Vesturbæjarblaðið - Apr 2021, Page 5
5VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2021
Fyrsti rampur í átakinu
Römpum upp Reykjavík var
settur upp við verslunina Kokku
á Laugavegi við hátíð lega athöfn
fyrir skömmu. Rampurinn er
ætlaður hreyfi hömluðum en
getur einnig gagnast ýmsum
kerrum og hjólum. Römpum
upp Reykjavík miðar að því
að setja upp hundrað rampa í
Reykjavík á þessu ári, eins fljótt
og auðið er. Stofnaður hefur
verið sjóður sem stendur straum
af kostnaði fyrir þá verslunar-
og veitingahúsaeigendur
sem taka þátt í verkefninu, í
samræmi við forgangsröðun
stjórnar sjóðsins.
Markmiðið er að gera öllum
kleift að sækja þá veitingastaði
og þær verslanir í Reykjavík
sem taka þátt. Unnið verður í
góðu samstarfi við eigendur
viðkomandi bygginga
og skipulagsyfirvöld en
Reykjavíkur borg er stofnaðili
að verkefninu og hefur sagst
munu tryggja góðan framgang
þess, segir í tilkynningu.
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi
hjá Twitter og stofnandi
hönnunarfyrirtækisins Ueno,
er hvatamaður verkefnisins og
helsti styrktaraðili. Rampurinn
sem var settur upp í gær er
hannaður af Páli Hjaltasyni
arkitekt. Lilja Kristín Ólafsdóttir
landslagsarkitekt kom að
útfærslu og eftirliti. Þau unnu
verkið endurgjaldslaust og
rampurinn var settur upp af
Íslenskum aðalverktökum
sem hluti framlags
þeirra til Aðgengissjóðsins.
Fyrsti rampurinn settur
upp við Kokku
Fyrsti rampurinn komin við Kokku.
Umhverfisvæn íslensk hönnun
WWW.AS WEGROW.IS
GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK
NÝ SENDING AF DUGGARAPEYSUM
L A N D S BA N K I N N . I S
Það er ekkert
mál að spara
saman í appinu
Nú getur fjölskyldan eða vinahópur-
inn sparað saman í Landsbanka-
appinu. Það tekur bara örstutta
stund að stofna reikning og þið
getið öll fylgst með þangað til
markmiðinu er náð.
ÞAÐ ER L ANDSBANKI
NÝRRA TÍMA