Vesturbæjarblaðið - apr 2021, Qupperneq 9
búningsaðstaða fyrir dagvistunina.
Á annarri hæð voru þrjár
sjúkrastofur, borð- og setustofa,
búningsherbergi, ræsti- og
snyrtiherbergi og geymsla. Á þriðju
hæð voru átta sjúkrastofur, borð-
og setustofa, aðalvakt, bítibúr,
snyrtiherbergi, bað og geymslur.
Eldhús var í fyrstu hæð sem var
tengt þessari starfsemi í fyrstu en
síðar var matur sendur þangað frá
eldhúsi Borgarspítalans í Fossvogi.
Starfsemi Hafnarbúða var færð
undir stjórn St. Jósefsspítala
árið 1986 og var með svipuðu
sniði og á meðan Borgarspítalinn
sá um reksturinn.
Kaldidalur
kemur til sögunnar
Hafnarbúðir voru nýttar
til spítalareksturs og sem
hjúkrunarheimili í rúma tvo
ártugi en árið 1998 voru verðar
miklar breytingar á rekstri
hússins. Hafnarbúðir voru þá í
eigu ríkisins sem ákvað að selja.
Reykjavíkurborg nýtti sér ekki
forkaupsrétt og varð Kaldidalur
ehf. eigandi Hafnarbúða. Nýir
eigendur létu gera húsið upp að
utan sem innan án þess að um
miklar breytingar yrði að ræða
og heldur húsið að mestu sínu
upprunalega útliti að utan sem
innan. Eftir að búið var að gera
húsið upp leigði Kaldidalur ehf.
það ýmsum aðilum. Um tíma var
þar lyfjafyrirtæki. Veitingahús hafa
verið á fyrstu hæðinni og einnig
verslanir. Fasteignasalan RE/
MAX Þingholt var þar um tíma og
einnig greiðsluþjónustufyrirtækið
Momentum auk fleiri aðila. Í
dag eru þar meðal annars til
húsa hvalaskoðunarfyrirtæki og
arkitektastofan ASK arkitektar.
Grænu verbúðirnar í
endurnýjun lífdaga
Miklar breytingar hafa orðið á
atvinnustarfsemi í verbúðunum
á undanförnum árum. Gömlu
verbúðirnar við Geirsgötu, grænu
verbúðirnar svokölluðu, hafa gengið
í endurnýjun lífdaga. Í þeim og í
nágrenni þeirra er meðal annars
að finna litla veitingastaði, sem
draga til sín gesti og lífga mjög upp
á hafnarsvæðið. Mikil uppbygging
hefur átt sé stað á hafnarsvæðinu
öllu og mannlíf þar orðið miklu
fjölbreyttara en áður auk þess sem
ferðamönnum fjölgaði til muna fram
að covid. Í fyrstu völdu fyrirtæki
svæðið vegna lágrar leigu miðað við
verslunarkjarna eins og Laugaveg
og Kringluna en síðar tóku fleiri
að sækja þangað vegna uppgangs.
Ekki er annað að sjá en starfsemin í
grænu húsunum, gangi fyrir sig og
sé komin til að vera.
9VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2021
Afgreiðslutími:
Mán: 11-16
Þri-fös: 11-18
Lau: 11-16
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
systrasamlagid.is
@systrasamlagid
Sími: 511 6367
Fyrirtækjaþjónusta
systrasamlagsins
Bústaðu þig og þína upp í maí með
ofurþeytingum og skálum
frá Systrasamlaginu!
Frábært fyrir fyrirtæki sem vilja næra,
bæta og kæta fyir sumarið.
Skoðaðu það sem er í boði á www.systrasamlagid.is
Flest er lífrænt, sumt glútenlaust, margt vegan
en ekkert bragðlaust.
Hafnarbúðir á horni Geirsgötu og Tryggvagötu
hafa sett svip á hafnarsvæðið allt frá því húsið var
reist í upphafi sjöunda áratugar liðinnar aldar.