Feykir - 06.01.2021, Blaðsíða 4
Heilsueflandi samfélag
Á fundi menningar,- tóm-
stunda- og íþróttanefndar
Blönduósbæjar í lok janúar
kom fram að sveitarfélagið
hefur hafið ferlið að því að verða
Heilsueflandi samfélag.
Heilsueflandi samfélag er
heildræn nálgun sem Embætti
landlæknis vinnur að í samstarfi
og samráði við sveitarfélög,
opinberar stofnanir, frjáls
félagasamtök o.fl. Meginmark-
mið þess er að styðja samfélög í
að skapa umhverfi og aðstæður
sem stuðla að heilbrigðum lifn-
aðarháttum, heilsu og vellíðan
allra íbúa.
Febrúar
Ný lyfta á skíða-
svæðinu, frumsýning á
Hvammstanga og
menn ársins
„Þetta var eins góður dagur
og mögulegt var,“ sagði Viggó
Jónsson þegar ný lyfta var tekin
formlega í notkun á skíðasvæði
AVIS í Tindastól í upphafi
afmælishátíðar svæðisins sem
standa átti út þessa fyrstu viku
febrúarmánaðar þó veður-
guðirnir hafi líklega sett eitthvert
strik í þann reikning eins og
margt annað þennan veturinn.
Þessi vika var jafnframt síð-
asta vika Viggós í starfi sem
umsjónarmaður skíðasvæðisins
þar sem hann hafði staðið
vaktina með miklum sóma
síðustu þrjá áratugina.
Í sama blaði greinir frá
fyrirhugaðri frumsýningu á
Sæhjarta eftir Gretu Clough
á Hvamstanga. Sæhjarta er
einleikið brúðuleikverk fyrir
fullorðna, samið og leikið af
Gretu Clough sem sem hefur
vakið mikla athygli undanfarin
ár með sýningum sínum. Í
verkinu byggir Greta á þjóð-
sögunum um urturnar sem fóru
úr selshamnum til að búa og
elska meðal manna.
Þá segir frá því að les-
endur Húnahornsins völdu
björgunarsveitarfólk í Björgun-
arfélaginu Blöndu sem menn
ársins í Austur-Húnavatnssýslu
árið 2019 en sveitin hafði staðið
í ströngu í desemberveðrinu
mikla. Að vanda var tilkynnt um
valið á þorrablóti Blönduósinga.
Götur á floti á Sauðárkróki
og vettvangslið á
Skagaströnd
Allt var á floti á Sauðárkróki
þann 10. febrúar þegar brimið
braust yfir varnargarða, annars
vegar á Strandgötunni og hins
vegar nyrst í bænum neðan
sláturhússins. Sjór flæddi inn í
Kjötafurðastöð KS og húsnæði
Fisk Seafood og gerði nokkurn
usla. Í samtali við Feyki sagði
Janúar
Íbúafjölgun
og hrossadauði
Í fyrsta tölublaði Feykis það
ágæta ár 2020 er greint frá því að
íbúum Norðurlands vestra hafi
fjölgað um 97 á árinu á undan.
Þar með voru íbúar landshlutans
orðnir 7.324 og hafði fjölgað í
öllum sveitarfélögum á svæðinu
utan tveggja, Húnavatnshrepps
og Blönduósbæjar.
Ekki var sömu sögu að
segja af hrossafjöldanum þvi
í óveðri því sem gekk yfir
landið í desembermánuði 2019
drápust fjölmörg hross. Í frétt
Feykis segir að ríflega 100 hross
hafi drepist í hamfaraveðrinu
og muni þar vera um að
ræða mestu afföll á hrossum í
áratugi. Samkvæmt tölum frá
Matvælastofnun megi ætla að
fjöldinn svaraði til um 0,5%
þeirra 20.000 hrossa sem ætla
má að hafi verið á útigangi á
þessu landssvæði.
Tvö rútuslys sama
daginn og gjöf
Hollvinasamtaka HSN
Veðrið spilaði stórt hlutverk
í lífi landans á árinu með
tilheyrandi áföllum. Laust fyrir
miðjan janúar urðu tvö rútuslys
sama daginn í landshlutanum.
Annað varð í grennd við
Blönduós en þar hafnaði rúta,
full af háskólanemum á leið til
Akureyrar, á hvolfi utanvegar
við bæinn Öxl. Þrír voru fluttir
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
til Reykjavíkur. Hitt slysið
SAMANTEKT
Fríða Eyjólfsdóttir
Þegar litið er yfir fréttir Feykis á fyrri hluta ársins sem nú er nýliðið verður fljótt ljóst að
veðurfarið og kórónaveiran stálu senunni allrækilega. Hér á eftir verður stiklað á stóru
um fréttir fyrsta fjórðungs ársins og áttu veðrið og veiran forsíðufréttina í sjö af tólf
blöðum þessara þriggja mánaða. Fyrsti hluti fréttaannáls ársins birtist hér en í næstu
blöðum verður haldið áfram að rýna í það sem gerðist á því herrans ári 2020.
Fréttaannáll 2020 | Fyrsti hluti
Litið til baka til
fordæmalauss árs
Sjór gekk á land á Sauðárkróki.
MYND: PF
varð framarlega í Blönduhlíð
í Skagafirði þegar rúta með
rúmlega 20 unglinga innan-
borðs fauk út af veginum í
mikilli hálku og hliðarvindi.
Engin slys urðu á fólki.
Einnig segir frá því í öðru
tölublaði ársins að Holl-
vinasamtök Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Blönduósi byrjuðu
árið með því að afhenda HSN
á Blönduósi formlega nýjan
meðferðarbekk og æfingatæki
að andvirði tæprar milljónar
króna.
Íþróttaafrek, aflabrögð
og andstaða við
Hálendisþjóðgarð
Forsíðufrétt þriðja tölublaðs
ársins fjallar um að met hafi
verið slegið á árinu 2019 í
löndun afla á Sauðárkróki en
samtals bárust 30.271 tonn á
land á árinu.
Í sama blaði segir frá því
að sveitarstjórnir fjögurra
sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra, Húnavatnshrepps, Húna-
þings vestra, Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og Akrahrepps,
leggist gegn frumvarpi um
Hálendisþjóðgarð og hafi
samþykkt sameiginlega umsögn
þar um.
Unglingadeild hestamanna-
félagsins Skagfirðings safnaði
fyrir reiðhallarspeglum sem
afhentir voru í janúar og frjáls-
íþróttafólk af Norðurlandi vestra
gerði það gott á Stórmóti ÍR þar
sem tíu íþróttamenn komust á
pall en alls tóku 30 keppendur af
Norðurlandi vestra þátt í því.
Útigangskindur heimtar
Hún hefur eflaust orðið
tuggunni fegin, kindin sem
heimtist af fjalli í janúar eftir
að hafa gengið úti í tvö og hálft
ár. Ærin sú var í hópi 16 kinda
sem Andrés Helgason, bóndi í
Tungu í Gönguskörðum, tókst
að smala til byggða upp úr
miðjum janúar í fyrra og sagt
var frá í fjórða tölublaði Feykis.
Féð hafðist við í Stakkfelli í
Vesturfjöllum í Skagafirði.
Veðrið var ekki upp á marga fiska framan af ári.
MYND: PF
Heilsudagar á Blönduósi.
MYND: RÓBERT DANÍEL
Glitský yfir Skagafirði.
MYND: HJALTI ÁRNA
4 01/2021