Feykir


Feykir - 06.01.2021, Blaðsíða 11

Feykir - 06.01.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Fang. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvernig fannst þér áramóta- skaupið? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Algjör snilld.“ Jón Gunnar Helgason Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Á nýju ári er ágætt að spá í hvort eitthvað merkilegt eða mikilfenglegt kunni að gerast í nærumhverfi hvers og eins en eitt er víst að það mun ýmislegt eiga sér stað einhvers staðar í heiminum. Ótrúlegt, en kannski satt, þá skelfur jörð um 50.000 sinnum á ári einhvers staðar í heiminum og eldingum lýstur niður um 100 sinnum á sekúndu. Tilvitnun vikunnar Megi nýja árið gefa þér hugrekki til að gefa nýársáheitin snemma upp á bátinn. – Aleister Crowley „Mér fannst það frábært, með þeim betri síðastliðin ár.“ Ragna Fanney Gunnarsdóttir „Ég hafði nokkuð gaman af því.“ Friðrik Bjarnason „Mér fannst skaupið óvenju gott í ár.“ Sigtryggur Stefán Reynaldsson LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Eins gott að halda ró sinni. Kjúklingaréttur og pavlóvur Matgæðingur vikunnar er Róbert Smári Gunnarsson, sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, og er bæði Fljótamaður og Króksari. Róbert býr í Skagafirðinum og stundar nám við Háskólann á Hólum. „Ég hef gaman af því að elda og baka og hef gaman af að prófa mig áfram. Amma mín, Imba Jós, naut þess ágætlega (held ég) í sumar, þegar ég reyndi að sýna listir mínar fyrir henni í eldhúsinu. Hugsa það hafi hafi gengið bærilega, allavega samkvæmt henni sjálfri og Bjögga frænda,“ segir Róbert Smári. AÐALRÉTTUR Kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og salatosti (feta) Þessa uppskrift af kjúklingnum sá ég fyrst hjá Svövu á ljufmeti.is. Ég minnkaði uppskriftina þannig að hún miðast við tvo fullorðna. Frábær réttur og einfaldur. 1/2 sæt kartafla 1/2 poki spínat 2-3 kjúklingabringur 1 lítil krukka salatostur (feta) 1/2 rauðlaukur, skorinn fínt heilsutómatar eða konfekt- tómatar, skornir í bita furuhnetur balsamik gljái (mér finnst gott að bæta við döðlum!) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skrælið sætu kartöfluna og skerið í sneiðar eða notið ostaskera. Kartöflurnar eru settar í eldfast mót, smá ólífuolía yfir og kryddað með salti og pipar. Sett inn í ofn í 15 mínútur. Á meðan er kjúklingurinn undirbúinn. Skerið kjúklingabring- urnar í bita og lokið þeim á heitri pönnu. Kryddið eftir smekk (t.d. með fajita). Þegar kartöflurnar hafa verið í ofninum í 15 mínútur eru þær teknar út. Þá er spínatið sett yfir þær og kjúklingurinn yfir spínatið. Síðan er tómötum og rauðlauk stráð yfir og loks salat- ostinum ásamt olíunni. Sett í ofn og bakað í 30 mínútur. Á meðan rétturinn er í ofninum eru furu- hnetur ristaðar. Þegar rétturinn er tilbúinn er furuhnetunum stráð yfir og loks balsamik gljáa dreypt yfir. EFTIRRÉTTUR Pavlóvur með rjóma, berjum og Rolo-karamellusósu Þakka móður minni fyrir aðstoð- ina við eftirréttinn, án hennar hefði þetta geta farið illa. Mæli með þessum eftirrétti, alveg frábær! Passleg fyrir 2-3 hringi. 1 eggjahvíta ¼ tsk. safi úr sítrónu 80 g sykur ¼ tsk. vanillusykur Aðferð: Eggjahvítan er þeytt vel ásamt sítrónusafanum, og sykri bætt smám saman við. Að lokum er vanillusykrinum bætt við. Blandan er svo sett í sprautupoka og sprautað á bökunarpappír, þannig að verði að hringjum. Gott að hafa þá jafn stóra svo hægt sé að para saman. Einnig er gott að ýta aðeins á toppinn svo þær verði ekki ójafnar. Bakað við 130°c í 45 mín- útur. (Ath. misjafnt eftir ofnum). Síðan er rjómi þeyttur og settur á milli og eins ofan á líka. Skreytt með berjum og nammi að vild. Rolo krem: 2 1/2 lengja Rolo 1/2 dl rjómi Aðferð: Allt sett saman í pott þar til Roloið hefur bráðnað saman við rjómann. Kælt örlítið áður en hellt er yfir pavlóvurnar. Verði ykkur að góðu! „Mig langar til að skora á föður minn, Gunnar Braga Sveinsson til þess að taka við boltanum, hann eldar mjög góðan mat. Hugsa að hann hafi uppgötvað þessa hæfi- leika þegar bílalúgunni á BSÍ var lokað,“ segir Róbert Smári. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Róbert Smári Gunnarsson Hólum í Hjaltadal Róbert Smári kampakátur. AÐSEND MYND F „Mér fannst það mjög skemmtilegt.“ Snæborg Lilja Hjaltadóttir 01/2021 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Fyrr við myndað höfum hnappa. Hlutakona gætti mín. Átök milli knárra kappa. Kúnni er ég nauðsyn brýn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.