Feykir


Feykir - 27.01.2021, Síða 6

Feykir - 27.01.2021, Síða 6
Vagn hefur verið í framlín- unni hjá Almannavarnateymi Norðurlands vestra svo við hefjum leik þar. Geturðu lýst þessu síðasta hamfaraári, frá því að óveðrið mikla skall á í desember 2019 og til dagsins í dag? „Þetta ár er búið að vera mjög sérstakt á svo marga vegu. Við hjá lögreglunni höfum verið með pappíra og áætlanir frá almannavörnum á borðinu allt árið. Árið byrjaði á svipuðum nótum og árið 2019 endaði, með hvelli, vonsku veðri með öllu því sem því fylgdi. Veturinn var einstakur að því leyti hvað veður var vont og ég man ekki eftir því að hafa eins oft þurft að virkja viðbragðsáætlanir vegna veðurs á einum vetri. Þegar veðrinu fór að slota fór Covid að rísa og má segja að það hafi tekið við í beinu framhaldi af veðurofsanum. Við fengum okkar eldskírn í Covid þegar hópsmit greindist á og við Hvammstanga og allt bæjarfélagið var sett í úr- vinnslusóttkví sem er því sem næst útgöngubann. Aldrei hefði manni dottið í hug að maður ætti eftir að taka slíkar ákvarðanir í þessu starfi hér. Aðgerða- stjórnstöð almannavarna á svæðinu var virkjuð í mars og við sem í henni erum færðum starfsstöð okkar í heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem við vorum fram á sumar og svo aftur í haust til áramóta þannig að það má segja að við höfum verið þar allt árið. Allur okkar tími frá mars 2020 hefur farið í Covid og í raun ekki séð fyrir endann á því verkefni þó svo sannarlega séum við farin að nálgast enda- punktinn. Fyrir utan hópsmitið á Hvammstanga þá held ég að við getum með sanni sagt að Norðurland vestra hafa sloppið ótrúlega vel út úr þessu sem komið er en mjög fá smit hafa komið upp í Skagafirði og ekkert í Austur Húnavatnssýslu sem er með ólíkindum.“ Hvernig hefur þessi tími liðið? „Þessi tími hefur liðið hratt og hef ég oft haft það á orði að það sé eiginlega alltaf föstudagur svo hratt líða vik- urnar. Vissulega hafa komið tímar sem hafa verið rólegri en aðrir en þegar reglugerðum frá heilbrigðisráðuneytinu er varðar sóttvarnaraðgerðir er breytt á um þriggja vikna fresti er eðli málsins samkvæmt mikið um fyrirspurnir frá fyrirtækjum og einstaklingum Hann hefur starfað í lögreglunni linnulítið frá árinu 1997, bæði hér á Norðurlandi vestra og í Reykjavík og þar m.a. í Sér- sveit ríkislögreglustjóra og hjá Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra. Samhliða lögreglu- starfinu starfaði hann hjá utanríkisráðuneytinu og fór til Afganistan sem friðargæsluliði 2006 til 2007. Hann tók við sem yfirlögregluþjónn á Sauðár- króki 2008 og skellti sér í sveitar- stjórnarpólitíkina tveimur árum síðar og hefur frá þeim tíma leitt lista Framsóknar. Þar hefur hann farið mikinn og gegnt mörgum ábyrgðarstörfum fyrir VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli. sveitarfélagið. Stefán Vagn er giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur frá Siglufirði en þau eiga þrjú börn, tvær dætur og einn son. Feykir sendi Stefáni nokkrar spurningar um áramótin, fyrst og fremst til að forvitnast um ár óveðra og heimsfaraldurs. Spurningarnar voru varla farnar til hans þegar allt leit út fyrir að hann stefndi á að berjast um annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. En skjótt skipast veður í lofti, eins og liðið ár hefur kennt okkur, og eftir að Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipta um kjördæmi stefnir Stefán nú á efsta sæti listans. Það er því hægt að spyrja um ansi margt en Stefán varðandi breytt fyrirkomulag. Við höfum litið á það sem mjög jákvætt að fá þessar fyrirspurnir, en það sýnir okkur hvað fólk á svæðinu var meðvitað um breytingar og staðráðið í því að fylgja reglum hverju sinni. Við höfum ekki fengið mikið af tilkynningu um brot á þessum reglum og ekki orðið vör við það í eftirlitsferðum lögreglu að þeim sé ekki fylgt. Fólk var mjög mikið að vanda sig sem er lykilinn að árangri. En því er hins vegar ekki að leyna að farið er að bera á þreytu hjá fólki vegna ástandsins og er það ekkert öðruvísi hjá okkur viðbragðsaðilum, það eru allir búnir að fá hundleið á þessu ástandi.“ Hver hafa verið helstu verk- efnin tengd COVID-19 hér á Norðurlandi vestra? „Stóra verk- efnið var hópsmitið á Hvamms- tanga og verkefni tengd því. Annars hafa þetta verið minni verkefni og að fylgjast með og upplýsa almenning um stöðu mála á hverjum tíma, eftirlit með sóttvarnarreglum og að- stoða almenning, fyrirtæki og sveitarfélög að aðlaga sig að reglugerðum og framkvæmd sóttvarna.“ Hvernig finnst þér íbúar hafa tæklað heimsfaraldurinn? „Ég er mjög stoltur af okkur hér á þessu svæði. Fólk hefur almennt staðið sig vel og verið að vanda sig mjög mikið er kemur að sóttvörnum og að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið á hverjum tíma. Það að fá smit hafa verið lengst af í lands- hlutanum hefur virkað sem hvatning fyrir fólk að halda því þannig.“ Óvissan er alltaf erfiðust Er þetta búið að vera mikið álag, náðirðu að komast eitthvað í frí í fyrra? „Á köflum hefur þetta verið mikið álag og stundum mjög en það er sveiflukennt eins og faraldurinn og má segja að álagið sveiflist í takt við það. Ég hef verið svo lánsamur að vera með mikið af frábæru fólki með mér í þessu verkefni frá upphafi og er það lykilinn að því að þetta sé gerlegt. Ég náði fríi í sumar þegar allt var orðið veirulaust á landinu og fór þá hring um landið með fjölskyldunni sem var virkilega gaman. Reyndar endaði fríið upp úr verslunarmannahelgi, fyrr en áætlað var, þegar ég fékk símtal um að nú væru blikur á lofti varðandi Covid og líklega væri best að ég færi að Stefán Vagn Stefánsson. MYNDIR AÐSENDAR Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn og forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar „Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“ 6 04/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.