Nesfréttir - 01.04.2022, Blaðsíða 17

Nesfréttir - 01.04.2022, Blaðsíða 17
Nesfrétt ir 17 AtkvæðAgreiðslA utAn kjörfundAr Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitastjórnarkosninga 14. maí 2022 er hafin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 2. hæð. Opnunartími: 19. apríl – 1. maí, kl. 10:00 – 20:00 2. maí – 13. maí, kl. 10:00 – 22:00 Á kjördag laugardaginn 14. maí verður opið frá kl. 10:00 – 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við atkvæðagreiðsluna. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: www.kosning.is Nú styttist í að við Seltjarnarnesbúar fáum tækifæri til að kjósa nýja stjórn fyrir bæinn okkar og mikilvægt að nota þessi tímamót til að íhuga í hvernig bæ við viljum búa. Samfylking og óháðir bjóða fram til starfa fólk á öllum aldri, með mikla og fjölbreytta reynslu að baki, sem vill vinna að því að gera okkar ágæta Seltjarnarnes að enn betri stað til að búa í. Betri bær fyrir börn Samfylking og óháðir vilja byggja upp bæ sem stuðlar betur að vellíðan barna á öllum aldri. Liður þar í er að tryggja gott húsnæði og skólalóðir fyrir öll skólastigin, sem aftur styður við þróun og faglegt starf skólanna þannig að jafnt börnum sem starfsfólki líði þar vel. Við ætlum að byggja nýjan leikskóla og stórbæta skólalóð grunnskóla Seltjarnarness. Við viljum efla þjónustu á öllum skólastigum svo öll börn fái tækifæri til að blómstra. Það gerum við með áherslu á snemmtæka íhlutun, samstarf stofnana og greiðan aðgang að viðunandi úrræðum á réttum tíma til að tryggja að ekkert barn falli á milli kerfa. Við ætlum að efla unglingastarfið á ný með því að snúa við niðurskurði í félags­ og forvarnarmálum. Við viljum bjóða öllum börnum 5 ára og eldri 75.000 króna tómstundastyrk og svo öll börn hafi tækifæri til að stunda fjölbreytt og öflugt íþrótta­ og tómstundastarf. Öflugur miðbær og enn betra umhverfi Samfylking og óháðir vilja byggja upp öflugan og spennandi miðbæ Seltjarnarness með því að endurskipuleggja Eiðistorg. Horft væri m.a. til þess sem gert var með ágætum árangri á Garðatorgi þar sem bílastæði voru færð neðanjarðar að hluta og ný íbúðarhús byggð með fjölbreyttri verslun og þjónustu á götuhæð og íbúðum á efri hæðum. Við gerð skipulagsins munum við horfa til þess að íbúðirnar verði góð blanda af húsnæði sem hentar fyrstu kaupendum, fjölskyldum sem og eldri borgurum sem vilja minnka við sig. Þannig fjölgar Íbúum og við fáum skemmtilegan miðbæ á ný. Falleg náttúra og umhverfi er eitt aðalsmerki Seltjarnarness og við ætlum að stuðla að því að Seltjarnarnesbúar, sem og gestir bæjarfélagsins, njóti þessa sem best. Það gerum við jafnt með verndun umhverfisins sem og góðu aðgengi ­ og þar skiptir samstarf við bæjarbúa sköpum. Ábyrg fjármálastjórnun Samfylking og óháðir ætla að sýna ábyrga fjármálastjórnun við rekstur Seltjarnarnesbæjar. Síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af slæmum rekstri þar sem tekjur hafa ekki dugað til að greiða fyrir þá þjónustu sem bærinn þarf að veita. Tap bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar er um 1400 milljónir og skuldir sveitarfélagsins hafa farið úr 2,3 milljörðum árið 2017 upp í rúmlega 6 milljarða árið 2021. Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur reynt að bregðast við þessu með því m.a. að fresta framkvæmdum við nýjan leikskóla ­ sem þau lofuðu fyrir síðustu kosningar. Með því að hækka matarkostnað í leik­ og grunnskóla og það án þess að huga að gæðamálum. Með því að skera niður í jafn mikilvægum málaflokki og forvörnum. Þessar ákvarðanir hafa verið óvinsælar hjá bæjarbúum sem sést m.a. í árlegri þjónustukönnun Gallup; á kjörtímabilinu fór sveitarfélagið úr efstu sætum, þegar ánægja íbúa á þjónustu og stjórnun er mæld, niður í þau neðstu. Þessu viljum við breyta. Síðastliðið haust hækkuðu bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar ásamt Bjarna Torfa, sem þá var bæjarf ulltrúi Sjálfstæðismanna, útsvars prósentu bæjarbúa lítillega, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Hækkunin nemur 390 krónum á hverjar 100.000 krónur sem íbúi á Seltjarnarnesi er með í laun en skilar um 100 milljónum í bæjarsjóð. Þessar 100 milljónir nýtast til að koma í veg fyrir áframhaldandi taprekstur og skuldasöfnun, sem aftur sparar vaxtakostnað og skapar svigrúm til að byggja upp betri bæ fyrir okkur öll. Sækjum fram Fólkið á lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi býður fram krafta sína til að byggja upp góðan bæ fyrir Seltjarnarnesbúa á öllum aldri. Það er staðreynd að uppbygging sveitarfélags og góð þjónusta kostar. Smávægileg lækkun á útsvari á næsta kjörtímabili er því ekki keppikefli. Við horfum á næstu fjögur ár sem ár sóknar þar sem þjónusta við íbúa á öllum aldri verður efld, ráðist verður í framkvæmdir og viðhald á eignum og önnur verkefni sem íbúar telja mikilvægt að verja fjármunum til. Í þannig bæ viljum við búa. Guðmundur Ari Sigurjónsson Oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Betri bær fyrir okkur öll Guðmundur Ari Sigurjónsson.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.