Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Síða 2
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
4. tbl. 29. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
APRÍL 2022
B reiðholt er fjölmenningarbyggð. Fjölbreyttur félagsauður
er einn helsti styrkur hennar. Fólk af ýmsu þjóðerni með
margvíslegan bakgrunn myndar nú byggðina sem afmörkuð er
með útlínum Breiðholts.
Þessi þróun hefur orðið að umliðnum þremur áratugum.
Einkum þó það sem af er þessari öld. Atvinnulífið hefur
kallað eftir fleira fólki til að leysa ýmis störf af hendi vegna þess
að mannfæð Íslendinga nær ekki að leysa þau verkefni af hendi
sem skapast í nútíma samfélagi.
L íkur eru til að þessi þróun haldi áfram. Ferðaþjónustan er
að koma til baka – alla vega að verulegu leyti eftir að hafa
þurft að halda að sér höndum vegna kovid faraldursins. Hún
kallar á fleiri störf.
Á sama hátt mun byggingaiðnaðurinn kalla eftir fleiri
vinnandi höndum á næstu árum. Ljóst er að viðvarandi
húsnæðisskortur hefur háð landsmönnum og einkum á
höfuðborgarsvæðinu. Úr því þarf að vinna. Næstu áratugur
mun verða áratugur byggingaframkvæmda.
Þótt atvinna sé fyrir hendi og lífsviðurværi sæmilegt eða
gott tekur ávallt tíma fyrir fólk að laga líf sitt eftir nýjum
heimkynnum. Þar kemur tungumálið við sögu. Margt af aðfluttu
fólki kemur frá ólíkum málsamfélögum. Engir tala Íslensku og
sumir tala ekki ensku.
Í Breiðholti hefur margt verið gert til þess að auðvelda fólki
að finna sér flöt í nýjum heimkynnum. Skólasamfélagið og
Þjónustumiðstöð Breiðholts hafa stígið mörg skref í þá átt. Það
starf mun halda áfram. Félagsauður er styrkur byggðarinnar.
Félagsauður er styrkur
Þrír hópar verða valdir til uppbyggingar á
grænu húsnæði í Breiðholti. Hópur sem standur
saman af Vistbyggð, Eflu og Arkís arkitekta verður
boðið til samninga við borgina um uppbyggingu
við Völvufelli 13 til 23. Þá mun Reykjavíkur
borg ræða við hóp Arkþings Nordic, Eflu, S8 og
Þingvangs um lóðina Völvufell 43. Hópur á vegum
Alverks, Grímu, Tendru og VSÓ mun svo koma að
borðinu um lóðina að Arnarbakka 6.
Með þessu tekur Reykjavíkurborg föst skref í
átt að umhverfisvænni markmiðum er kemur að
hönnun, húsagerð og framkvæmdum. Mikilvægt
er að huga að byggðu umhverfi sem hringrás þar
sem samgöngur, skipulag og hús eru hugsað sem
heild fyrir fólk. Nú taka við samningaviðræður
við vinnings hópana um framþróun þeirra fimm
reita sem borgin lagði til í verkefnið. Mark-
mið viðræðnanna er semja um útgáfu formlegra
lóðavilyrða og í kjölfarið lóðaúthlutun með þeim
skilyrðum og kvöðum sem skilgreind verða í hverju
tilviki fyrir sig til að markmið verkefnisins náist.
Um nokkurt skeið hafa reitirnir við Völvufell
og Arnarbakka verið til skoðunar hjá borginni
með uppbyggingu fyrir augum. Hefur borgin
meðal annars fest kaup á fasteignum til að rýma
fyrir nýju umhverfi.
Grænar byggðir munu
rísa í Breiðholti
Hugmynd að nýjum leikskóla við Völvufell.
- þrír hópar valdir til að skipuleggja uppbyggingu
Þrír ærslabelgir vera settir
upp í Breiðholti í sumar. Það
er hluti af umhverfisverk
efni borgarinnar og afleiðing
af kosningu í “hverfið mitt”
þar sem óskað var eftir
uppblásnum ærslabelgjum.
Ærslabelgirnir eru þó
aðeins brot af þeim rúmlega
hundrað verkefnum sem koma
til framkvæmda á árinu 2022 í
tengslum við lýðræðisverkefnið
Hverfið mitt.
Reykvíkingar geta verið
hoppandi glaðir í sumar þegar
ærslabelgjafjöldinn í borginni
margfaldast en þrettán nýir
ærslabelgir verða settir upp.
Ærslabelgirnir verða tveir í
Grafarvogi, tveir í Háaleiti og
Bústöðum, tveir í Árbæ og
Norðlingaholti, og einn í Grafar-
holti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi,
Laugardal og Vesturbæ. Áætlaður
kostnaður vegna þessara 111
verkefna er 850 milljónir króna.
Áætlaður framkvæmdatími er
maí til desember 2022.
Þrír ærslabelgir í Breiðholtið
Þrír ærsalbelgir verða settir upp í Breiðholti.
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
eða fáðu lyfin send heim
Pantaðu á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í yfir 60 ár
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið 9-18 virka daga. Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053