Vesturbæjarblaðið - apr 2021, Qupperneq 12
12 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2021
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Kæru íbúar.
Eins og flestir vita er Covid-
19 að sitja strik í reikninginn
hjá ansi mörgum íbúum þessa
lands. Eins og venjan hefur
verið höfum við auglýst eftir
umsóknum til að styðja við
félagsstarf fyrir eldri borgara
tvisvar sinnum á ári, annars
vegar á vorin og hins vegar á
haustin. Vorið 2020 var ákveðið
að fresta umsóknum til haustsins
2020 og gátum við úthlutað í
pottinn þá og vorum þá með
hann tvöfaldan.
Eins og staðan er í dag ætlum
við að gera slíkt hið sama, þ.e.
að fresta umsóknum til haustins
2021 og verður því ekki opið
fyrir umsóknir þetta vorið,
enda lítið sem hægt er að gera
með fólki í félagsstarfi meðan
fjöldatakmarkannir eru eins og
þær eru í dag.
Við vonum innilega að ástandið
lagist í sumar og við getum
átt gott haust með tilheyrandi
félagsstarfi og öðru sem
gleður okkur öll.
Við munum væntanlega auglýsa
„Heita pottinn“ í september n.k.,
en það verður nánar auglýst
þegar nær dregur.
Óskum ykkur öllum
gleðilegs sumars.
Fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar
Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða,
Hörður Heiðar Guðbjörnsson
- Verkefnastjóri.
Heiti potturinn
- styrkur í félagsstarfi í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum
Vilja byggja fimm
hæða við Njálsgötu
Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson hafa sótt
um leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishúss með átta íbúðum
við Njálsgötu 60 og var málið tekið fyrir bjá byggingafulltrúa
nýverið.
Gamalt og illa farið hús stendur á lóðinni en til vinstri er
fjögurra hæða hús með risi þannig að þessar hugmyndir falla vel
að nánasta umhverfi. Þau Rannveig og Hilmar reka Sandhótel við
Laugaveg og ráku Verslun Guðsteins við Laugaveg.
Gamla húsið við Njálsgötu 60 má eins og sjá má muna fífil sinn
fegurri og fyrirhuguð nýbygging svipar til sambærilegrar hæða
og húsin vinstri hönd.
Reykjavíkurborg hefur stækkað ört á síðustu
áratugum. Borgin sem hér áður fyrr var þéttust
í mið- og vesturbænum hefur nú teygt sig langt í
austur og ný hverfi hafa orðið þar til á landi sem
áður var að mestu óbyggt. Slík þróun er fylgifiskur
gríðarlegrar fólksfjölgunar sem var mjög ör
í Reykjavík á þessum árum. Reykjavíkurborg er
langt frá því að vera eina borgin sem hefur farið
í gegnum tímabil þar sem gríðarleg fólksfjölgun
verður á stuttu tímabili og mikil útþensla byggðar
fylgir. Það er þó þannig að með aukinni meðvitund
okkar um sjálfbæra þróun, loftlagsmál og þau
áhrif sem við höfum á allt umhverfi okkar er sem
betur fer alltaf verið að leita leiða til þess að bæta
borgarsamfélagið. Ein þeirra leiða er þétting
byggðar, sem er mjög góð lausn til þess að fjölga
íbúum, við styttum vegalengdir sem fólk þarf að
ferðast, drögum þannig úr mengun og minnkum
þörf á að byggja á áður óbyggðum svæðum.
Kvistir
Það er ekki auðvelt að þétta byggð í grónum
hverfum. Þeir eru ekki margir sem geta byggt heilu
hæðinar á hús þar sem það má eða rifið niður og
byggt upp ný hús vegna gríðarlegs kostnaðar sem
því fylgir. Það er hins vegar einn kostur sem margir
gætu farið, það er að bæta við
kvisti á húsnæði. Það skýtur því
örlítið skökku við að strangar
reglur séu hjá Reykjavíkurborg
um stækkun húsa með því að
setja kvisti á hús. Það að bæta
kvisti á hús sér í lagi í vestasta
hluta borgarinnar er sú leið
sem margir geta farið til þess
að stækka við sig húsnæði.
Þannig fengjum við fjölbreyttari
íbúðir fyr ir mismunandi
fjölskyldugerðir, ásamt betri
birtuskilyrðum og loftgæðum
í íbúðunum. Með því værum
við að auka lýðheilsu og lífsgæði með einföldum
hætti ásamt því að stuðla að þéttingu byggðar og
skapa okkur ávinning umhverfislega. Mikilvægt er
því að Reykjavíkurborg verði sveigjanlegri á reglum
um byggingu kvista á húsnæði í Vesturbænum til
þess að þétta byggðina og auka lífsgæði þeirra
sem þar búa.
Valgerður Sigurðardóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins skrifar.
Þétting byggðar
Valgerður
Sigurðardóttir
borgarfulltrúi.