Nesfréttir - 01.04.2022, Qupperneq 8

Nesfréttir - 01.04.2022, Qupperneq 8
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021, sem undirritaður var af bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 7. apríl, sýnir verulegan bata á rekstri og sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Rekstur A hluta bæjarins fyrir afskriftir og fjármagnsliði skilaði 82 mkr. afgangi samanborið við 53 m.kr. halla árið 2020. Er þetta bati upp á 135 mkr. Þá er grunnreksturinn 129 mkr. betri en áætlanir fyrir 2021 gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða af A sjóði fyrir breytingu á lífeyrisskuldbindingu er halli upp á 128 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 194 mkr. hallarekstri vegna yfirstandandi Covid faraldurs sem nú sér loks fyrir endann á. Betri rekstrarniðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir skýrist af hærri tekjum, einkum útsvarstekjum sem voru 200 mkr. yfir áætlun. Skatttekjur A hluta námu 3.615 mkr. og hækkuðu um 6,2% frá síðasta ári. Laun og launatengd gjöld námu um 2.823 mkr. og hækkuðu um 2,5%. Annar rekstrarkostnaður var töluvert hærri en áætlun gerði ráð fyrir, nam 1.799 mkr. og hækkaði um tæp 8,6%. Skýrist kostnaður umfram áætlun að miklu leyti af aðgerðum vegna Covid faraldursins og má þar nefna m.a. lokun sundlaugar, aukin þrif og launakostnað. Rekstrarhalli A og B sjóðs nam tæpum 530 mkr. á síðasta ári en gert var ráð fyrir 136 mkr. króna halla samkvæmt fjárhagsáætlun. Afkoma af grunnrekstri er góð og fer batnandi, en 455 mkr. einskiptis gjaldfærsla á lífeyrisskuldbindingu í ársreikningi samkvæmt reikningsskilareglum gefur ekki rétt mynd af niðurstöðu. Gjaldfærslan hefur ekki áhrif á sjóðstreymi og þ.a.l. ekki áhrif á útgjöld bæjarins tilgrunnþjónustu. Ef sleppt er að taka tillit til hækkunar á lífeyrisskuldbindingu nam halli A og B sjóðs rúmlega 73 mkr. en spáð var halla upp á 106 mkr. þar sem tekið var tillit til kostnaðar vegna Covid. Veruleg hækkun lífeyrisskuldbindingar Í þessu sambandi er ástæða til þess fara yfir hvað eru lífeyrisskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding eru uppsöfnuð áunnin réttindi þess fólks sem starfað hefur hjá sveitarfélaginu á undanförnum áratugum og koma til greiðslu á næstu áratugum. Skuldbindingin var uppreiknuð af tryggingastærðfræðingi um áramótin og lagði hann til að skuldbinding myndi hækka um rúmar 500 mkr. þar sem réttindi fólks höfðu hækkað meðal annars vegna breytinga á lífslíkum, launahækkana og verðbóluspá næstu ára. Því varð hækkunin um áramótin svona há, rúmar 500 mkr. sem gjaldfærð var í rekstrarreikningi ársins 2021. Þessi fjárhæð kemur til greiðslu á næstu þrjátíu árum eða svo. Þetta er skuldbinding miðað við þann fjölda sem nú fær og mun fá greiðslu frá lífeyrissjóðnum næstu áratugi. Lífeyrisskuldbindingar fela ekki útstreymi í sér Ég hef verið þeirrar skoðunar að þessa skuld­ bindingu eigi að gera grein fyrir í skýringum, en ekki færa inn í rekstrarreikninginn þar sem ekki er um útstreymi fjármagns að ræða eins og annar rekstrarkostnaður ber með sér. Þessi færsla sýnir ekki rétta mynd á sama tíma og reksturinn gekk vel á liðnu ári. Gjaldfærð lífeyrisskuldbinding ársins nemur eins og áður sagði 455 mkr. vegna verulegra breytinga sem gerðar eru á forsendum útreiknings skuldbindingarinnar að tillögu Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Breytingin felst m.a í hækkun á lífslíkum og launahækkunum og þar með áunnum réttindum sjóðsfélaga sem fá greiðslur úr B­deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Ljóst er að endurskoða þarf hvernig þessi breyting er sett inn í ársreikning sveitarfélaga. Litlar skuldir skapa svigrúm Fjárhagsstaða bæjarins er sterk. Langtímaskuldir A sjóðs nema 2.933 mkr. og jukust um 400 mkr. á árinu og langtímaskuldir samstæðu nema 8 Nesfrétt ir Traust fjárhagsstaða og bjartir tímar á Nesinu Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjar- félaginu frá 29. apríl – 5. maí nk. Gámarnir verða staðsettir við Smábátahöfnina, á horni Lindarbrautar og Norðurstrandar, Eiðistorgi, Austurströnd 1 (bílaplan) og við Sæbraut 2 (bílaplan). Við hvetjum jafnframt bæjarbúa til að huga að umhverfinu og tína upp rusl í bæjarlandinu. Á SELTJARNARNESI 29. APRÍL – 5. MAÍ 2022 UMHVERFISDAGAR 0 - 27. maí nk. Umhverfisnefnd Seltjarnarness LTJARNARNESI 20. – 27. MAÍ 2 19 S E L T J A R N A R N E S B Æ R U M H V E R F I S N E F N D - grunnrekstur styrktist um 135 milljónir milli ára Ás gerð ur Hall dórs dótt ir.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.