Vesturbæjarblaðið - apr. 2021, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - apr. 2021, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 4. tbl. 24. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Ákveðið hefur verið að lækka hámarkshraða á ýmsum götum í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að markmið áætlunarinnar sé að stuðla að bættu umferðaröryggi og að nauðsynlegt sé að draga úr umferðarhraða til að ná því. Ekki sé réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir minni tafir. Umdeilt er hversu miklar tafir eða önnur óþægindi lækkun hraða getur skapað. Óumdeilt á þó að vera að lækkun getur dregið úr mengun og öðrum umhverfisáhrifum. Nokkur umræða hefur orðið um þetta mál bæði í Vesturbænum sem annars staðar í borginni og sitt sýnist hverjum. Hún tengist einnig öðrum breytingum sem unnið er að í samgöngumálefnum á höfuðborgarsvæðinu. Þeim breytingum að efla aðra samgöngumáta en umferð einkabíla. Reykjavík og raunar allt höfuðborgarsvæðið er að breytast. Landrými er ekki óendanlegt og byggð því að þéttast. Einnig eru komnar á sjónarsviðið kynslóðir sem horfa til breyttrar og þéttari borgarmyndar en höfuðborgarsvæðið hefur borið í sér. Þessar breytingar ná einnig til samgangna. Ógerlegt er að auka umferð bíla í takt við þessar breytingar. Slíkt myndi leiða til umferðartafa sem hvorki verða leystar með endalausum steypumannvirkjum í formi mislægra gatnamóta og hringtorga eða hraðri umferð. A lmenningssamgöngur hafa alla tíð átt undir högg að sækja hér á landi. Veðrátta á einhvern þátt í því en einnig áhugaleysi um að sá samgöngumáti verði aðlaðandi. Bílaöldin sem hófst með niðurfellingu gjaldeyrishafta 1960 reið yfir af þunga. Þótt efla verði almenningssamgöngur og auka aðlöðunar­ hæfni er einkabíllinn ekki að hverfa. Hann verður áfram samgöngutæki, þótt í minna mæli kunni að verða. Allar breytingar þurfa sinn tíma. Lækkun hámarkshraða og betri almenningssamgöngur er liður í þeirri þróun. Liður í þróun APRÍL 2021 Fasteignafélagið M3 hefur sótt um að breyta gömlu blikksmiðju JBP á Ægisgötu 7 í íbúðir. Áður höfðu aðrir eigendur stefnt að hóteli á þessum stað en horfið frá þeim áformum. Örn V. Kjartansson fjárfestir er að baki M3 en hann var áður framkvæmdastjóri eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2021 var lögð fram fyrirspurn M3 fasteignaþróunar ehf. dags. 14. febrúar 2021 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 7 við Ægisgötu sem felst í að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt til­ lögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. og M3 fasteigna þróunar ehf. dags. 12. febrúar 2021. Fyrirs­ purninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 samþykkt, sbr. þó skil yrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn. Blikksmiðja JPB var lengi á Ægisgötu 7. Um tíma var horft eftir að breyta húsnæðinu í hótel en horfið frá því. Nú er stefnt að því að breyta því í íbúðarhúsnæði. Íbúðir í stað blikk smiðju á Ægisgötu Íbúaráð Vesturbæjar hlaut 3 .700.000 krónu hverf i s - styrk og Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hlaut 4.430.000 kr. Styrkir íbúaráða eru ætlaðir til efling ar hverfisanda, mannlífs og menningar. Auglýst var eftir verkefnum og viðburðum sem ætlað er að stuðli að auknu mannlífi, menn­ ingu, félagsauði og lífsgæðum í hverfunum árið 2021. Mikilvægt er að verkefnin höfði til allra aldurshópa og skírskoti til breiðs hóps fólks sem vill sækja sér afþreyingu og upplifun í eigin hverfi. Sjóðurinn sem ætlaður er til þessa verkefnis nemur alls kr. 30.000.000 Miðað er við að íbúaráð sem eru níu talsins, fái milljón hvert en afgangurinn deilist til íbúaráða eftir íbúafjölda hverfanna. Einstaklingar, félaga­ samtök eða aðrir hópar sem vinna saman að einstöku verkefni gátu sótt um styrk í sjóðinn. Styrkir geta til dæmis fallið til: Viðburða í hverfum borgarinnar sem höfða til allra aldurshópa, markaða sem efla líf í hverfinu, tónleika, listviðburða eða annað sem eflir hverfisvitund, Pop ­ up leikvalla og þrautabrauta í hverfunum, hreinsun eða gróðursetningar á svæðum innan hverfisins. Álftir á Reykjavíkurtjörn. Iðnó í baksýn. Styrkir til íbúaráða í Vesturbæ og Miðborg Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Afgreiðslutími: Virka daga: kl. 9-18 Laugardaga: kl. 10-17 Í gamla Héðinshúsinu, Seljavegi 2 Góð þjónusta – Hagstætt verð

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.