Nesfréttir - 01.04.2022, Qupperneq 10

Nesfréttir - 01.04.2022, Qupperneq 10
10 Nesfrétt ir Fjölbreyttur garðagróður fegrar umhverfi Seltjarnarness og veitir íbúum skjól í görðum sínum. Þar sem gróðurinn vex ár hvert er nauðsynlegt að huga vel að því að hann vaxi ekki út fyrir lóðarmörk eða slúti þannig yfir að hætta stafi af. Gróður getur slegist í gangandi og hjólandi vegfarendur með tilheyrandi hættu á slysum. Einnig geta greinar skyggt á umferðarmerki, götumerkingar eða jafnvel götulýsingu. Snyrta þarf gróður og klippa þannig að hvers konar umferð gangi greiðlega. Best er að gera það þegar tré og runnar eru ekki laufguð og greinabygging því vel sýnileg. Stöndum saman um að minnka hættur í umhverfi okkar. SNYRTUM GRÓÐUR VIÐ LÓÐARMÖRK 2,75 m. STÉTT 4 m. GATA U M H V E R F I S N E F N D Gaman að taka þátt í leiksýningunni Tveir Seltirningar taka þátt í barnaleikritinu Langelstur að eilífu sem var sett á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði 15. janúar sl. Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum og Langelstur í leynifélaginu voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Krakkarnir sem leika í Langelstur að eilífu eru: Hildur María Reynisdóttir sem er í 3. bekk í Mýró og Steinar Thor Stefánsson sem einnig er í 3. bekk í Mýró. Hildur segir áhugamál sína vera leiklist, fótbolti, leika við vinkonur og fara til útlanda og Steinar nefnir leiklist, lestur, handbolta og læra á píanó. Þau segja að leikriti fjalli um gamlan mann sem heitir Rögnvaldur sem er búinn að vera í 90 ár í fyrsta bekk eða frá því að hann var sex ára. Svo kemur stelpa í bekkinn sem heitir Eyja og þau verða bestu vinir. Hildur María og Steinar Thor leika bekkjarsystkini Eyju og Rögnvaldar og eru í fyrsta bekk. Vera á sviði og eignast góða vini Hvað finnst þeim skemmtilegast við það að taka þátt í leikritinu. Hildur segir að eignast góða vini og sýna á sviði og Steinar bætir við að það sé skemmtilegt að leika fyrir framan fólk og eignast nýja vini. Þegar þau voru spurð um uppáhalds atriði í leikritinu nefndu þau bæði karókí dansinn og Hildur nefndi einnig lokaatriðið. Uppáhaldslög þeirra í leikritinu eru Stafrófslagið og Besti dagur í heimi. Þau segja að hægt sé að hlusta á lögin bæði á Spotify og YouTube. Stundum stressandi – frekar fyrir sýningar Stóra spurningin er ef til vill sú hvernig þeim líður þegar þau standa á sviðinu og sýna fyrir framan áhorfendur. Hildur segir að það sé gaman en líka stundum stressandi. Steinar segir að það sé frekar stressandi fyrir sýningu en þegar sýningin sé í gangi þá fari stressið og sér líði vel. Þau segja bæði að það erfiðasta í sýningunni sé að syngja og dansa í einu. Þau mæla með því fyrir aðra krakka að taka þátt í leiksýningum. Það sé gaman og þar eignist maður nýja vini. Að lokum hvetja þau alla að skella sér í Gaflaraleikhúsið á leikritið Langelstur að eilífu. Miðasala er á tix.is. Hlökkum til að sjá ykkur öll í leikhúsinu segja þau Hildur María og Steinar Thor að lokum. Hægt er hægt að sjá umfjöllun um leikritið og hverjir listrænir stjórnendur og aðrir leikarar eru á https://www.visir.is/g/20212184893d. Hildur María Reynisdóttir t.v. og Steinar Thor Stefánsson. - segja þau Hildur María og Steinar Thor sem bæði leika í Langelstur að eilífu í Gaflaraleikhúsinu Frá barnaleikritinu Langelstur að eilífu.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.