Vesturbæjarblaðið - apr. 2021, Side 4

Vesturbæjarblaðið - apr. 2021, Side 4
Við ofanverðan Klappar­ stíginn nánar tiltekið númer 40 er um tveggja ára gömul rakara­ og hársnyrt is tofa sem heitir Rakkarnir á Klapparstíg. Margir kannast eflaust við þetta hús vegna þess að Ari Magnússon rak Antikbúðina þar til lengri tíma. Eftir að Ari hætti rekstri búðarinnar bauð hann tveimur konum sem tengjast hársnyrtingu á Klapparstígnum í áratugi þetta vinalega húsnæði. Þær voru þá að leita sér að aðstöðu og því ekki lengi að slá til. Þetta eru þær Sonja Ásbjarnardóttir og Þuríður (Þurý) Ævarsdóttir auk þess sem Ellert Birgir Ellertsson stendur að stofunni með þeim en hann tengist Klapparstígnum með sama hætti og þær. „Það fer mjög vel um okkur hér, segja þær Sonja og Þurý. Vesturbæjarblaðið leit við í notalegu umhverfi hjá þeim á dögunum. Sonja og Þurý koma sín úr hvorri áttinni en leiðir þeirra lágu saman á Klapparstíg fyrir tvítugsaldur. Þær voru aðeins 19 ára og enn í námi við upphaf kynna þeirra 1984. Þá hófu þær störf hjá Sigurpáli Grímssyni á Rakarastofunni á Klapparstíg sem segja má að verið hafi ein fyrsta nútímavædda rakarastofa hér á landi og einnig sú stærsta. Þurý er mið- og Vesturbæingur með viðkomu á Seltjarnarnesi en hefur búið í Vesturbænum um lengri tíma. Sonja kom af landsbyggðinni. Nánar tiltekið frá Hornafirði. Hún á ættir í hárskurð því að faðir hennar var Ásbjörn Þórarinsson aðal rakarinn á Höfn og þar byrjaði hún að læra en lauk náminu hjá Sigurpáli á Klapparstígnum. Þurý átti eftir að ljúka sveinsprófinu þegar þær komu á Klapparstíginn þar sem þær hafa eytt lunganum af starfsævi s inni þótt með einhverjum undantekningum hafi verið. Þurý hugsar sig aðeins um. “Já - ég man að ég var einhverju sinni að klippa á stofu sem Jörundur Guðmundsson rak. Hann var nefnilega rakari þótt hann sinnti ýmsu öðru. Á þessum tíma var hann með sirkusstarfsemi og flutti hingað danskan sirkus. Minnir að hann hafi heitið Sirkus Arena og ég man að ég klippti trúðinn fyrir hann.” Allt að 30 manns þegar flest var Rakarastofan á Klapparstíg var lengi ein fjölmennasta rakara- og hársnyrtistofa landsins. Þar starfaði hársnyrtifólk frá ýmsum stöðum. Sumt stóð skemmra við en annað lengur eins og gengur. Þar var að þeirra sögn oft mikið líf og fjör og lengi einkenndi Klapparstíginn hvað mikið var að gera. “Það voru allt að 30 manns að vinna þar þegar flest var. Tveir voru í afgreiðslunni við að taka á móti fólki og selja snyrtivörur og við hin á gólfinu að klippa og snyrta. Sigurpáll var oftast sjálfur með á gólfinu með okkur og Inga konan hans sem er systir Torfa Geirmundssonar sem var mjög þekktur rakari á sinni tíð var oft að grípa í klippingar einkum síðari árin. Torfi starfaði á Klapparstígnum um tíma en opnaði hársnyrtistofuna Pappilla og síðar Hárhornið fyrir ofan Hlemm þar sem hann var til æviloka.” Vildum vera áfram á þessum slóðum Sonja og Þurý störfuðu á Rakarastofunni á Klapparstíg allt til að Sigurpáll hætti og lokaði stofunni. Hvað tók þá við. “Við vorum búnar að ræða í nokkurn tíma að við vildum starfa saman áfram og jafnvel að fá fleiri úr hópnum með okkur. Og þá hófst leit að húsnæði. Vorum tengdar Klapparstígnum í gegnum öll þessi ár og vildum vera áfram á þessum slóðum. Gatan var önnur heimkynni okkar enda búnar að eyða miklum tíma þar. Við vildum líka vera áfram á þessum slóðum.” Finnst við komnar heim Þegar Sigurpáll hætti og lokaði reyndist ekki auðvelt að fá hentugt húsnæði við Klappar stíginn eða í næsta nágrenni þótt hugurinn stæði þangað. Þetta er talsvert áður en covit skall yfir og ferðamennirnir hurfu og ferðamannabúðunum fækkaði skyndilega. Húsnæðis- leitin reyndist erfiðari en við höfðum gert ráð fyrir. Við vorum búnar að fara víða og ræða við marga en hvergi reyndist horn að finna. Nýir eigendur höfðu tekið við húsnæðinu á Klapparstíg þar sem við höfum unnið. Það húsnæði var líka allt of stórt fyrir okkur. Þar var sett upp mjög há leiga líkt og varð um flest pláss eftir að ferðamannastraumurinn skall á. Það mun ekki hafa tekist að leigja það aftur – alla vega ekki til lengri tíma þótt viðburðir hafi verið haldnir þar. Erfitt reyndist líka að finna út hverjir væru eigendur að húsnæði á þessum slóðum. Einkum við Laugaveginn. Við vorum orðnar svartsýnar um að geta haldið þessu áfram. Vorum búnar að fara víðar og skoða okkur um. Jafnvel út á Granda. Þá var uppbyggingin þar á fullu og setið um hvert pláss. Við vorum að hugsa um að við myndum geta fundið okkur þar ef við þyrftum að yfirgefa Miðborgina. Við hefðum örugglega tekið okkur vel út við að klippa í gamalli verbúð. En þá bauðst okkur að fá inni hjá Sandro við Hverfisgötuna. Ekki langt frá okkar gamla stað. Það var þó alltaf hugsað sem tímabundin r á ð s t ö f u n o g v i ð h é l d u m húsnæðisleitinni áfram. Við vorum búnar að koma auga á þennan stað nokkru áður en að Ari kom og bauð okkur að leigja af sér plássið. Hann sagðist vilja fá okkur og það tók okkur innan við tvær mínútur að segja já. Við erum því ekki alveg á sama stað og forðum heldur aðeins ofar á horninu á Klapparstíg og Grettisgötu. Á þessum tíma sem húsnæðisleitin stóð yfir duttu sumir úr skaftinu sem höfðu áhuga á að starfa með okkur. Fóru annað en Ellert Birgir Ellertsson sem starfað hafði á Rakarastofunni á Klapparstíg kom með okkur hingað. Við erum því þrjú hér á horninu. Okkur finnst við komin heim.“ Meira en 100 ára saga Sonja og Þurý voru nær samfell í 32 á Rakarastofunni Klapparstíg. Með endurkomu á Klapparstíginn hefur þeim tekist að framlengja sögu hársnyrtingar og klippinga á Klapparstíg en saga þessar atvinnugreina spannar meira heila öld ef talið er frá stofnun fyrstu rakarastofunnar við götuna. Þegar Sigurpáll lokaði voru orðin 99 ár frá því fyrstu skærin klipptu mannshár og rakhnífur kyssti kjamma við þessa götu.” Margir Vesturbæingar Hverjir eru helstu viðskiptavinir Rakaranna á Klapparstíg. Eru það eldri kúnnar af gömlu stofunni eða hefur nýtt fólk leitað á þessa nýju stofu. Þær Sonja og Þurý segja marga hafa verið kúnna á Rakarastofunni á Klapparstíg en nýir hafi einnig komið. “Okkur finnst Hverfisgatan skipta hverfinu aðeins að þessu leyti. Fólk sem býr ofan hennar er meira á ferðinni hér. Við fundum þetta þann tíma sem við vorum hjá Sandró sem er norðan megin við Hverfisgötuna. En þetta er alls ekki algilt og svo kemur fólk lengra að. Við höfum sérstaklega veitt athygli hversu margir Vesturbæingar leggja leið sína hingað. Við erum með “drop inn” þjónustu eins og var á gamla staðnum. Fólk getur komið við án þess að panta tíma og þá ræðst bara hvort allt er fullt. En við reynum að hagræða eins og við getum ef þannig stendur á.” Lengur í návist en með fjölskyldunum Það er morgun á Klapparstíg 40. Rakararnir eru ekki búnir að opna formlega. Það gerist klukkan 10 en hurðin er engu að síður opin þar sem þau sitja á spjalli við Vesturbæjarblaðið. Maður gengur hjá og sér fólkið. Hann kemur inn og fær að sjálfsögðu sína þjónustu þótt opnunartíminn sé ekki alveg hafinn. Þau eiga líka eftir að vökva blómin því blómaskreytingar einkenna stofuna. Allt er gert til þess að létta og lífga umhverfið og þar njóta þau þess að rúmt er á milli veggja. Og útsýnið er niður eftir Klapparstígnum. Mannlífið er einnig fjölbreytt. “Við sjáum eiginlega allt. Alla flóruna eins og hún leggur sig.” Og samstarfið er einnig frábært. “Já - frábært eins og það hefur alltaf verið. Við erum búnar að eyða svo mörgum klukkustundum, dögum vikum, mánuðum og árum saman að öðruvísi gæti það ekki verið. Við vorum að gantast með það á dögunum og við værum búnar að vera lengur í návist hvorrar annarrar en fjölskyldna okkar.” 4 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2021 Finnst við komnar heim Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA - segja Sonja og Þurý rakarar á Klapparstígnum. Þær störfuðu í áratugi á Rakarastofunni á Klapparstíg en fyrir um tveimur árum opnuðu þær sína eigin stofu á Klapparstíg 40 sem heitir Rakararnir á Klapparstíg. Sonja Ásbjarnardóttir, Þuríður (Þurý) Ævarsdóttir og Ellert Birgir Ellertsson á hársnyrti- og rakarastofunni Rakararnir á Klapparstíg. Ef vel er að gáð má sjá blóm í glugga að baki þeirra. Þau leggja áherslu á gott andrúmsloft, rými og blómaskreytingar á stofunni.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.