Feykir


Feykir - 01.02.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 01.02.2021, Blaðsíða 7
fóðurtilraunir á ungunum og var niðurstaðan að þeim þótti smjörið best. Líklegast voru feitustu lóuungar á landinu aldir upp í Móhólnum við Hofsós, eins og þeir úðuðu í sig smjörinu. Þess má geta að þetta er hóllinn þar sem Pétur Tavsen16) datt af baki þegar hesturinn „sporðreistist“ með hann mörgum árum seinna. Fjósið var fremst á bakkanum fyrir neðan Páluhús17) og er löngu horfið. Eina merkið um kúabúskapinn er steypt botnplata hlöðunnar, en á henni stendur borð sunnan við sund- laugina, sem sett var þar fyrir ferðamenn til að fá sér nesti. Þeir vita ekki að þarna var vetrarforði þriggja kúa vandlega geymdur. Kúabúskapurinn hvíldi aðal- lega á herðum mömmu og ömmu, en Silla á Þönglabakka tók við sem aðstoðarmaður eftir fráfall ömmu. Við heyskap- inn voru þó allir virkjaðir og stundum fengin utanað- komandi aðstoð. Þurfti maður þá stundum að bera mysu í flöskum upp á tún til þeirra sem unnu í heyskapnum og voru orðnir þyrstir í sumar- hitanum. Mig minnir að Gunnar á Bakkanum18) og Daddi gamli19) hafi stundum hjálpað til við heyskapinn, en Venni í Árbakka20) eða Geiri á Bakkanum21) eða Palli Sveins22) fengnir til að keyra heyið í hlöðu. Afi23), gamli bóndinn úr Ártúni, var þá hættur að geta unnið í heyskapnum en hann var svo sannarlega ekki hættur að hafa áhyggjur af hlutunum, stóð úti á tröppum og gáði til veðurs allt sumarið og helst þegar heyið lá flatt og sagði stundum áhyggjufullur, „Nú rignir í dölunum og enginn að hugsa um heyið.“ Einu áhyggjulausu stundir afa voru þegar vinur hans Steinn í Ási24) kom í heimsókn og dvaldi þá í nokkra daga. Þá var spilaður „Brús“ alla daga allan daginn og var okkur krökkunum kenndur Brús til að spila við kallana, en fjóra þarf til. Afi var frá Atlastöðum í Svarfaðardal og hefur væntanlega haft spilið með sér þaðan, en Brús er vel þekkt spil þar í dalnum og skilst mér að heimsmeistaramótið í Brús fari nú árlega fram á Dalvík. Maður ætti kannski að rifja upp spilið og senda sveit á heimsmeistaramótið? Daddi gamli var einn af þeim mörgu sem fluttu í Hofsós úr Kotabæjunum svonefndu, en það voru nokkur smábýli við Höfðavatn. Hann bjó síðustu árin í kjallaraherbergi í presthúsinu og hafði flust þangað þegar gamli barnaskól- inn brann 1950, en þar hafði hann haft húsaskjól. Síðustu æviár Dadda voru því ein- manaleg og einnig dauðdag- inn, en hann dó undir suður- endanum á brúnni niðri í Stað. Hann fékk þar einhvers konar blæðingu og blæddi út, segir Gestur bróðir25), sem kom að honum lífvana í blóði sínu undir brúnni. Eru þetta okkar kýr? Á sumrin voru kýr bæjarbúa, þeirra sem bjuggu fyrir innan á, reknar á beit upp á flóa eftir morgunmjaltir. Slóðin var upp með presthúsinu og áfram upp sunnan við okkar tún. Okkar kýr, Dimma, Perla og Skrauta voru þar á meðal. Á kvöldin komu svo kýr bæjarbúa kjagandi í kvöldsólinni sunnan bakkana á heimleið í langri halarófu. Pabbi var ættaður vestan af fjörðum og stóð sjósóknin honum sennilega nær en kúabúskapurinn. Hann var því ekki glöggur á útlit kúa. Þegar halarófan nálgaðist fylgdumst við með til að beina okkar kúm niður í fjósið. Benti hann þá á einhverjar kýr og spurði, „Eru þetta okkar kýr?“ Nei, það var ekki. Svo kom næsti hópur, „Eru þetta okkar kýr?“ Nei, það var ekki heldur. Fór þessu svo lengi fram, þangað til mamma gekk af stað og tók á móti sínum kúm. Dimma fór þar fremst, virðuleg og settleg, enda elst. Kýrnar voru nánast eins og hluti af fjölskyldunni og mikil sorg þegar þær héldu löngu seinna til hinna eilífu grænu bithaga og í staðinn farið með mjólkurbrúsa út í kaupfélag þar sem Geirmundur kaupfélagsstjóri26) stóð á sunnu- dögum í sínum brúna slopp og afgreiddi mjólkina. Náttúran er þannig gerð að stundum þurftu kýrnar á að halda félagsskap við naut. Stundum kom nautið til þeirra á vörubílspalli og var vörubílnum ekið niður fyrir veginn þar sem sundlaugin er núna, bakkað að veginum og nautið leitt til fundar við kúna svona sirka þar sem heiti potturinn er. Þetta var óneitanlega svolítið spennandi. Stundum varð kýrin að heimsækja nautið og man ég eftir einni ferð upp að Hofi til að heimsækja hreppsnautið þar sem Helgi á Melum27) leiddi kúna og ég rak á eftir. Þetta hlýtur að hafa verið eftir að brúin kom á Hofsána upp frá, því ég man ekki eftir að hafa vaðið ána, heldur eingöngu lítinn læk sem rann yfir veginn í slakkanum neðan við Hjarðarholt. Búrið í kjallaranum var yfirráðasvæði ömmu28). Þar var skilvinda og strokkur og fram- leiddur rjómi, undanrenna, smjör og skyr. Fyrir utan að svala þorsta heyvinnumanna var mysan notuð til að varðveita súrmatinn, en það var aðallega slátur og lifrarpylsa sem gert var á haustin og geymt í tunnu í kjallaranum. Og þá erum við komin að haustinu. Hofsósingar áttu afrétt frammi í Unadal og var féð rekið eða flutt þangað á vorin eftir vorrúninginn. Á haustin var smalað og féð rekið til Árhólaréttar. Hofsósingar ráku síðan sitt safn þaðan og til réttar sem var norðan við veginn rétt ofan við barnaskólann og þar var dregið í dilka. Sú rétt er nú horfin eins og svo margt annað. Mamma tók slátur, hausa og innmat og mátti heyra spjall og hlátra í þvottahúsinu þegar Ebba29) var mætt til að aðstoða við sláturgerðina. Hausarnir voru sviðnir á bak við hús á misgóðum prímusum og man ég að ég fór eitt sinn út í Berlín30) til að fá þunnt og mjúkt skinn hjá Steina31) til að endurnýja leðrið í pumpunum á prímusunum. Ég held svei mér þá að það hafi verið hundsskinn. Flest heimili voru með hólf á frystihúsinu og var okkar hólf nánast fullt af slátri, sviðum, hjörtum, lifur og nýrum eftir sláturtíðina. Það varð oft hlutskipti okkar Önnu Pálu32) að fara út á frystihús til að ná í mat í frystihólfið eða þá salt. Á fimmtugsafmæli mínu rifjaði Anna Pála upp góða sögu, en á leiðinni heim af frystihúsinu stálumst við stundum inn á ganginn þar sem gengið var upp á kontórinn í kaupfélaginu, annað í einu, og horfðum á hvort annað í gegnum lituðu rúðurnar sem voru meðfram stóru miðrúðunni. „Hann Steini var svo sætur gegnum litaða glerið,“ sagði Anna Pála. Svo þegar farið var í að endurnýja gamla kaupfélagshúsið ákvað ég að hringja í Valgeir33) til að minna hann á lituðu glerin. „Ég gleymi því nú varla,“ sagði Valgeir. „Ég held að þú sért sjöundi maðurinn sem hefur samband við mig til að minna mig á lituðu glerin í suðurglugganum.“ Svona eru Hofsósingar ræktarsamir og auðvitað setti Valgeir litað gler í litlu gluggafögin í suðurglugg- anum eins og allir geta séð. Flest haust keypti pabbi hross sem slátrað var á baklóðinni og saltað í tunnu sem var í kjallaranum við hliðina á súr- matstunnunni. Saltað hrossa- kjöt með kartöflumús er jú herramannsmatur. Okkur krökkunum var harðbannað að vera viðstödd og er því minn- ingin um hrossaslátrunina frekar óljós, en ég held að Manni34) hafi aðstoðað við verknaðinn og síðar Gunnsi35). Önnur sýning sem var bönnuð börnum var slátrun á unghönum. Mamma var með hænur og stóð hæsnakofinn niðri á bakka við hliðina á fjósinu. Hún þurfti stundum að láta þær liggja á til að viðhalda stofninum og kom þá óþarflega mikið að hönum sem þurfti að lóga. Sigmundur frá Þönglabakka og Daddi tóku það verk að sér og hjuggu af þeim hausinn á baklóðinni. Og við laumuðumst út í glugga til að fylgjast með hauslausum hönunum stökkvandi út um allt. Einn flaug meira segja upp á þak og þótti það mikið afrek hjá hauslausum hana. Mamma vildi ekki elda hanana þó að hún setti stundum eldri hænur í pottinn, eiginlega „Coq au vin“ án vínsins. Þeir voru því gefnir og held ég að Jón Ágústsson36) hafi verið helsti viðtakandinn. Jón bjó með mömmu sinni í Brimnesi og var um margt eftirtektarverður. Hann var síldarmatsmaður og var á Siglufirði flest sumur. Hann hefur sennilega haft þokkalegar tekjur því hann var með fyrstu mönnum til að fá sér bíl, Fiat-1100, og lét setja hurð á norðurgaflinn í Brimnesi til að geta haft bílinn í kjallaranum. Jón hugsaði vel um bílinn og tók hann ekki út úr kjallaranum nema á góðviðrisdögum en þegar Jón kom akandi á Fíat- inum vissu Hofsósingar að sumarið væri komið. Þessi sögufræga bifreið er nú til sýnis á safninu í Stóragerði. Ég afgreiddi Jón oft í kaupfélaginu og hafði hann ákveðnar skoðanir á hlutunum en sagði þó stundum, mamma vill ekki þetta og mamma vill ekki hitt. Til dæmis þurfti klósettpappírinn helst Sigmundur og Hjalti leggja að. Á bryggjunni bíða með matarbita þau Gísli Ben, pabbi Hjalta, og Silla, systir Sigmundar. Á bak við trillu Sigmundar sést meðal annars hinn rauðmálaði Hreggviður Sveina Jóa og þversum við planið Egill SK 54 þeirra Brekknamanna. Gísli vann lengi í kaupfélaginu eins og sagt er frá í pistli 2. MYNDIN ER Í EIGU FINNS SIGURBJÖRNSSONAR. 05/2021 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.