Vísbending - 08.04.2022, Síða 4
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson
Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf.,
Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík
Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is
Prentun: Kjarninn
Öll réttindi áskil in.
© Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda.
Aðrir sálmar
á menntun og prófskírteinum (83/1993) og
þannig mætti lengi telja. Á fyrstu 13 árunum
eftir aðilda að EES voru alls sett 1656 lög á
Alþingi og af þeim voru 358 undir beinum
eða óbeinum áhrifum af EES aðildinni.3
Það er erfitt að ímynda sér að ráðandi flokkar
á Íslandi hefðu að eigin frumkvæði komið
fram með samkeppnislög og stofnað öflugt
samkeppniseftirlit. Hér á landi tíðkuðust helm-
ingaskipti í bankastarfsemi, rekstri tryggingafyr-
irtækja, sölu á eldsneyti (bæði smásölu og svo
flokkun stórra viðskiptavina), framkvæmdum á
Keflavíkurflugvelli, skipaflutningum og þannig
mátti lengi telja. Þau fyrirtæki sem voru öflugust
voru þau sem höfðu bestu tengingarnar inn í
ráðandi stjórnmálaflokka. Það þurfti Evrópu-
sambandið til að minnka óheilbrigt samkrull
viðskipta og stjórnmála þótt slíkt virðist enn
vera töluvert vandamál.
Breytt heimsmynd
Innrás Rússa í Úkraínu hefur breytt umhverfi
okkar bæði efnahagslega og þegar kemur að
varnarmálum.
Þau samgæði sem felast í landvörnum
skipta nú meira máli heldur en fyrir aðeins
nokkrum vikum síðan. Evrópuþjóðirnar hafa
stóraukið framlög til varnarmála til þess að
geta staðið sem mest á eigin fótum andspænis
þeirri ógn sem stafar af Rússlandi. Sjálfstæði
í varnarmálum skiptir meira máli vegna þess
að reynslan af ríkisstjórn Donald Trump hefur
kennt álfunni að Bandaríkjunum er ekki eins
vel treystandi til að koma Evrópuríkjunum til
bjargar og áður var talið.
Alþjóðavæðingin gengur nú hratt til baka.
Efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Kína
fara minnkandi. Bandaríkin færa framleiðslu
frá Kína til þess að stytta framleiðslukeðjur
og vera minna háð Kína um ýmis aðföng og
framleiðslu. Í Evrópu er kerfisbundið verið að
slíta viðskiptatengslum við Rússland og ekki
fyrirséð að Rússland verði aftur velkominn
viðskiptafélagi Evrópuríkjanna á næstu árum.
Af þessum sökum hefur mikilvægi Evrópu-
sambandsins aukist til muna fyrir Ísland. Á
næstu árum verða Evrópuríkin mun öflugri en
síðustu áratugi þegar kemur að landvörnum og
lega Íslands gerir það nauðsynlegt fyrir þau og
Bandaríkin að koma í veg fyrir að landið fari á
áhrifasvæði Rússa. Markaður ríkjanna verður
enn mikilvægari en áður fyrir okkar útflutnings-
greinar. Á varasömum tímum er mikilvægt að
eiga bandamenn og smáríki innan Evrópusam-
bandsins mega sín meira en utan þess.
En Evrópusambandið hafði þegar sannað
mikilvægi sitt fyrir átökin í Evrópu þegar
3 Sjá https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/Ymislegt/Altingi_-_EES_tengd_
loggjof.pdf.
4 Sjá https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/mannamál/olafur-ragnar-grims-
son-fyrri-thattur/og https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/mannam%C3%A1l/
olafur-ragnar-grimsson-seinni-thattur/
annars konar ógn steðjaði að landsmönnum.
Íslendingar voru hvað fremstir í því að bólusetja
gegn farsóttinni og bóluefnin komu hingað frá
Evrópusambandinu. Það eru samgæði að geta
haft hemil á farsótt og innan samtakanna er
tryggt öll ríki, smá og stór, hafi sem jafnastan rétt.
Lokaorð
Ýmsir stjórnmálaleiðtogar hér á landi hafa gert
lítið úr Evrópusamstarfinu, talað um ESB sem
logandi hús vegna skuldavanda Grikklands og
fleiri ríkja í Suður Evrópu, talið hagsmunum
Íslands betur borgið utan sambandsins og talað
upp samskipti við Kína og stundum einnig
Rússland. Þegar bankarnir féllu var farið til Put-
ins og hann beðinn um fjármagn sem hefði haft
ófyrirsjáanleg áhrif á stöðu landsins. Spyja má af
hverju Putin bauð fram fé og af hverju íslensk
sendinefnd var boðin velkomin til Moskvu til
þess að semja um slíkan stuðning!
Í nýlegu viðtali við fyrrverandi forseta lýð-
veldisins lýsir hann því yfir að Evrópa eigi í
miklum erfiðleikum vegna úrsögn Bretlands úr
ESB, að Bandaríkin séu klofin og varla stjórntæk
á meðan stórkostlegur árangur hafi náðst í Kína
þar sem betur hafi tekist að stjórna misleitri
þjóð. Asía verði álfa tuttugustu og fyrstu aldar.4
Sjaldan er þess getið að áfallið 2008 stafaði
ekki af óvild Vesturlanda heldur innlendri svika-
myllu; að innlenda velsæld megi að miklu leyti
að rekja til Evrópusamstarfsins; og að ekki megi
leggja að jöfnu lýðræði og einræði.
Lýðræði er ekki fullkomið og í lýðræðis-
ríkjum verða oft og reyndar stöðugt deilur og
sundrung. En með því að leyfa mismunandi
sjónarmiðum að koma fram kemur lýðræði
í veg fyrir verstu stjórnvaldsmistökin og gefur
þjóðum möguleika á að skipta um stjórnvöld
á friðsamlegan hátt.
Markaðshagkerfi er einnig ekki fullkomið
en ekkert annað kerfi hefur reynt betur að lyfta
lífskjörum og þá hjálpar velferðarkerfi eins og
þau sem þekkjast í Evrópu. Vel skilgreindur og
varinn eignaréttur, óspillitir dómstólar og sam-
félag sem byggist á lögum og rétti eru forsendur
þess að markaðshagkerfi dafni. Þær er ekki að
finna í Kína!
Hugmyndirnar um alþjóðlega fjármálamið-
stöð sem ekki nyti þeirra samgæða sem felast í
traustri mynt, fjármálaeftirliti og sterkum seðla-
banka reyndust byggðar á sandi. Hugmyndir
um að gefa Evrópu á bátinn og bjóða Kína
velkomið eru byggðar á sama sandi. Skoðana-
skipti og deilur í lýðræðisríkjum eru einmitt
styrkleiki þeirra.
Það er tími til að velja hvar í þessu nýja
landslagi stórvelda Ísland verður. Vonandi
verður það á meðal lýðræðisríkja Evrópu.
4 V Í S B E N D I N G • 1 4 . T B L . 2 0 2 2
Annars konar
aðgerðir
Hörmulegar fréttir vikunnar af líklegum
stríðsglæpum rússneska hersins í
Úkraínu hafa aukið þrýsting á Vesturlönd
um að herða efnahagslegar refsiaðgerðir
sínar gegn Rússlandi. Nú þegar hefur
Evrópusambandið samþykkt bann á öllum
innflutningi kola frá landinu, auk þess
sem það stefnir að frekari takmörkunum
á olíuinnflutningi á næstunni.
Líkt og áður hefur verið minnst á í
Vísbendingu eru efnahagsþvinganir lélegt
vopn til að draga úr milliríkjaspennu.
Engar vonir standa hins vegar til þess að
hægt verði að draga úr spennunni þessa
stundina, þar sem augljóst er af atburðum
síðustu vikna að forseti Rússlands, Vlad-
imír Pútín, muni ekki hætta við innrásina
í Úkraínu vegna viðskiptahagsmuna.
Meginmarkmiðið núna er að svelta ríkis-
stjórn Rússlands fjárhagslega og draga úr
möguleikum hennar á að geta háð stríð í
öðru landi.
Hingað til hefur þetta markmið ekki
tekist. Enn streymir gjaldeyrir inn til Rúss-
lands, þökk sé skörpum vaxtahækkunum
seðlabankans þar í landi og áframhaldandi
orkuútflutningi rússneskra ríkisfyrirtækja.
Skilvirkasta leiðin fyrir Evrópusam-
bandið til að valda rússneska hagkerfinu
skaða er með því að banna innflutning á
verðmætustu útflutningsvörum Rússa, olíu
og jarðgasi. Sambandið er þó hikandi við
að beita slíkum aðgerðum í náinni fram-
tíð, þar sem stór hluti álfunnar reiðir sig á
rússneska orku til að geta hitað húsin sín.
Því er ólíklegt að Evrópa geti haft afgerandi
áhrif á gang stríðsins með efnahagslegum
refsiaðgerðum á allra næstu vikum.
Til lengri tíma er aftur á móti vel hægt
að draga úr efnahagslegum mætti Rúss-
lands á alþjóðasviðinu, en Evrópusam-
bandið gerir nú ráð fyrir að verða orðið
óháð olíu og jarðgasi frá landinu innan
fárra ára eftir því sem orkuskiptum vindur
fram í álfunni.
Sennilega munu því aðgerðirnar ná að
draga úr getu Pútíns til að herja á önnur
lönd og borgara þeirra eftir nokkur ár.
Til þess að stöðva yfirstandandi innrás í
Úkraínu er hins vegar þörf á annars konar
aðgerðum til viðbótar við þær sem eru nú
fyrirhugaðar.
framh. af bls. 1