Breiðholtsblaðið - 01.04.2022, Page 14
14 Breiðholtsblaðið APRÍL 2022
Fimm drengir úr fjórða
flokki Leiknis hafa verið
kallaðir til æfinga í
hæfileikamótun KSÍ.
Um er að ræða hópæfingar
þar sem knattspyrnu
sambandið fær tækifæri til
að skoða hvaða leikmenn
eru að koma upp í uppeldis
starfi félaganna og gætu
mögulega verið klárir í
Ulandsliðsumhverfið
á næstu árum.
Það voru þeir Karan, Egill
Ingi, Steinn Aziz, Adam og Axel
Örn sem fengu kallið að þessu
sinni og eru þeir á myndinni.
Fimm kallaðir í hæfileikamótun
Þegar líður að lokum
skóla ársins þurfa foreldrar,
börn og unglingar að
huga að þátttöku í sumar í
uppbyggilegu íþrótta- og frí-
stundastarfi. Þátttaka í slíku
sumarstarfi er mikilvæg
fyrir öll börn og unglinga
sem geta komið því við að
taka þátt. Fátt er skemmti -
legra en að fást við skemmti-
leg og áhugaverð verkefni
á sumar námskeiðum t.d.
í íþróttum, tónlist eða leiklist í góðum
félagsskap undir stjórn fullorðinna
leiðbeinenda.
Þá má ekk i g leyma mik i lvægi
sumarnámskeiðanna í forvörnum en
rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar
sem taka þátt í skipulögðu íþrótta og
frístundastarfi yfir sumartímann eru
síður líklegir til að reykja, verða ölvaðir
eða neyta fíkniefna en þeir sem ekki taka
þátt í slíku starfi á sumrin. Foreldrar eru
því hvattir til að gefa börnum sínum og
unglingum tækifæri og hvatningu til
þátttöku. Sú hvatning á einnig við vegna
þess hve erfitt þetta skólaár hefur verið
vegna Covid, veðurs ofl. Virkni barna krefst
hvatningar eftir þá félagslega ládeyðu sem hefur dunið yfir okkur.
Fjöldi námskeiða á vegum frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs,
íþróttafélaganna ÍR, Leiknis og Ægis standa til boða í Breiðholtinu
auk námskeiða annarra aðila.
Upplýsingar um sumarnámskeið er að finna á vefnum
www.fristund.is
Öllum unglingum í 8.10. bekk í Reykjavík stendur til boða að
skrá sig í Vinnuskólann. Þar stunda unglingarnir vinnu í ákveðinn
tíma á dag og í ákveðinn vikufjölda yfir sumarið undir stjórn
fullorðinna flokkstjóra. Unglingarnir fá laun fyrir sína vinnu sem
getur verið allt frá garðyrkju yfir í að vera aðstoðarleiðbeinendur á
sumarnámskeiðum yngri barna.
Upplýsingar um skráningu í Vinnuskólann er að finna á vefnum:
www.vinnuskoli.is
Gleðilegt sumar
Jóhannes Guðlaugsson
Frístundatengill hjá
Þjónustumiðstöð Breiðholts
Skemmtileg
sumarnámskeið
og vinnuskóli
Heilsueflandi BreiðHolt
Jóhannes
Guðlaugsson.
GETRAUNIR.IS
GETRAUNIR.ISGETRAUNANÚMER
LEIKNIS ER 109
www.leiknir.com
Samstarfshópur
um forvarnir