Feykir


Feykir - 01.02.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 01.02.2021, Blaðsíða 2
Páll Ragnarsson, tannlæknir á Sauðárkróki og formaður Ungmennafélagsins Tindastóls til fjölda ára, lést á Landspítalanum 29. janúar sl. eftir skammvinn veikindi, 74 ára að aldri. Páll fæddist 20. maí 1946 á Sauðárkróki, sonur Ragnars Pálssonar, útibússtjóra í Búnaðarbank- anum, d. 1987, og Önnu Pálu Guðmundsdóttur húsmóður, d. 2018. Páll ólst upp á Sauðárkróki, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1966 og lauk prófi í tannlækningum frá Háskóla Íslands 1972. Páll æfði ýmsar íþróttir með Tindastóli á yngri árum, einkum knattspyrnu, og lék síðan með meistaraflokki Vals árin 1966 til 1974. Hann flutti heim á Krók að loknu tannlæknanámi og spilaði í nokkur ár með liði Tindastóls. Hann varð for- maður félagsins 1975 og gegndi því embætti allt til ársins 2006. Palli barðist fyrir uppgangi félagsins og aðstöðu þess í mörgum íþróttum, óþrjótandi allt fram á síðasta dag. Hann fékk gullmerki ÍSÍ árið 1982, á 75 ára afmæli Tindastóls, og gullmerki UMFÍ 2007, fyrir störf sín í þágu Tindastóls. Sama ár varð hann heiðursfélagi félagsins. Þá fékk hann silfur- og gullmerki KSÍ. Páll starfrækti tannlæknastofu sína á Sauðárkróki frá 1974 og allt til dauðadags. Páll var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Sauðár- króki og átti m.a. sæti á lista í bæjarstjórnarkosn- ingum og í ýmsum nefndum fyrir flokkinn. Eftirlifandi eiginkona Páls er Margrét Stein- grímsdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Ragnar, f. 1972, Helga Margrét, f. 1975, og Anna Rósa, f. 1977. Barnabörnin eru sjö talsins. /ÓAB Undanfarna tvo mánuði hef ég lítið verið á vaktinni hér á Feyki þar sem ég var í leyfi en sem betur fer átti Feykir hauk í horni. Fríða Eyjólfsdóttir leysti mig af og það með mikilli prýði og vil ég þakka henni vel fyrir. Nú hverfur hún á braut á ný, þó er aldrei að vita nema hún laumi einhverju efni að okkur í framtíðinni. Og svona til að upplýsa ykkur sem ekki vitið þá þurfti ég að leggjast undir hnífinn þar sem sinar og vöðvafestingar ýmist slitn- uðu eða trosnuðu í annarri öxlinni eftir að ég datt í körfubolta, (þrátt fyrir að fallið væri ekki hátt). Nú er allt á batavegi og lífið heldur áfram. Það var nú svo sem ekki það sem ég ætlaði að skrifa um heldur átti pistillinn að snúast um upplifun mína á heilbrigðiskerfinu, loksins þegar ég þurfti á því að halda af ein- hverju viti. Ég hef verið það heppinn að hafa komist fram yfir fimm- tugt nánast laus við þá þjónustu. En núna sem sagt kom að því. Ég leitaði til heimilislæknis hér á Sauðárkróki sem eftir skoðun sendi mig til bæklunarlæknis í Orkuhúsinu í Urðarhvarfi í Kópavogi til frekari rannsóknar sem kemst að því hvernig fyrir mér var komið og ljóst að sauma þurfti sitthvað saman og sverfa umframvöxt af beinum. Aðgerðardagur var ákveðinn stuttu síðar og allt sett í gang með öllu því fagfólki sem þarf í þá aðgerð, sem gekk mjög vel. Er heim var komið fékk ég tíma hjá sjúkraþjálfara hér á Krók sem hefur það hlutverk að koma mér í viðunandi ástand sem lík- lega tekur um tvo mánuði í viðbót. Aldeilis gott og þolinmæðin hjá mér teygð út í ystu æsar. Heilbrigðiskerfið stóð fyllilega undir mínum væntingum og ég þakklátur. Eftir þessa reynslu fór ég að velta fyrir mér þeirri neikvæðu umræðu sem heyrst hefur um heilbrigðiskerfið. Endalausa biðlista eftir alls kyns þjónustu sem maður gæti ætlað að þyrfti ekki að vera. En kerfið er þungt og stundum erfitt að bregðast við eða breyta því sem manni finnst rökrétt að þurfi að gera. Pólitíkusar takast á um það hvort skynsamlegt þyki að semja meira við einkaaðila eða hvort ríkið eigi að hafa öll tögl og hagldir í þessum geira. Viðreisn vakti athygli á því með stuttu vídeói á netinu á dögunum, eins undarlegt og það hljómar, að frekar sé samið við einkareknar læknastofur í Svíþjóð en á Íslandi og það þrátt fyrir að þekking, mannskapur og aðstaða sé öll fyrir hendi hér á landi. Sjúklingar eru sendir út með lækni og aðstandendum, allt í boði ríkisins. Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvaða lækningu er verið að tala um þarna en ef sú er raunin þá hljómar það undarlega. Orkuhúsið er stærsti einkarekni meðferðarstaðurinn á sviði stoð- kerfisvandamála á Íslandi og fær fyrstu einkunn hjá mér, ásamt Heilbrigðisstofnunni á Króknum auðvitað, og því spyr ég: Af hverju ekki að semja við fleiri í einkageiranum ef það styttir biðlista og eykur lífsgæði fólks? Góðar stundir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Heilbrigt heilbrigðiskerfi Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Andlát Páll Ragnarsson látinn Páll Ragnarsson. MYND AF MBL.IS AFLATÖLUR | Dagana 24. – 30. janúar 2021 á Norðurlandi vestra Silver Framnes með rúm 804 tonn af rækju SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 6.397 Bergur Sterki HU 17 Lína 5.396 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 897 Hrund HU 15 Landbeitt lína 1.774 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.032 Alls á Skagaströnd 18.496 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 437.749 Drangey SK 2 Botnvarpa 178.353 Málmey SK 1 Botnvarpa 84.080 Silver Framnes NO 999 Rækja 804.049 Onni HU 36 Dragnót 1.502 Helga María RE 1 Botnvarpa 87.349 Alls á Sauðárkróki 1.593.082 Eitthvað er veðrið að skána hjá okkur hér á Norðurlandi vestra og sést það einna helst á því að nú eru fleiri farnir að sækja sjóinn. Á Króknum lönduðu sex skip/bátar og mestum afla landaði Silver Framnes eða rúmum 804 tonnum af rækju. Á Skagaströnd lönduðu fimm bátar og var Auður HU 94 aflahæst með tæp 6 tonn. Engir bátar lönduðu á Hofsósi né Hvammstanga og var heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra 1.611.578 kg. /SG Síðastliðinn föstudag var opið hús hjá Verðanda endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi þar sem áhugasamir gestir gátu litið við og séð hvernig þær Verðandakonur, Solveig Pétursdóttir og Þuríður Helga Jónasdóttir, hafa komið sér fyrir í litla húsinu Þang- stöðum sem þær fengu afhent fyrir rétt rúmu ári síðan. Þar hafa þær útbúið aðstöðu til að taka á móti og endurbæta eða endurvinna hvers kyns hluti sem þjónað hafa hlutverki sínu hjá fyrri eigendum en gætu gengið í endurnýjun lífdaga í þeirra höndum. Einnig bjóða þær upp á aðstöðu og tæki fyrir þá sem vilja koma og dytta að gömlum munum eða skapa eitthvað nýtt. Verkfærasafn þeirra er smám saman að stækka en þær segjast taka með ánægju á móti smíða- og sauma- áhöldum ef fólk þarf að rýma til í geymslunni. Opnunartíma hjá Verðanda, auk nánari upplýsinga um hvernig starfseminni verður háttað, verður hægt að nálgast á Facebooksíðunni Verðandi endurnýtingarmiðstöð og á Instagram. /FE Hofsós Opið hús hjá Verðanda Verðandakonur, Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir. MYND: FE 2 05/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.