Þessi gæði eru margs konar. Eitt þeirra eru landvarnir, stærra ríkið getur auðveldlega séð smáríki fyrir landvörnum; annað er gjaldmiðill en sam- eiginlegur gjaldmiðill auðveldar öll við- skipti; enn annað eru landslög sem semja þarf að nýju í nýfrjálsu smáríki; markaður fyrir framleiðslu er stærri í stórveldinu en í smáríkinu og þannig mætti lengi telja. Sjálfstæðisbarátta Úkraínu Af því sem hér hefur komið fram má ráða tvær mögulegar orsakir þess að Úkraína vill brjótast undan ægivaldi Kremlar. Fyrri ástæða er sú að íbúar Úkraínu gera aðrar kröfur til ríkis- valdsins en Rússar, þeir vilja önnur samgæði, kannski minni útgjöld til hermála og, umfram allt, annars konar stjórnkerfi, lýðræði í stað einræðis. Hin ástæðan er sú að íbúar Úkraínu kjósa fremur samgæði lýðræðisríkjanna fyrir vestan sig en Rússlands fyrir austan. Þeir vilja fremur nota evru en rúblu; frekar hafa aðgang að innri markaði ESB en rússneska markaðinum; vilja öryggi NATO aðildar fremur en það öryggi sem gæti falist í því að vera hluti af Rússlandi; og frelsi til að flytja búferlum vestur um fremur en í austurátt. Það er nokkuð augljóst að hagvöxtur og velferð er meiri í þeim löndum Austur Evrópu sem hafa tengst Vesturlöndum sterkustu böndunum.2 En nú gæti einhver bent á að Putin rétt- lætir innrás sína með því að Rússlandi stafi ógn af NATO. Hann er þá, allavega í eigin huga, að verja þau sameiginlegu gæði Rússa sem felast í landvörnum. Undir niðri býr þó sennilega óttinn við að Úkraína dafni efnahagslega og lýðræðislega með aðgangi að samgæðum Vesturlanda. Stórveldisdraumar eru væntanlega ekki fjarri. Sennilega óttast Putin mest að hljóta örlög annarra einræðis- herra eins og Gaddafi og Saddam Hussein. Alþjóðasamtök sem forsenda sjálfstæðis Forseti Úkraínu hefur lagt mikla áherslu á aðild landsins að ESB og NATO. En samgæði þessara samtaka minnka kostnað þess að vera sjálfstætt ríki. Með aðgangi að sameiginlegum mark- aði ESB myndast markaður fyrir útflutning landbúnaðarafurða Úkraínu; erlend tæknifyr- irtæki hefja starfsemi í landinu; lög og reglur ESB um hinn sameiginlega markað verða þá innleidd í Úkraínu; spilling minnkar eitt- hvað; íbúar Úkraínu geta þá búið og starfað annars staðar í Evrópu; erlent fjármagn myndi flæða inn í landið og erlend fjárfesting lyfta lífskjörum. Úkraína gæti einnig vonast eftir því að fá traustan gjaldmiðil og lága verðbólgu. Með aðild að NATO yrði öryggi landsins tryggt, einkum gagnvart Rússlandi. Norður í haf Ísland þarf einnig að hámarka kosti þess að vera sjálfstætt ríki og lágmarka kostnaðinn við það og enn frekar í ljósi þess að það eru 126 íbúar í Úkraínu fyrir hvern einn íbúa hér. Eins og Úkraína er það best gert með því að njóta sameiginlegra varna NATO ríkjanna og sameiginlegs markaðs Evrópusambandsins. Aðild að NATO skiptir lykilmáli fyrir öryggi Íslands. Íslendingar geta prísað sig sæla að það var breski flotinn sem var ráðandi hér í kringum landið á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu og svo sá bandaríski þegar kom fram á seinni helming þeirrar tuttugustu. Þótt alltaf fylgdi böggull skammrifi þá eru þetta réttar- og lýðræðisríki. En er það ekki einmitt lítil spilling hér á landi, allavega í samanburði við Úkraínu, sem veldur því að minni ástæða er til þess fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið en Úkraínu? Þótt spilling sé einhver hér á landi þá er hún væntanlega mun meiri í Úkraínu og stofnanir hér sterkari? Ólígarkar Úkraínu eru sennilega meiri ógn við lýðræði þar en ólígarkar Íslands hér? Stofnanir á Íslandi, lög og reglur hafa notið góðs af Evrópusamstarfinu á síðustu áratugum. Segja má að Ísland hafi orðið nútímasamfélag með aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu árið 1993. Þeirri aðild fyldi sú skylda að taka upp lög og reglur innri mark- aðarins; markaðar með vörur og þjónustu, vinnuafl og fjármagn. Stór hluti innlendrar löggjafar er tekinn frá Evrópusambandinu. Í mörgum tilvikum eru þetta lög sem ekki hefðu ekki verið samin utan þessa samstarfs. Þar má sem dæmi nefna samkeppnislögin (lög nr. 8/1993 samkeppnislög), lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES svæðisins (47/1993), lög um viðurkenningu Gylfi Zoega hagfræðingur framh. á bls. 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.