Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Page 11
Grunnskólaganga hvers nemanda er
mót andi fyrir framtíðarmöguleika við komandi.
Það er því brýnt að starfsemi grunn skólanna
gangi vel. Stjórnendur, kennarar og annað
starfslið grunnskóla samtímans standa hins
vegar frammi fyrir marg víslegum áskorunum,
m.a. vegna örra breytinga í samfélaginu og
tækniframfara. Skapa þarf vandaða umgjörð
svo að grunnskólarnir séu vel í stakk búnir til
að takast á við þennan flókna og síbreytilega
veruleika. Í þessari grein verður kastljósi
beint að tveim snúnum viðfangsefnum
sem hafa töluverð áhrif á starfsemi
grunnskóla Reykjavíkur.
Staða grunnskólanemenda
með fjölbreyttan
tungumála- og
menningarbakgrunn
Í ársbyrjun 2019 var fólk af
erlendu bergi brotið 14,1% af
heildarfjölda íbúa hér á landi en
sambærileg tala árið 1995 var 1,8%.
Fjölgun íbúa á Íslandi á meðal
erlendra ríkisborgara er mun meiri
og hraðari en sem nemur fjölgun
íslenskra ríkisborgara og er því
spáð að svo verði áfram (Mann-
fjöldaspá 2020–2069, Hag tíðindi, 17.
desember 2020, bls. 6).
Þessi þróun hefur um langa hríð
haft töluverð áhrif á starfsemi
grunnskólanna í Reykjavík, ekki
síst þeirra sem eru í Breiðholti.
Þetta stafar m.a. af því að í sumum
hverfum Breiðholts er verulega
hátt hlutfall grunnskólanemenda
með annað móðurmál en
íslensku. Almennt má segja að
í framkvæmd sé erfiðleikum
bundið að skipuleggja skóla- og
frístundastarf þannig að þörfum
nemenda með ólíkan menningar- og
tungumálabakgrunn sé mætt (sjá
Drög að stefnu – Menntun barna
og ungmenna með fjölbreyttan
tungumála- og menningarbakgrunn,
maí 2020, bls. 12).
Í upphafi þessa kjörtímabils,
haustið 2018, lögðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
að Reykjavíkurborg „beiti sér fyrir
því að minnka eða útrýma þeim
mismun sem myndast hefur á milli
barna innflytjenda og annarra
barna hvað varðar námsárangur
og þátttöku í íþróttum og
tómstundum“. Þrátt fyrir að tillagan
fengi farsælan meðbyr verður ekki
framhjá því horft að mikið verk
er enn óunnið. Að okkar mati er
t.d. mikilvægt að gripið verði til
sértækra aðgerða í Efra Breiðholti,
svo sem að auknu fjármagni
sé varið til að fá sem flesta
grunnskólanemendur til að taka
þátt í íþrótta- og tómstundastarfi.
Staða drengja í
grunnskólakerfinu
Í október 2020 lögðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
til að gerði yrði úttekt á
kynbundnum mun á námsárangri í
leik- og grunnskóla, með sérstakri
áherslu á læsisfærni á íslensku.
Tillögunni var vísað til meðferðar
skóla- og frístundaráðs og eftir hér
um 18 mánaða málsmeðferð var
tillögunni vísað frá af núverandi
meirihluta borgarstjórnar, sbr.
fundargerð sviðsins, dags. 22. mars
síðastliðinn. Þessi afgreiðsla varpar
ljósi á þá forgangsröðun sem
meirihlutinn stendur fyrir.
Til þess verður að líta að
samkvæmt PISA könnun frá 2018
geta 34% drengja ekki lesið sér
til gagns við lok grunnskóla hér á
landi á meðan sama hlutfall fyrir
stúlkur er 19% (sjá t.d. https://
mms.is/frettir/nidurstodur-pisa-
2018-liggja-fyrir). Ástæða er til að
ætla að þessi staða hafi ekki farið
batnandi undanfarin ár (sjá t.d.
meistararitgerð Svövu Þórhildi
Hjaltalín: Hvernig verða börn
læs?, febrúar 2022). Full þörf er
á því að námsárangur drengja í
grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn
til sérstakrar skoðunar og fundnar
séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í
grunnskólakerfinu.
Leiðin fram á við
Þótt stjórnendur grunnskóla og starfslið
þeirra, sé sjálfsagt allt að vilja gert til að
sinna sínum verkefnum af kostgæfni, þá þarf
skynsamlega pólitíska forgangsröðun til að
starfsemi grunnskóla í Reykjavík taki framförum.
Í þeim efnum eru opinberar stefnur, sem og
skýrslur samdar af sérfræðingum, vissulega
góðra gjalda verð. Hins vegar skiptir efnið meira
máli en umbúðirnar.
Að okkar mati á að taka meira tillit til ráða
þeirra starfsmanna sem sinna þessum
verkefnum á hverjum degi, svo sem hjá
kennurum, starfsmönnum frístundaheimila og
einnig þeirra sem bera hitann og þungann af
íþrótta- og tómstundastarfi sem fram fer nálægt
einstaka grunnskólum Reykjavíkur.
Þau stjórnmál eru nefnilega vænlegust til
árangurs, sem byggð eru á samráði við þá, sem
þurfa á hverjum degi að lifa með afleiðingum
pólitískrar stefnumótunar.
Helgi Áss skipar 7. sæti og Jórunn Pála 9.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir
borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða
14. maí 2022.
11BreiðholtsblaðiðAPRÍL 2022
Helgi Áss
Grétarsson.
Helgi Áss Grétarsson og Jórunn Pála Jónasdóttir
Er maginn í steik?
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæðiT
ev
a
0
2
8
0
6
2
-1
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum
til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin
í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fastandi maga. Kynnið ykkur notkunar-
leiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega
upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf.
Grunnskólar Reykjavíkur og snúin viðfangsefni þeirra
J ó r u n n P á l a
Jónasdóttir.